Segir að eitthvað þurfi að láta undan: „Erum sett undir sama hatt og skokkhópar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. desember 2020 19:01 Róbert líst ekki á blikuna og segir að eitthvað þurfi að láta undan. STÖÐ 2 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að hljóðið í hreyfingunni sé ekki gott eftir tíðindi dagsins en þar var tilkynnt að æfinga- og keppnisleyfi verður áfram við lýði hér á Íslandi. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að hljóðið í hreyfingunni sé ekki gott eftir tíðindi dagsins en þar var tilkynnt að æfinga- og keppnisleyfi verður áfram við lýði hér á Íslandi. Róbert Geir ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins en ljóst er að enginn handbolti verður spilaður á Íslandi út árið 2020 og sárafáar umferðir hafa farið fram síðan í mars. „Þetta eru vissulega vonbrigði. Við vorum búin að fá að vonast til þess að æfa og gerðum ráð fyrir því að það yrðu einhverjar afléttingar, sér í lagi ef þú horfir til ungmennanna á framhaldsskólaaldri,“ sagði Róbert í samtali við Gaupa. „Það verður að viðurkennast að þessi niðurstaða er veruleg vonbrigði og við sjáum ekki rökin fyrir því að afreks- og almennings íþróttir séu settir undir sama hatt. Því miður.“ Róbert segir að ramminn sem hægt verði að spila þrengist og þrengist. „Það er algjör óvissa. Þessar reglur gilda í viku og við vonumst eftir að við fáum afléttingu í næstu viku og getum byrjað að æfa í desember. Þá gætum við vonast til þess að spila aftur í janúar en tímaramminn minnkar eftir því sem tíminn líður. Á endanum þarf eitthvað að láta undan.“ Klippa: Sportpakkinn - Róbert Geir Gíslason „Við höfum notað desembermánuð til þess að teikna þetta aðeins upp og þurfum að bíða eftir niðurstöðu næstu viku hvað verður um mótahaldið okkar. Ramminn er orðinn verulega þungur og það er ljóst.“ Aðspurður um hvenær hægt verði að spila segir Róbert að því sé erfitt að svara því félögin þurfi sinn undirbúning. „Það fer eftir því hvenær við fáum að byrja að æfa. Það er stóra spurningin í þessu öllu saman. Við höfum enn ekki fengið þau svör. Hvenær geta æfingar hafist? Við þurfum að æfa í rúmlega þrjár vikur til þess að byrja spila. Ef við fáum ekki að æfa fyrr en í byrjun janúar er ljóst að við spilum ekki fyrr en í lok janúar.“ „Það er ekki horft á sérstöðu afreksíþrótta og þær sóttvarnar ráðstafanir sem við höfum sett fram. Því er staðan eins og hún er. Við erum sett undir sama hatt og raunverulega skokkhópar og þeir sem hittast meðal almennings.“ Allt viðtalið við Róbert má sjá hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Var búinn að gefa grænt ljós á íþróttaæfingar fullorðinna fyrir bakslagið Íslenskar íþróttir voru svo nálægt því að fá að koma inn úr kuldanum en allt breyttist þetta með slæmum smittölum undanfarna daga. 1. desember 2020 14:29 Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01 Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06 KKÍ og HSÍ gefa það bæði út að ekki verði spilað meira á árinu 2020 Það verða ekki spilaðir fleiri leikir í Domino´s deildunum í körfubolta eða Olís deildunum í handbolta á árinu 2020 en þær hafa allar legið í dvala síðan í byrjun október. 