Paul Scholes hrósaði Liverpool liðinu mikið við mikla kátínu Púlara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 09:31 Paul Scholes og leikmenn Liverpool fagna síðan einu marka sinna í gær. Getty/Samsett/Peter Powell Liverpool liðið sýndi sínar bestu hliðar í sannfærandi sigri í fyrsta leiknum á Anfield eftir að áhorfendur fengu að snúa aftur. Stuðningsmenn Liverpool voru skiljanlega afar sáttir með stórsigurinn á Úlfanum í ensku úrvalsdeildinni gær og enn kátari þegar þeir heyrðu Manchester United goðsögnina ausa endalausu hrósi yfir liðið. Manchester United goðsögnin Paul Scholes talaði vel um Liverpool í gærkvöldi eftir frábæra frammistöðu liðsins í 4-0 stórsigri á Wolves. Scholes spáir því að Liverpool verji enska meistaratitilinn næsta vor. Liverpool er í dag í öðru sæti með jafnmörg stig og topplið Tottenham en verri markatölu. Scholes talaði sérstaklega um Georginio Wijnaldum og framtíð hans hjá Liverpool. Wijnaldum hefur enn ekki gengið frá nýjum samningi. "Scholes has become an excellent pundit overnight" "Watching Scholes praise us for 30 mins was glorious" "I like Scholes now - there I said it!"Paul Scholes' comments on Liverpool have gone down well with Reds' supporters https://t.co/9cG4AM74tu— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Georginio Wijnaldum var orðaður við Barcelona síðasta sumar og virtist vera á útleið eftir að Liverpool keypti Thiago Alcantara. Thiago meiddist hins vegar fljótlega og hefur ekki spilað síðan. Á sama tíma hefur Georginio Wijnaldum spilað næstum því alla leiki. Wijnaldum lék vel í gær og skoraði eitt marka Liverpool í leiknum. „Af hverju ætti hann að vilja yfirgefa þennan stað? Þetta lið er að spila sóknarbolta og hann er að spila í hverri viku,“ sagði Paul Scholes. „Ég veit að það var eitthvað tal um Barcelona í sumar og hann var orðaður við þá en það kom ekkert út úr því,“ sagði Scholes. „Hvort sem hann vildi fara eða ekki, það veit ég ekkert um. En af hverju ætti hann að vilja yfirgefa svona fótboltalið. Ég tel að þeir muni vinna deildina aftur og þetta er lið sem er mjög spennandi að spila með,“ sagði Scholes. Stuðningsmenn Liverpool höfðu sérstaka ánægju af því að hlusta á Paul Scholes hrósa Liverpool liðinu í þrjátíu mínútur eftir leikinn í gær. Þeir fögnuðu því mikið á Twitter. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool voru skiljanlega afar sáttir með stórsigurinn á Úlfanum í ensku úrvalsdeildinni gær og enn kátari þegar þeir heyrðu Manchester United goðsögnina ausa endalausu hrósi yfir liðið. Manchester United goðsögnin Paul Scholes talaði vel um Liverpool í gærkvöldi eftir frábæra frammistöðu liðsins í 4-0 stórsigri á Wolves. Scholes spáir því að Liverpool verji enska meistaratitilinn næsta vor. Liverpool er í dag í öðru sæti með jafnmörg stig og topplið Tottenham en verri markatölu. Scholes talaði sérstaklega um Georginio Wijnaldum og framtíð hans hjá Liverpool. Wijnaldum hefur enn ekki gengið frá nýjum samningi. "Scholes has become an excellent pundit overnight" "Watching Scholes praise us for 30 mins was glorious" "I like Scholes now - there I said it!"Paul Scholes' comments on Liverpool have gone down well with Reds' supporters https://t.co/9cG4AM74tu— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Georginio Wijnaldum var orðaður við Barcelona síðasta sumar og virtist vera á útleið eftir að Liverpool keypti Thiago Alcantara. Thiago meiddist hins vegar fljótlega og hefur ekki spilað síðan. Á sama tíma hefur Georginio Wijnaldum spilað næstum því alla leiki. Wijnaldum lék vel í gær og skoraði eitt marka Liverpool í leiknum. „Af hverju ætti hann að vilja yfirgefa þennan stað? Þetta lið er að spila sóknarbolta og hann er að spila í hverri viku,“ sagði Paul Scholes. „Ég veit að það var eitthvað tal um Barcelona í sumar og hann var orðaður við þá en það kom ekkert út úr því,“ sagði Scholes. „Hvort sem hann vildi fara eða ekki, það veit ég ekkert um. En af hverju ætti hann að vilja yfirgefa svona fótboltalið. Ég tel að þeir muni vinna deildina aftur og þetta er lið sem er mjög spennandi að spila með,“ sagði Scholes. Stuðningsmenn Liverpool höfðu sérstaka ánægju af því að hlusta á Paul Scholes hrósa Liverpool liðinu í þrjátíu mínútur eftir leikinn í gær. Þeir fögnuðu því mikið á Twitter.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti