Sprenging í útflutningi á íslenskum hestum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2020 19:45 Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarlæk að störfum en hann var nýlega seldur úr landi til Danmerkur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hafa eins margir íslenskir hestar verið seldir úr landi eins og það sem af er árinu 2020. Vinsælir stóðhestar eru meðal hesta, sem hafa verið seldir eins og Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum. Sprengingin hefur orðið á útflutningi íslenskra hesta það sem af er ári en reiknað með að í árslok verði búið að selja um tvö þúsund hross til útlanda. Gunnar Arnarsson á Auðsholtshjáleigu í Ölfusi og fjölskylda hans er með eitt af þeim fyrirtækjum, sem hafa séð um útflutning á íslenska hestinum síðustu ár. Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá fjölskyldunni eins og í ár því það er stöðugt verið að fljúga með söluhesta til útlanda, hryssur, geldinga og stóðhesta. „Já, það er búið að ganga ótrúlega vel í ár miðað við það hvers mátti vænta í byrjun ársins þegar allar brýr virtust vera að lokast og á tímabili héldum við að umferð með hestabíla um Evrópu og flug og annað myndi stoppa og var tæpt um tíma en svo hefur ræst ótrúlega vel úr þessu og búin að vera ótrúlega góð sala,“ segir Gunnar. Gunnar Arnarsson, hrossaútflytjandi, sem segir framtíðina bjarta með sölu á íslenska hestinum til útlanda en met sala hefur verið það sem af er árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hvort það er sprenging veit ég ekki, en það er allavega mjög drjúg aukning og það er jákvætt, það gætu farið um tvö þúsund hestar út þetta árið, sem er mjög gott,“ bætir Gunnar við. Hug þarf vel að hestunum áður en þeir fara upp í flugvél og fljúga til nýrra heimkynna. Læknisskoðun fer fram og fylla þarf út allskonar pappíra. Hann segist að flestir hestarnir fari til Danmörku, Þýskalands, Svíþjóðar og Noregs og gott verð fáist yfirleitt fyrir þá. „Menn eru ekki bara að leita af hundum og köttum, þessi frábæri íslenski hestur hefur mikið aðdráttarafl og hann er inn í dag,“ segir Gunnar alsæll með sölun Frægir stóðhestar voru nýlega seldir úr landi en það voru þeir Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum. En eigum við að vera að flytja út svona flotta stóðhesta? „Já, ég segi það, þetta bara stækkar Íslandshestaheiminn. Það er ekkert yndi að vera með ómögulegan hest, sem ekki veitir ánægju, hann selur engan hest í viðbót, þanni að ég lít þetta mjög jákvæðum augum,“ segir Gunnar um leið og hann bætir því við að árið 2021 leggist mjög vel í sig varðandi frekari sölu á hestum til ýmissa nágrannalanda okkar. Auðsholtshjáleiga í Ölfusi er eitt af þeim fyrirtækjum á Íslandi, sem sér um útflutning á hrossum og þar er meira en nóg að gera í sölu á hrossum og við að koma þeim úr landi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Landbúnaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sprengingin hefur orðið á útflutningi íslenskra hesta það sem af er ári en reiknað með að í árslok verði búið að selja um tvö þúsund hross til útlanda. Gunnar Arnarsson á Auðsholtshjáleigu í Ölfusi og fjölskylda hans er með eitt af þeim fyrirtækjum, sem hafa séð um útflutning á íslenska hestinum síðustu ár. Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá fjölskyldunni eins og í ár því það er stöðugt verið að fljúga með söluhesta til útlanda, hryssur, geldinga og stóðhesta. „Já, það er búið að ganga ótrúlega vel í ár miðað við það hvers mátti vænta í byrjun ársins þegar allar brýr virtust vera að lokast og á tímabili héldum við að umferð með hestabíla um Evrópu og flug og annað myndi stoppa og var tæpt um tíma en svo hefur ræst ótrúlega vel úr þessu og búin að vera ótrúlega góð sala,“ segir Gunnar. Gunnar Arnarsson, hrossaútflytjandi, sem segir framtíðina bjarta með sölu á íslenska hestinum til útlanda en met sala hefur verið það sem af er árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hvort það er sprenging veit ég ekki, en það er allavega mjög drjúg aukning og það er jákvætt, það gætu farið um tvö þúsund hestar út þetta árið, sem er mjög gott,“ bætir Gunnar við. Hug þarf vel að hestunum áður en þeir fara upp í flugvél og fljúga til nýrra heimkynna. Læknisskoðun fer fram og fylla þarf út allskonar pappíra. Hann segist að flestir hestarnir fari til Danmörku, Þýskalands, Svíþjóðar og Noregs og gott verð fáist yfirleitt fyrir þá. „Menn eru ekki bara að leita af hundum og köttum, þessi frábæri íslenski hestur hefur mikið aðdráttarafl og hann er inn í dag,“ segir Gunnar alsæll með sölun Frægir stóðhestar voru nýlega seldir úr landi en það voru þeir Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum. En eigum við að vera að flytja út svona flotta stóðhesta? „Já, ég segi það, þetta bara stækkar Íslandshestaheiminn. Það er ekkert yndi að vera með ómögulegan hest, sem ekki veitir ánægju, hann selur engan hest í viðbót, þanni að ég lít þetta mjög jákvæðum augum,“ segir Gunnar um leið og hann bætir því við að árið 2021 leggist mjög vel í sig varðandi frekari sölu á hestum til ýmissa nágrannalanda okkar. Auðsholtshjáleiga í Ölfusi er eitt af þeim fyrirtækjum á Íslandi, sem sér um útflutning á hrossum og þar er meira en nóg að gera í sölu á hrossum og við að koma þeim úr landi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Landbúnaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira