Blettatígurinn smjattaði á bombum Mahomes og Brady er áfram í basli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2020 14:00 Tyreek Hill kominn á fleygiferð og með boltann. Þá nær honum enginn enda er kappinn byrjaður að fagna snertimarkinu sínu. AP/Mark LoMoglio Tom Brady gat ekki gert ekki meira en að bjarga andlitinu í lokin á móti nýja kónginum í NFL-deildinni eftir að Kansas City Chiefs komst í 17-0. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers þurfa að fara að passa sig ef þetta NFL-tímabil á ekki að renna út í sandinn. Stórleikurinn á móti meisturum Kansas City Chiefs endaði ekki vel. Einvígi Patrick Mahomes og Tom Brady í NFL-deildinni í gær var mjög einhliða. Það munaði kannski ekki miklu í lokin en sigurinn var aldrei í hættu eftir upprúllun í fyrri hálfleiknum. Kansas City Chiefs vann leikinn á móti Tampa Bay Buccaneers 27-24 en Chiefs liðið skoraði sautján fyrstu stig leiksins en Buccaneers liðið þau fjórtán síðustu. Það var einkum samvinna tveggja manna sem gerði út leikinn því leikstjórnandinn Patrick Mahomes og útherjinn Tyreek Hill voru í miklum ham. MAHOMES TO TYREEK. 75 YARDS. #ChiefsKingdom : #KCvsTB on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/eTeTQUzogq pic.twitter.com/Xf6qKOCJ7l— NFL (@NFL) November 29, 2020 Tyreek Hill hefur gælunafnið Blettatígurinn og sýndi og sannað af hverju í gær. Hann skoraði þrjú snertimörk í leiknum þar af komu tvö þau fyrstu eftir 75 yarda og 44 yarda bombur frá Patrick Mahomes. Hill greip þrettán bolta í leiknum og alls fyrir 269 jarda. Tyreek Hill náði meira en tvö hundruð jördum í fyrri hálfleiknum og er aðeins sá þriðji í NFL-deildinni til að ná því frá árinu 1980. Kansas City Chiefs liðið er á frábæru skriði en þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Liðið hefur unnið 10 af 11 leikjum sínum á leiktíðinni. .@KingHenry_2 has 140 yards rushing and THREE TDs.We're still in the 2nd quarter. : #TENvsIND on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/bEHwkuL043 pic.twitter.com/ccOEokLod9— NFL (@NFL) November 29, 2020 Það er allt aðra sögu á segja af Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers sem byrjuðu samt svipað vel. Liðið tapaði þarna í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum. New Orleans Saints er líka í flottum málum eftir 31-3 sigur á leikstjórnandalausu liði Denver Broncos. Dýrlingarnir unnu áttunda leikinn í röð og eru efstir í Þjóðardeildinni með níu sigra í ellefu leikjum. Saints er í sama riðli og Buccaneers og er nú með tvo fleiri sigra en Brady og félagar. .@LataviusM makes one move and is GONE. #Saints : #NOvsDEN on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/eTeTQUzogq pic.twitter.com/4eFVbO3KwZ— NFL (@NFL) November 29, 2020 Chicago Bears tapaði aftur á móti fimmta leiknum í röð á móti Green Bay Packers en Birnirnir unnu fimm af fyrstu sex leikjum sínum. Green Bay Packers er á toppi riðilsins og í öðru sæti í Þjóðardeildinni með átta sigra í ellefu leikjum. New York Giants vann sinn þriðja leik í röð og er nú í efsta sæti í hinum stórfurðulega Austurriðli Þjóðardeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins unnið 4 af 11 leikjum sínum. Tennessee Titans er komið upp fyrir Indianapolis Colts og í fyrsta sætið í suðurriðli Ameríkudeildarinnar efrtir 45-26 sigur í innbyrðis leik liðanna. Hlauparinn Derrick Henry átti enn einn stórleikinn en nú með því að skora þrjú snertimörk og hlaupa 178 jarda með boltann. FINAL: The @packers improve to 8-3 on @AaronRodgers12's four TD passes! #GoPackGo #CHIvsGB (by @Lexus) pic.twitter.com/U4vCQ6RUlw— NFL (@NFL) November 30, 2020 GOOD AS GOULD. @49ers win it! #FTTB #SFvsLAR pic.twitter.com/jW9DTFKX2y— NFL (@NFL) November 30, 2020 Hér fyrir neðan má sjá öll úrslitin í NFL-deildinni í gær. Green Bay Packers - Chicago Bears 41-25 Atlanta Falcons - Las Vegas Raiders 43-6 Buffalo Bills - Los Angeles Chargers 27-17 Cincinnati Bengals - New York Giants 17-19 Indianapolis Colts - Tennessee Titans 26-45 Jacksonville Jaguars - Cleveland Browns 25-27 Minnesota Vikings - Carolina Panthers 28-27 New England Patriots - Arizona Cardinals 20-17 New York Jets - Miami Dolphins 3-20 Denver Broncos - New Orleans Saints 3-31 Los Angeles Rams - San Francisco 49ers 20-23 T ampa Bay Buccaneers - Kansas City Chiefs 24-27 NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers þurfa að fara að passa sig ef þetta NFL-tímabil á ekki að renna út í sandinn. Stórleikurinn á móti meisturum Kansas City Chiefs endaði ekki vel. Einvígi Patrick Mahomes og Tom Brady í NFL-deildinni í gær var mjög einhliða. Það munaði kannski ekki miklu í lokin en sigurinn var aldrei í hættu eftir upprúllun í fyrri hálfleiknum. Kansas City Chiefs vann leikinn á móti Tampa Bay Buccaneers 27-24 en Chiefs liðið skoraði sautján fyrstu stig leiksins en Buccaneers liðið þau fjórtán síðustu. Það var einkum samvinna tveggja manna sem gerði út leikinn því leikstjórnandinn Patrick Mahomes og útherjinn Tyreek Hill voru í miklum ham. MAHOMES TO TYREEK. 75 YARDS. #ChiefsKingdom : #KCvsTB on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/eTeTQUzogq pic.twitter.com/Xf6qKOCJ7l— NFL (@NFL) November 29, 2020 Tyreek Hill hefur gælunafnið Blettatígurinn og sýndi og sannað af hverju í gær. Hann skoraði þrjú snertimörk í leiknum þar af komu tvö þau fyrstu eftir 75 yarda og 44 yarda bombur frá Patrick Mahomes. Hill greip þrettán bolta í leiknum og alls fyrir 269 jarda. Tyreek Hill náði meira en tvö hundruð jördum í fyrri hálfleiknum og er aðeins sá þriðji í NFL-deildinni til að ná því frá árinu 1980. Kansas City Chiefs liðið er á frábæru skriði en þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Liðið hefur unnið 10 af 11 leikjum sínum á leiktíðinni. .@KingHenry_2 has 140 yards rushing and THREE TDs.We're still in the 2nd quarter. : #TENvsIND on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/bEHwkuL043 pic.twitter.com/ccOEokLod9— NFL (@NFL) November 29, 2020 Það er allt aðra sögu á segja af Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers sem byrjuðu samt svipað vel. Liðið tapaði þarna í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum. New Orleans Saints er líka í flottum málum eftir 31-3 sigur á leikstjórnandalausu liði Denver Broncos. Dýrlingarnir unnu áttunda leikinn í röð og eru efstir í Þjóðardeildinni með níu sigra í ellefu leikjum. Saints er í sama riðli og Buccaneers og er nú með tvo fleiri sigra en Brady og félagar. .@LataviusM makes one move and is GONE. #Saints : #NOvsDEN on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/eTeTQUzogq pic.twitter.com/4eFVbO3KwZ— NFL (@NFL) November 29, 2020 Chicago Bears tapaði aftur á móti fimmta leiknum í röð á móti Green Bay Packers en Birnirnir unnu fimm af fyrstu sex leikjum sínum. Green Bay Packers er á toppi riðilsins og í öðru sæti í Þjóðardeildinni með átta sigra í ellefu leikjum. New York Giants vann sinn þriðja leik í röð og er nú í efsta sæti í hinum stórfurðulega Austurriðli Þjóðardeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins unnið 4 af 11 leikjum sínum. Tennessee Titans er komið upp fyrir Indianapolis Colts og í fyrsta sætið í suðurriðli Ameríkudeildarinnar efrtir 45-26 sigur í innbyrðis leik liðanna. Hlauparinn Derrick Henry átti enn einn stórleikinn en nú með því að skora þrjú snertimörk og hlaupa 178 jarda með boltann. FINAL: The @packers improve to 8-3 on @AaronRodgers12's four TD passes! #GoPackGo #CHIvsGB (by @Lexus) pic.twitter.com/U4vCQ6RUlw— NFL (@NFL) November 30, 2020 GOOD AS GOULD. @49ers win it! #FTTB #SFvsLAR pic.twitter.com/jW9DTFKX2y— NFL (@NFL) November 30, 2020 Hér fyrir neðan má sjá öll úrslitin í NFL-deildinni í gær. Green Bay Packers - Chicago Bears 41-25 Atlanta Falcons - Las Vegas Raiders 43-6 Buffalo Bills - Los Angeles Chargers 27-17 Cincinnati Bengals - New York Giants 17-19 Indianapolis Colts - Tennessee Titans 26-45 Jacksonville Jaguars - Cleveland Browns 25-27 Minnesota Vikings - Carolina Panthers 28-27 New England Patriots - Arizona Cardinals 20-17 New York Jets - Miami Dolphins 3-20 Denver Broncos - New Orleans Saints 3-31 Los Angeles Rams - San Francisco 49ers 20-23 T ampa Bay Buccaneers - Kansas City Chiefs 24-27
Green Bay Packers - Chicago Bears 41-25 Atlanta Falcons - Las Vegas Raiders 43-6 Buffalo Bills - Los Angeles Chargers 27-17 Cincinnati Bengals - New York Giants 17-19 Indianapolis Colts - Tennessee Titans 26-45 Jacksonville Jaguars - Cleveland Browns 25-27 Minnesota Vikings - Carolina Panthers 28-27 New England Patriots - Arizona Cardinals 20-17 New York Jets - Miami Dolphins 3-20 Denver Broncos - New Orleans Saints 3-31 Los Angeles Rams - San Francisco 49ers 20-23 T ampa Bay Buccaneers - Kansas City Chiefs 24-27
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira