Einhleypan: „Einstaklega krefjandi að búa ein á þessum skrýtnu tímum“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. desember 2020 21:14 Jóhanna er tilbúin að gera málamiðlanir varðandi stefnumót nú á Covid tímum og segir hún pylsu á Bæjarins bestu í gulri viðvörun koma vel til greina. Aðsend mynd Vinir hennar myndu kalla hana gula partý-viðvörun og hrók alls fagnaðar en sjálf titlar hún sig sem landsbyggðarkonu, ástríðufullan kökubakara og stemmningskonu með hússtjórnarpróf uppá vasann. Jóhanna Stefánsdóttir er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Jóhanna starfar á Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landsspítalans og stundar meðfram því nám í heilbrigðisgagnafræðum í Háskóla Íslands. Á þessum Covid tímum stytti ég mér stundir við það að baka kökur, hekla, fara í göngutúra og mæta í fjarpöbbkviss með vinkonum mínum. Svo er það jólafrí á Ísafirði með fjölskyldunni minni, þar er best að vera. Jóhanna segir það mikla áskorun að vera mikið heima fyrir vegna Covid-faraldursins. „Ég er afskaplega lélegur deitari svo ég finn ekki mikinn mun á því að vera einhleyp nú sem áður. Skömm að þessu, þarf að bæta mig. Það sem ég finn mest fyrir er að vera svona mikið heima fyrir, það er mér ekki eðlislegt. Held að það sé líka einstaklega krefjandi að búa ein(n) á þessum skrýtnu tímum.“ Einhleypa vikunnar er að eigin sögn skuggalega ratvís en afskaplega léleg að fara á stefnumót. Aðsend mynd Fáum að kynnast Einhleypu Makamála aðeins betur. Nafn? Jóhanna Stefánsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? JS, Jozie og Sherlock Holmes. Aldur í árum? 28 ára. Aldur í anda? 18 ára going on 80 ára. Menntun? Stúdentspróf og hússtjórnarpróf. Stunda nú nám í heilbrigðisgagnafræði við Háskóla Íslands. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Brosandi með búbblur eða Confetti! Guilty pleasure kvikmynd? Top Gun. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Nathan Scott í One Tree Hill, klárt mál og Luke Perry þegar hann lék í Beverly Hills 90210. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Undirrituð gerir það einstaka sinnum. Syngur þú í sturtu? Já, syng og dansa við lög af sturtu-lagalistanum mínum. Uppáhaldsappið þitt? Asos-appið og Spotify. Ertu á Tinder? Nei, ekki í dag en kannski á morgun. Jóhanna er ekki á neinum stefnumótaforritum en útilokar ekki að það muni breytast. Aðsend mynd Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Jákvæð, kostuleg og litrík. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Gul partí viðvörun eða Hrókur alls fagnaðar. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Að taka lífinu ekki of alvarlega en kunna milliveginn. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Neikvæðni og þröngsýni. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Höfrungur eða Fönix. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Díana prinsessa, Florence Nightingale og Jim Parsons. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Er skuggalega ratvís. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara á tónleika, baka kökur og halda gott partý fyrir alla vini mína. Þrái eitt svoleiðis partý akkúrat núna. Jóhanna elskar að baka kökur fyrir vini sína og halda góð partí. Aðsend mynd Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mjög mikið lúxusvandamál en það er að skafa af bílnum. Ertu A eða B týpa? Mesta B týpa sem hægt er að finna en dreymir um að vera A týpa. Hvernig viltu eggin þín? Í páskagír. Elska páskaegg og páskana. Hvernig viltu kaffið þitt? Í kökudeigi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Best er að fara í happy hour og láta kvöldið koma sér á óvart. Akkúrat núna væri ég hinsvegar til í eitt gott ball á Ísafirði eða bara hvar sem er. Happy hour eða gott ball á Ísafirði er eitthvað sem Jóhanna segist þrá þessa dagana. Aðsend mynd Ertu með bucket lista? Nei, markmiðið er bara að hafa gaman og búa til góðar minningar. Draumastefnumótið? Í draumaheimi væri það út að borða og góðir tónleikar eftir á. Hinsvegar í þessu Covid ástandi væri ég bara til í pylsu á Bæjarins bestu í gulri viðvörun sem myndi enda með kósý spjalli. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Fullt af þeim, það er bókað mál. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Horfði síðast á The Crown á Netflix. Hvaða bók lastu síðast? Bókin Genetics for dummies er síðasta bók sem ég las. Hvað er Ást? Furðulegt og flókið fyrirbæri. Mikilvægast er samt að elska okkur sjálf áður en við elskum aðra. Markmiðið í lífinu segir Jóhanna er að hafa gaman og búa til góðar minningar. Aðsend mynd Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Jóhönnu hér. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Stefnumótaáskorun á aðventunni Sumir eru mjög iðnir við að finna sér tilefni til þess að gera sér dagamun. Fólkið sem heldur upp á alla dagana og öll afmælin. Valentínusardaginn, konu- og bóndadaginn eða mæðra- og feðradaginn og guð má vita hvað. Svo eru það aðrir sem fussa og sveia yfir svona óþarfa tilstandi. 30. nóvember 2020 21:25 „Þessum pistli er ætlað að vera hvatningarpistill til karla“ Andrea er félagsfræðingur og lektor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Hún ásamt samstarfskonu sinni Valgerði S. Bjarnadóttir, nýdoktor við Háskóla Íslands hefur að undanförnu verið að vinna að rannsókn á breytingum á heimilislífi á tímum Covid-19 sérstaklega hvað varðar áhrif samkomutakmarkana á fjölskyldulíf og verkaskiptingu. 26. nóvember 2020 21:28 Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Þúsundþjalasmiðurinn, ævintýramaðurinn og hlaðvarpskóngurinn Helgi Jean er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Sjálfur lýsir hann sér sem hógværum, brilljant snilling en vinir hans segja hann besta vin heimsins. 25. nóvember 2020 21:02 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Jóhanna starfar á Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landsspítalans og stundar meðfram því nám í heilbrigðisgagnafræðum í Háskóla Íslands. Á þessum Covid tímum stytti ég mér stundir við það að baka kökur, hekla, fara í göngutúra og mæta í fjarpöbbkviss með vinkonum mínum. Svo er það jólafrí á Ísafirði með fjölskyldunni minni, þar er best að vera. Jóhanna segir það mikla áskorun að vera mikið heima fyrir vegna Covid-faraldursins. „Ég er afskaplega lélegur deitari svo ég finn ekki mikinn mun á því að vera einhleyp nú sem áður. Skömm að þessu, þarf að bæta mig. Það sem ég finn mest fyrir er að vera svona mikið heima fyrir, það er mér ekki eðlislegt. Held að það sé líka einstaklega krefjandi að búa ein(n) á þessum skrýtnu tímum.“ Einhleypa vikunnar er að eigin sögn skuggalega ratvís en afskaplega léleg að fara á stefnumót. Aðsend mynd Fáum að kynnast Einhleypu Makamála aðeins betur. Nafn? Jóhanna Stefánsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? JS, Jozie og Sherlock Holmes. Aldur í árum? 28 ára. Aldur í anda? 18 ára going on 80 ára. Menntun? Stúdentspróf og hússtjórnarpróf. Stunda nú nám í heilbrigðisgagnafræði við Háskóla Íslands. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Brosandi með búbblur eða Confetti! Guilty pleasure kvikmynd? Top Gun. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Nathan Scott í One Tree Hill, klárt mál og Luke Perry þegar hann lék í Beverly Hills 90210. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Undirrituð gerir það einstaka sinnum. Syngur þú í sturtu? Já, syng og dansa við lög af sturtu-lagalistanum mínum. Uppáhaldsappið þitt? Asos-appið og Spotify. Ertu á Tinder? Nei, ekki í dag en kannski á morgun. Jóhanna er ekki á neinum stefnumótaforritum en útilokar ekki að það muni breytast. Aðsend mynd Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Jákvæð, kostuleg og litrík. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Gul partí viðvörun eða Hrókur alls fagnaðar. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Að taka lífinu ekki of alvarlega en kunna milliveginn. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Neikvæðni og þröngsýni. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Höfrungur eða Fönix. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Díana prinsessa, Florence Nightingale og Jim Parsons. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Er skuggalega ratvís. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara á tónleika, baka kökur og halda gott partý fyrir alla vini mína. Þrái eitt svoleiðis partý akkúrat núna. Jóhanna elskar að baka kökur fyrir vini sína og halda góð partí. Aðsend mynd Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mjög mikið lúxusvandamál en það er að skafa af bílnum. Ertu A eða B týpa? Mesta B týpa sem hægt er að finna en dreymir um að vera A týpa. Hvernig viltu eggin þín? Í páskagír. Elska páskaegg og páskana. Hvernig viltu kaffið þitt? Í kökudeigi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Best er að fara í happy hour og láta kvöldið koma sér á óvart. Akkúrat núna væri ég hinsvegar til í eitt gott ball á Ísafirði eða bara hvar sem er. Happy hour eða gott ball á Ísafirði er eitthvað sem Jóhanna segist þrá þessa dagana. Aðsend mynd Ertu með bucket lista? Nei, markmiðið er bara að hafa gaman og búa til góðar minningar. Draumastefnumótið? Í draumaheimi væri það út að borða og góðir tónleikar eftir á. Hinsvegar í þessu Covid ástandi væri ég bara til í pylsu á Bæjarins bestu í gulri viðvörun sem myndi enda með kósý spjalli. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Fullt af þeim, það er bókað mál. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Horfði síðast á The Crown á Netflix. Hvaða bók lastu síðast? Bókin Genetics for dummies er síðasta bók sem ég las. Hvað er Ást? Furðulegt og flókið fyrirbæri. Mikilvægast er samt að elska okkur sjálf áður en við elskum aðra. Markmiðið í lífinu segir Jóhanna er að hafa gaman og búa til góðar minningar. Aðsend mynd Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Jóhönnu hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Stefnumótaáskorun á aðventunni Sumir eru mjög iðnir við að finna sér tilefni til þess að gera sér dagamun. Fólkið sem heldur upp á alla dagana og öll afmælin. Valentínusardaginn, konu- og bóndadaginn eða mæðra- og feðradaginn og guð má vita hvað. Svo eru það aðrir sem fussa og sveia yfir svona óþarfa tilstandi. 30. nóvember 2020 21:25 „Þessum pistli er ætlað að vera hvatningarpistill til karla“ Andrea er félagsfræðingur og lektor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Hún ásamt samstarfskonu sinni Valgerði S. Bjarnadóttir, nýdoktor við Háskóla Íslands hefur að undanförnu verið að vinna að rannsókn á breytingum á heimilislífi á tímum Covid-19 sérstaklega hvað varðar áhrif samkomutakmarkana á fjölskyldulíf og verkaskiptingu. 26. nóvember 2020 21:28 Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Þúsundþjalasmiðurinn, ævintýramaðurinn og hlaðvarpskóngurinn Helgi Jean er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Sjálfur lýsir hann sér sem hógværum, brilljant snilling en vinir hans segja hann besta vin heimsins. 25. nóvember 2020 21:02 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Stefnumótaáskorun á aðventunni Sumir eru mjög iðnir við að finna sér tilefni til þess að gera sér dagamun. Fólkið sem heldur upp á alla dagana og öll afmælin. Valentínusardaginn, konu- og bóndadaginn eða mæðra- og feðradaginn og guð má vita hvað. Svo eru það aðrir sem fussa og sveia yfir svona óþarfa tilstandi. 30. nóvember 2020 21:25
„Þessum pistli er ætlað að vera hvatningarpistill til karla“ Andrea er félagsfræðingur og lektor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Hún ásamt samstarfskonu sinni Valgerði S. Bjarnadóttir, nýdoktor við Háskóla Íslands hefur að undanförnu verið að vinna að rannsókn á breytingum á heimilislífi á tímum Covid-19 sérstaklega hvað varðar áhrif samkomutakmarkana á fjölskyldulíf og verkaskiptingu. 26. nóvember 2020 21:28
Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Þúsundþjalasmiðurinn, ævintýramaðurinn og hlaðvarpskóngurinn Helgi Jean er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Sjálfur lýsir hann sér sem hógværum, brilljant snilling en vinir hans segja hann besta vin heimsins. 25. nóvember 2020 21:02