1. desember 2020 15:08 Æfinga- og keppnisbann enn við lýði Gildandi sóttvarnareglur hafa verið framlengdar til 9. desember. Það þýðir m.a. áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki. 1. desember 2020 12:05 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að hljóðið í hreyfingunni sé ekki gott eftir tíðindi dagsins en þar var tilkynnt að æfinga- og keppnisleyfi verður áfram við lýði hér á Íslandi. Róbert Geir ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins en ljóst er að enginn handbolti verður spilaður á Íslandi út árið 2020 og sárafáar umferðir hafa farið fram síðan í mars. „Þetta eru vissulega vonbrigði. Við vorum búin að fá að vonast til þess að æfa og gerðum ráð fyrir því að það yrðu einhverjar afléttingar, sér í lagi ef þú horfir til ungmennanna á framhaldsskólaaldri,“ sagði Róbert í samtali við Gaupa. „Það verður að viðurkennast að þessi niðurstaða er veruleg vonbrigði og við sjáum ekki rökin fyrir því að afreks- og almennings íþróttir séu settir undir sama hatt. Því miður.“ Róbert segir að ramminn sem hægt verði að spila þrengist og þrengist. „Það er algjör óvissa. Þessar reglur gilda í viku og við vonumst eftir að við fáum afléttingu í næstu viku og getum byrjað að æfa í desember. Þá gætum við vonast til þess að spila aftur í janúar en tímaramminn minnkar eftir því sem tíminn líður. Á endanum þarf eitthvað að láta undan.“ Klippa: Sportpakkinn - Róbert Geir Gíslason „Við höfum notað desembermánuð til þess að teikna þetta aðeins upp og þurfum að bíða eftir niðurstöðu næstu viku hvað verður um mótahaldið okkar. Ramminn er orðinn verulega þungur og það er ljóst.“ Aðspurður um hvenær hægt verði að spila segir Róbert að því sé erfitt að svara því félögin þurfi sinn undirbúning. „Það fer eftir því hvenær við fáum að byrja að æfa. Það er stóra spurningin í þessu öllu saman. Við höfum enn ekki fengið þau svör. Hvenær geta æfingar hafist? Við þurfum að æfa í rúmlega þrjár vikur til þess að byrja spila. Ef við fáum ekki að æfa fyrr en í byrjun janúar er ljóst að við spilum ekki fyrr en í lok janúar.“ „Það er ekki horft á sérstöðu afreksíþrótta og þær sóttvarnar ráðstafanir sem við höfum sett fram. Því er staðan eins og hún er. Við erum sett undir sama hatt og raunverulega skokkhópar og þeir sem hittast meðal almennings.“ Allt viðtalið við Róbert má sjá hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Var búinn að gefa grænt ljós á íþróttaæfingar fullorðinna fyrir bakslagið Íslenskar íþróttir voru svo nálægt því að fá að koma inn úr kuldanum en allt breyttist þetta með slæmum smittölum undanfarna daga. 1. desember 2020 14:29 Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01 Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06 KKÍ og HSÍ gefa það bæði út að ekki verði spilað meira á árinu 2020 Það verða ekki spilaðir fleiri leikir í Domino´s deildunum í körfubolta eða Olís deildunum í handbolta á árinu 2020 en þær hafa allar legið í dvala síðan í byrjun október. 1. desember 2020 15:08 Æfinga- og keppnisbann enn við lýði Gildandi sóttvarnareglur hafa verið framlengdar til 9. desember. Það þýðir m.a. áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki. 1. desember 2020 12:05 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Var búinn að gefa grænt ljós á íþróttaæfingar fullorðinna fyrir bakslagið Íslenskar íþróttir voru svo nálægt því að fá að koma inn úr kuldanum en allt breyttist þetta með slæmum smittölum undanfarna daga. 1. desember 2020 14:29
Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01
Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06
KKÍ og HSÍ gefa það bæði út að ekki verði spilað meira á árinu 2020 Það verða ekki spilaðir fleiri leikir í Domino´s deildunum í körfubolta eða Olís deildunum í handbolta á árinu 2020 en þær hafa allar legið í dvala síðan í byrjun október. 1. desember 2020 15:08
Æfinga- og keppnisbann enn við lýði Gildandi sóttvarnareglur hafa verið framlengdar til 9. desember. Það þýðir m.a. áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki. 1. desember 2020 12:05