Horfa má á málþingið í beinni útsendingu hér að neðan.
Dómur í málinu var kveðinn upp á þriðjudaginn þar sem yfirdeildin staðfesti einróma dóm undirdeildar dómstólsins þess efnis að skipan fjögurra dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.
Á málþinginu verður fjallað um forsendur og niðurstöður dómsins og hugsanleg viðbrögð við honum, bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Dagskrá hans má sjá hér að neðan.
Dagskrá:
Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor og héraðsdómari
Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður hjá Ríkislögmanni
Þórdís Ingadóttir, dósent
Fundarstjóri og þátttakandi í pallborðsumræðum:
Eiríkur Elís Þorláksson, dósent og deildarforseti lagadeildar HR
Þátttakandi í pallborðsumræðum:
Dr. Haukur Logi Karlsson, nýdoktor