Sport

Anníe Mist: Leitaðu uppi veikleikana þína og nýttu þér þá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir vill vita hvar hún þarf helst að bæta sig og notar tæknina til að komast að því.
Anníe Mist Þórisdóttir vill vita hvar hún þarf helst að bæta sig og notar tæknina til að komast að því. Instagram/@anniethorisdottir

Anníe Mist Þórisdóttir lætur vísindin vinna með sér til á leið sinni að því að komast í betra form fyrir hennar fyrsta CrossFit tímbil eftir að hún varð mamma.

Íslenska CrossFit drottningin Anníe Mist Þórisdóttir segir það mikilvægt að flýja ekki veikleika sína því þá verður aldrei hægt að vinna markvisst að því að bæta þá.

Anníe Mist er frábær fyrirmynd fyrir alla og ekki síst íþróttafólk sem vill finna leiðir til að bæta sig. Þess vegna er mikið gagn og gaman af því að fá góð ráð frá íslensku CrossFit goðsögninni.Í nýjustu færslu sinni þá fer Anníe Mist yfir það hvernig hún notar tækni og vísindi til að fylgjast betur með.

Anníe Mist segir frá því hvernig hún mælir stöðuna á sér til að fylgjast enn betur með því hvort hún sé ekki örugglega á leiðinni í rétta átt.

„Þú þarft mælipunkta sem gefa þér tækifæri til að fylgjast með stöðunni á hlutlægan hátt. Það er auðvelt að sjá hluti eins og endurtekningar og þyngdir en það er mun erfiðara að fylgjast með því sem er að gerast inn í líkamanum,“ skrifaði Anníe Mist í pistli sínum.

Anníe Mist nýtir sér tækni PNOĒ til að finna réttar áskoranir fyrir sig þegar kemur á því að mæla súrefnisupptökuna hjá sér og annað tengt því.

„Ég vinn markvisst af því að bæta heildarárangur minn. Það er ekkert betra en að framkvæma próf á sér, æfa síðan vel til að vera fljótari og sterkari, og sjá árangurinn þeirra æfinga svart á hvítu í öðru prófi sem sannar hvað þú lagðir mikið á þig,“ skrifaði Anníe Mist.

„Ég var með asma þegar ég var krakki og súrefnisinntakan mín er því takmörkuð. Ég hef lært að vinna með það en það þýðir ekki að ég reyni ekki að verða enn betri ef möguleiki er á því,“ skrifaði Anníe Mist.

„Leitaðu upp veikleika þína því þar liggja möguleikar til að verða betri. Ekki flýja veikleikana,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×