Ábyrg stjórnvöld lagfæra annmarka, segir Katrín um dóm MDE Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 18:22 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er skýr um að málsmeðferð við skipan nýrra dómara við Landsrétt árið 2017 var ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu. Forsætisráðherra segir ómögulegt að breyta hinu liðna en að draga eigi lærdóm af málinu til framtíðar. „Þáverandi dómsmálaráðherra framkvæmdi ekki sjálfstæða rannsókn á þeim fjórum umsækjendum sem hún ákvað að skipa sem ekki voru í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfisnefnd mat hæfasta. Þessi sjónarmið komu skýrt fram í nefndaráliti minnihlutans á þeim tíma sem ég mælti fyrir. Þau varnaðarorð sem ég mælti fyrir hafa síðan ræst í dómum héraðsdóms og Hæstaréttar og nú síðast í dómi undir- og yfirdeildar Mannréttindadómstólsins,“ segir Katrín. „Í álitinu var bent á að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum og ekki virt andmælarétt. Ennfremur að ekki hefði verið vandað nægjanlega til verka í meðferð þingsins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði fengið óhóflega skamman tíma til skoðunar máls sem væri grundvallarmál og varðaði skipun nýs dómstóls sem falið væri mikilvægt hlutverk í dómskerfi landsins. Við í minnihlutanum lögðum til að málinu yrði frestað til að ráðherra gæfist kostur á að bæta úr ágöllum á málsmeðferð sinni en því var hafnað.“ Viðbrögð forsætisráðherra eru nokkuð önnur en Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem bæði hafa gert lítið úr mikilvægi dómsins og þeim lærdómum sem má draga af honum. „Mannréttindadómstóll Evrópu gegnir því veigamkila hlutverki að skera úr um það hvort að aðildarríki fylgi skuldbindingum sáttmálans um mannréttindi. Þegar dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd eða löggjöf hér á landi sé í ósamræmi við þessar skuldbindingar höfum við brugðist við með því að greina viðkomandi dóm og lagfæra annmarka til framtíðar litið. Þannig haga ábyrg stjórnvöld sér,“ segir Katrín. Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast Sjá meira
Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu. Forsætisráðherra segir ómögulegt að breyta hinu liðna en að draga eigi lærdóm af málinu til framtíðar. „Þáverandi dómsmálaráðherra framkvæmdi ekki sjálfstæða rannsókn á þeim fjórum umsækjendum sem hún ákvað að skipa sem ekki voru í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfisnefnd mat hæfasta. Þessi sjónarmið komu skýrt fram í nefndaráliti minnihlutans á þeim tíma sem ég mælti fyrir. Þau varnaðarorð sem ég mælti fyrir hafa síðan ræst í dómum héraðsdóms og Hæstaréttar og nú síðast í dómi undir- og yfirdeildar Mannréttindadómstólsins,“ segir Katrín. „Í álitinu var bent á að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum og ekki virt andmælarétt. Ennfremur að ekki hefði verið vandað nægjanlega til verka í meðferð þingsins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði fengið óhóflega skamman tíma til skoðunar máls sem væri grundvallarmál og varðaði skipun nýs dómstóls sem falið væri mikilvægt hlutverk í dómskerfi landsins. Við í minnihlutanum lögðum til að málinu yrði frestað til að ráðherra gæfist kostur á að bæta úr ágöllum á málsmeðferð sinni en því var hafnað.“ Viðbrögð forsætisráðherra eru nokkuð önnur en Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem bæði hafa gert lítið úr mikilvægi dómsins og þeim lærdómum sem má draga af honum. „Mannréttindadómstóll Evrópu gegnir því veigamkila hlutverki að skera úr um það hvort að aðildarríki fylgi skuldbindingum sáttmálans um mannréttindi. Þegar dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd eða löggjöf hér á landi sé í ósamræmi við þessar skuldbindingar höfum við brugðist við með því að greina viðkomandi dóm og lagfæra annmarka til framtíðar litið. Þannig haga ábyrg stjórnvöld sér,“ segir Katrín.
Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast Sjá meira
„Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20
Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu