Ábyrg stjórnvöld lagfæra annmarka, segir Katrín um dóm MDE Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 18:22 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er skýr um að málsmeðferð við skipan nýrra dómara við Landsrétt árið 2017 var ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu. Forsætisráðherra segir ómögulegt að breyta hinu liðna en að draga eigi lærdóm af málinu til framtíðar. „Þáverandi dómsmálaráðherra framkvæmdi ekki sjálfstæða rannsókn á þeim fjórum umsækjendum sem hún ákvað að skipa sem ekki voru í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfisnefnd mat hæfasta. Þessi sjónarmið komu skýrt fram í nefndaráliti minnihlutans á þeim tíma sem ég mælti fyrir. Þau varnaðarorð sem ég mælti fyrir hafa síðan ræst í dómum héraðsdóms og Hæstaréttar og nú síðast í dómi undir- og yfirdeildar Mannréttindadómstólsins,“ segir Katrín. „Í álitinu var bent á að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum og ekki virt andmælarétt. Ennfremur að ekki hefði verið vandað nægjanlega til verka í meðferð þingsins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði fengið óhóflega skamman tíma til skoðunar máls sem væri grundvallarmál og varðaði skipun nýs dómstóls sem falið væri mikilvægt hlutverk í dómskerfi landsins. Við í minnihlutanum lögðum til að málinu yrði frestað til að ráðherra gæfist kostur á að bæta úr ágöllum á málsmeðferð sinni en því var hafnað.“ Viðbrögð forsætisráðherra eru nokkuð önnur en Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem bæði hafa gert lítið úr mikilvægi dómsins og þeim lærdómum sem má draga af honum. „Mannréttindadómstóll Evrópu gegnir því veigamkila hlutverki að skera úr um það hvort að aðildarríki fylgi skuldbindingum sáttmálans um mannréttindi. Þegar dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd eða löggjöf hér á landi sé í ósamræmi við þessar skuldbindingar höfum við brugðist við með því að greina viðkomandi dóm og lagfæra annmarka til framtíðar litið. Þannig haga ábyrg stjórnvöld sér,“ segir Katrín. Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu. Forsætisráðherra segir ómögulegt að breyta hinu liðna en að draga eigi lærdóm af málinu til framtíðar. „Þáverandi dómsmálaráðherra framkvæmdi ekki sjálfstæða rannsókn á þeim fjórum umsækjendum sem hún ákvað að skipa sem ekki voru í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfisnefnd mat hæfasta. Þessi sjónarmið komu skýrt fram í nefndaráliti minnihlutans á þeim tíma sem ég mælti fyrir. Þau varnaðarorð sem ég mælti fyrir hafa síðan ræst í dómum héraðsdóms og Hæstaréttar og nú síðast í dómi undir- og yfirdeildar Mannréttindadómstólsins,“ segir Katrín. „Í álitinu var bent á að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum og ekki virt andmælarétt. Ennfremur að ekki hefði verið vandað nægjanlega til verka í meðferð þingsins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði fengið óhóflega skamman tíma til skoðunar máls sem væri grundvallarmál og varðaði skipun nýs dómstóls sem falið væri mikilvægt hlutverk í dómskerfi landsins. Við í minnihlutanum lögðum til að málinu yrði frestað til að ráðherra gæfist kostur á að bæta úr ágöllum á málsmeðferð sinni en því var hafnað.“ Viðbrögð forsætisráðherra eru nokkuð önnur en Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem bæði hafa gert lítið úr mikilvægi dómsins og þeim lærdómum sem má draga af honum. „Mannréttindadómstóll Evrópu gegnir því veigamkila hlutverki að skera úr um það hvort að aðildarríki fylgi skuldbindingum sáttmálans um mannréttindi. Þegar dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd eða löggjöf hér á landi sé í ósamræmi við þessar skuldbindingar höfum við brugðist við með því að greina viðkomandi dóm og lagfæra annmarka til framtíðar litið. Þannig haga ábyrg stjórnvöld sér,“ segir Katrín.
Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
„Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20
Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20