Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 13:01 Fuller vakti athygli á Spilaðu Eins og Stelpa (e. Play Like A Girl) samtökunum í leiknum. Þau hvetja stelpur til að vera í þróttum. USA Today Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. Fyrr í vikunni greindi Vísir frá því að Vanderbilt-háskólinn væri í stökustu vandræðum með að fylla leikmannahóp sinn fyrir komandi leik gegn Missouri Tigers vegna kórónuveirunnar. Fjöldi leikmanna var – og er – í sóttkví, þar á meðal þeir leikmenn sem fylla stöðu sparkara í liðinu. Góð ráð voru dýr og var leitað til knattspyrnuliðs skólans, það er kvennaliðs skólans þar sem skólinn er ekki með knattspyrnulið karlamegin. Sarah Fuller, markvörður liðsins, er á sínu síðasta ári í skólanum og var fengin til að mæta á æfingar og vera til taks ef þess þyrfti í leiknum. Fuller var á leiðinni heim til Texas til að vera með fjölskyldu sinni yfir þakkargjörðarhátíðina en hún var tilbúin að sleppa því að þessu sinni til að eiga möguleikann á að spila með skólaliði Vanderbilt í amerískum fótbolta. Tomorrow I will be wearing Play Like a Girl on the back of my helmet. @iplaylikeagirl is nonprofit that encourages girls to play sports and get exposure to STEM opportunities. Check them out! #playlikeagirl https://t.co/2inXh5PM2V pic.twitter.com/W7lF9dXkUR— Sarah Fuller (@SarahFuller_27) November 27, 2020 Þó Sarah hafi ekki fengið tækifæri til að skora vallarmark í leik gærdagsins þá fór inn á völlinn í síðari hálfleik til að hefja leik að nýju. Með því varð Sarah Fuller fyrsta konan til að spila í einum af fimm stærstu deildum bandaríska háskólaboltans, ganga þær venjulega undir nafninu Power 5. Gengi Vanderbilt hefur verið afleitt á leiktíðinni og liðið ekki enn unnið leik. Það sama var upp á teningnum í gær er Tigers unnu 41-0. Fuller gerði sitt besta til að reyna hvetja liðsfélaga sína áfram og hét meðal annars ræðu í hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki. "I just want to tell all the girls out there that you can do anything you set your mind to."Sarah Fuller inspiring the next generation (via @SECNetwork) pic.twitter.com/IjKICMwewg— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Sports Illustrated greindi frá. NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira
Fyrr í vikunni greindi Vísir frá því að Vanderbilt-háskólinn væri í stökustu vandræðum með að fylla leikmannahóp sinn fyrir komandi leik gegn Missouri Tigers vegna kórónuveirunnar. Fjöldi leikmanna var – og er – í sóttkví, þar á meðal þeir leikmenn sem fylla stöðu sparkara í liðinu. Góð ráð voru dýr og var leitað til knattspyrnuliðs skólans, það er kvennaliðs skólans þar sem skólinn er ekki með knattspyrnulið karlamegin. Sarah Fuller, markvörður liðsins, er á sínu síðasta ári í skólanum og var fengin til að mæta á æfingar og vera til taks ef þess þyrfti í leiknum. Fuller var á leiðinni heim til Texas til að vera með fjölskyldu sinni yfir þakkargjörðarhátíðina en hún var tilbúin að sleppa því að þessu sinni til að eiga möguleikann á að spila með skólaliði Vanderbilt í amerískum fótbolta. Tomorrow I will be wearing Play Like a Girl on the back of my helmet. @iplaylikeagirl is nonprofit that encourages girls to play sports and get exposure to STEM opportunities. Check them out! #playlikeagirl https://t.co/2inXh5PM2V pic.twitter.com/W7lF9dXkUR— Sarah Fuller (@SarahFuller_27) November 27, 2020 Þó Sarah hafi ekki fengið tækifæri til að skora vallarmark í leik gærdagsins þá fór inn á völlinn í síðari hálfleik til að hefja leik að nýju. Með því varð Sarah Fuller fyrsta konan til að spila í einum af fimm stærstu deildum bandaríska háskólaboltans, ganga þær venjulega undir nafninu Power 5. Gengi Vanderbilt hefur verið afleitt á leiktíðinni og liðið ekki enn unnið leik. Það sama var upp á teningnum í gær er Tigers unnu 41-0. Fuller gerði sitt besta til að reyna hvetja liðsfélaga sína áfram og hét meðal annars ræðu í hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki. "I just want to tell all the girls out there that you can do anything you set your mind to."Sarah Fuller inspiring the next generation (via @SECNetwork) pic.twitter.com/IjKICMwewg— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Sports Illustrated greindi frá.
NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira