Sakborningar fá nafnleynd í kjölfar ónæðis frá lögmönnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. desember 2020 15:16 Flest mál koma til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness. Einstaklingar í sakamálum eru nú merktir „X“ í dagskránni en hingað til hafa nöfn fólks í opnum þinghöldum verið birt á vef dómstólanna. Vísir/Vilhelm Tveir stærstu dómstólar landsins eru hættir að birta nöfn sakborninga opinberlega á dagskrá sinni vegna ónæðis frá lögmönnum sem hafa nýtt sér dagskrána til þess að sækja sér skjólstæðinga. Um er að ræða Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Reykjaness. „Við höfum fengið fregnir af því, svona óbeint, að það hafi verið ákveðinn ágangur lögmanna og það hafi þótt óþægilegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands. Hingað til hafa nöfn sakborninga í opnum þinghöldum ávallt verið birt á vef dómstólanna og á dagskrá sem hengd er upp í anddyri þeirra. Héraðsdómur Reykjaness gerði þessar breytingar hjá sér í upphafi árs eftir kvartanir á hendur einstaka lögmönnum og nú nýverið gerði Héraðsdómur Reykjavíkur slíkt hið sama. „Ef rétt er, þá nei, auðvitað er það ekki eðlilegt ef viðkomandi er með verjanda og það liggur fyrir, þá er það bara ákvæði í siðareglum að lögmenn virða þann rétt. Þeir eiga ekki að tala beint við skjólstæðing án aðkomu viðkomandi lögmanns,“ segir Berglind. Fréttastofa hefur rætt við lögmenn sem segjast þreyttir á þessum vinnubrögðum, en telja það hins vegar ekki heillaskref að draga úr upplýsingagjöf. „Það er hægt að bregðast við ef sá sem telur á sig hallað af hálfu lögmanns. Þá getur viðkomandi ávallt sent kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna sem tekur á því og mun fjalla um það,“ segir Berglind, aðspurð um hvort Lögmannafélagið taki þessi mál til skoðunar. Dómstólar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Við höfum fengið fregnir af því, svona óbeint, að það hafi verið ákveðinn ágangur lögmanna og það hafi þótt óþægilegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands. Hingað til hafa nöfn sakborninga í opnum þinghöldum ávallt verið birt á vef dómstólanna og á dagskrá sem hengd er upp í anddyri þeirra. Héraðsdómur Reykjaness gerði þessar breytingar hjá sér í upphafi árs eftir kvartanir á hendur einstaka lögmönnum og nú nýverið gerði Héraðsdómur Reykjavíkur slíkt hið sama. „Ef rétt er, þá nei, auðvitað er það ekki eðlilegt ef viðkomandi er með verjanda og það liggur fyrir, þá er það bara ákvæði í siðareglum að lögmenn virða þann rétt. Þeir eiga ekki að tala beint við skjólstæðing án aðkomu viðkomandi lögmanns,“ segir Berglind. Fréttastofa hefur rætt við lögmenn sem segjast þreyttir á þessum vinnubrögðum, en telja það hins vegar ekki heillaskref að draga úr upplýsingagjöf. „Það er hægt að bregðast við ef sá sem telur á sig hallað af hálfu lögmanns. Þá getur viðkomandi ávallt sent kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna sem tekur á því og mun fjalla um það,“ segir Berglind, aðspurð um hvort Lögmannafélagið taki þessi mál til skoðunar.
Dómstólar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira