Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. desember 2020 16:23 Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í. Lög um sérstakan endurupptökudómstól tóku gildi í dag, 1. desember. Málsaðilar munu þannig geta borið mál sín undir Endurupptökudóminn, telji þeir ástæðu til. Það kemur síðan til kasta Endurupptökudóms að meta hvort málin uppfylli skilyrði um endurupptöku. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að umgjörð dómsins sé tilbúin. Nú eigi aðeins eftir að skipa í dóminn. Hún kveðst binda vonir við að hann geti tekið til starfa fljótlega á nýju ári þegar hann hefur verið fullskipaður. Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfesti í morgun dóm réttarins í Landsréttarmálinu svokallaða.Vísir/EPA Niðurstöður alþjóðlegra dómstóla geta talist ný gögn Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild háskóla Íslands, segir að engin skylda hvíli á íslenska ríkinu til að endurupptaka málin. Hún segir margt benda til þess að ný lög um Endurupptökudóm muni liðka fyrir þeim skilyrðum sem uppfylla verður til að aðilar málanna fái í gegn endurupptöku mála sinna. „Það er aðeins búið að breyta skilyrðunum frá því sem var áður þegar endurupptökunefnd var með þetta og svo Hæstiréttur og dómstólarnir áður. Nú er gefið í skyn að niðurstöður alþjóðlegra dómstóla geti talist ný gögn eða nýjar upplýsingar. Og það er náttúrulega skilyrði að það séu ný gögn eða upplýsingar sem bendi til þess að málsatvikin hafi verið önnur. Lykilatriðið er að það geti haft þær afleiðingar að þær breyti niðurstöðunni“. Áttu von á holskeflu mála sem munu koma til kasta Endurupptökudóms eða er erfitt að spá fyrir um framhaldið? „Það er óskaplega erfitt að meta þetta. Þetta eru alls ekki mörg mál í sjálfu sér, alls ekki. Væntanlega eru sumir sáttir við sína niðurstöðu. Það er ómögulegt að segja. […] Ég efast um að þetta verði einhver holskefla, ég get ekki ímyndað mér það.“ Dómstólar Tengdar fréttir Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Lög um sérstakan endurupptökudómstól tóku gildi í dag, 1. desember. Málsaðilar munu þannig geta borið mál sín undir Endurupptökudóminn, telji þeir ástæðu til. Það kemur síðan til kasta Endurupptökudóms að meta hvort málin uppfylli skilyrði um endurupptöku. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að umgjörð dómsins sé tilbúin. Nú eigi aðeins eftir að skipa í dóminn. Hún kveðst binda vonir við að hann geti tekið til starfa fljótlega á nýju ári þegar hann hefur verið fullskipaður. Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfesti í morgun dóm réttarins í Landsréttarmálinu svokallaða.Vísir/EPA Niðurstöður alþjóðlegra dómstóla geta talist ný gögn Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild háskóla Íslands, segir að engin skylda hvíli á íslenska ríkinu til að endurupptaka málin. Hún segir margt benda til þess að ný lög um Endurupptökudóm muni liðka fyrir þeim skilyrðum sem uppfylla verður til að aðilar málanna fái í gegn endurupptöku mála sinna. „Það er aðeins búið að breyta skilyrðunum frá því sem var áður þegar endurupptökunefnd var með þetta og svo Hæstiréttur og dómstólarnir áður. Nú er gefið í skyn að niðurstöður alþjóðlegra dómstóla geti talist ný gögn eða nýjar upplýsingar. Og það er náttúrulega skilyrði að það séu ný gögn eða upplýsingar sem bendi til þess að málsatvikin hafi verið önnur. Lykilatriðið er að það geti haft þær afleiðingar að þær breyti niðurstöðunni“. Áttu von á holskeflu mála sem munu koma til kasta Endurupptökudóms eða er erfitt að spá fyrir um framhaldið? „Það er óskaplega erfitt að meta þetta. Þetta eru alls ekki mörg mál í sjálfu sér, alls ekki. Væntanlega eru sumir sáttir við sína niðurstöðu. Það er ómögulegt að segja. […] Ég efast um að þetta verði einhver holskefla, ég get ekki ímyndað mér það.“
Dómstólar Tengdar fréttir Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21
Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04
Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08