Innlent

Bein útsending: Jarðarför Salmans Tamimi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Salman Tamimi var 65 ára þegar hann lést.
Salman Tamimi var 65 ára þegar hann lést.

Jarðarför Salmans Tamimi, forstöðumanns Félags múslima á Íslandi, fer fram í dag klukkan 12:30. Vegna samkomutakmarkana geta fáir verið viðstaddir jarðarförina en henni verður streymt, meðal annars hér á Vísi.

Salman, sem lést í faðmi fjölskyldu sinnar aðfaranótt 3. desember, fæddist 1. mars árið 1955 í Jerúsalem, Palestínu. Hann kom til Íslands 1971, þá 16 ára gamall.

Hann var á sjó og í byggingarvinnu í fyrstu en á seinni árum menntaði hann sig sem tölvunarfræðingur og vann lengst af hjá Borgarspítalanum, síðar Landspítalanum.

Áætlað var að streymið hæfist klukkan 12:30 en einhverjar tafir hafa orðið á streyminu.

Salman stofnaði Félag múslima á Íslandi árið 1997 og var formaður þess til fleiri ára. Hann var einnig stofnfélagi í Félaginu Ísland-Palestína og var ötull talsmaður réttinda Palestínumanna ásamt því að láta sig varða mannréttindi um víðan heim.

Eftirlifandi eiginkona hans er Ingibjörg Tamimi Sigurjónsdóttir. Hann lætur eftir sig 5 uppkomin börn, fósturson og 12 barnabörn ásamt stórri fjölskyldu í Palestínu og á Íslandi.

Fjölskylda Salmans lýsir honum sem miklum fjölskyldumanni, vinamörgum manni sem verði sárt saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×