Tuttugu mínútna bið eftir bólusetninguna flækir málið Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 20:28 Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu. Lögreglan Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir flókið að skipuleggja bólusetningu við kórónuveirunni og horfa þurfi til ýmissa sviðsmynda. Eitt flækjustigið felist til dæmis í því að þeir sem eru bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Undirbúningur fyrir bólusetningu við kórónuveirunni er nú í fullum gangi hér á landi en vonir eru bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót. Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fyrst þurfi að tryggja aðgengi forgangshópa að bóluefni. „Þannig að þessa dagana erum við að kortleggja þessa forgangshópa og forskrá þá inn í okkar bólusetningarkerfi og vonum að við getum gert það fyrir miðjan desember,“ sagði Ragnheiður. Þá væri unnið að sviðsmyndum fyrir almenning, þ.e. þá sem ekki eru í forgangshópi, en bólusetning hér á landi væri þó enn háð mikilli óvissu. „Fyrir það fyrsta vitum við ekki hvenær bóluefnið kemur og síðan vitum við alls ekki hvað við fáum mikið magn í einu. Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður, og vísaði til skipulags sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur kynnti í dag. Hann sagði að skipulagið í Reykjavík yrði með svipuðu móti og í kosningum. Opnaðir yrðu bólusetningarstaðir í anda kjörstaða víða um borgina. Ef lítið bóluefni berst hins vegar til landsins fyrst um sinn er hægt að nýta húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut, þar sem sýnatökur við veirunni hafa farið fram undanfarna mánuði. Annað flækjustig felst í biðinni eftir bólusetninguna. Samkvæmt venjubundnu verklagi þurfa þeir sem eru bólusettir að sitja sem fastast í 20 mínútur eftir bólusetninguna. „Þetta flækir líka svolítið málið. Þetta er almennt verklag við bólusetningar. Það geta alltaf komið ofnæmisviðbrögð við bólusetningar. Þær eru mjög sjaldgæfar en þetta er verklag sem við viðhöfum, bæði í skólum og alls staðar þar sem við bólusetjum. Þannig að það flækir þetta líka svolítið, að við þurfum að taka tillit til þess, að fólkið bíði hjá okkur,“ sagði Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Undirbúningur fyrir bólusetningu við kórónuveirunni er nú í fullum gangi hér á landi en vonir eru bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót. Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fyrst þurfi að tryggja aðgengi forgangshópa að bóluefni. „Þannig að þessa dagana erum við að kortleggja þessa forgangshópa og forskrá þá inn í okkar bólusetningarkerfi og vonum að við getum gert það fyrir miðjan desember,“ sagði Ragnheiður. Þá væri unnið að sviðsmyndum fyrir almenning, þ.e. þá sem ekki eru í forgangshópi, en bólusetning hér á landi væri þó enn háð mikilli óvissu. „Fyrir það fyrsta vitum við ekki hvenær bóluefnið kemur og síðan vitum við alls ekki hvað við fáum mikið magn í einu. Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður, og vísaði til skipulags sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur kynnti í dag. Hann sagði að skipulagið í Reykjavík yrði með svipuðu móti og í kosningum. Opnaðir yrðu bólusetningarstaðir í anda kjörstaða víða um borgina. Ef lítið bóluefni berst hins vegar til landsins fyrst um sinn er hægt að nýta húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut, þar sem sýnatökur við veirunni hafa farið fram undanfarna mánuði. Annað flækjustig felst í biðinni eftir bólusetninguna. Samkvæmt venjubundnu verklagi þurfa þeir sem eru bólusettir að sitja sem fastast í 20 mínútur eftir bólusetninguna. „Þetta flækir líka svolítið málið. Þetta er almennt verklag við bólusetningar. Það geta alltaf komið ofnæmisviðbrögð við bólusetningar. Þær eru mjög sjaldgæfar en þetta er verklag sem við viðhöfum, bæði í skólum og alls staðar þar sem við bólusetjum. Þannig að það flækir þetta líka svolítið, að við þurfum að taka tillit til þess, að fólkið bíði hjá okkur,“ sagði Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05
Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00
Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01