Fótbolti

Rúnar Alex náði smá hefnd fyrir pabba sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson hefur spilað 180 mínútur í marki Arsenal án þess að fá á sig mark.
Rúnar Alex Rúnarsson hefur spilað 180 mínútur í marki Arsenal án þess að fá á sig mark. Getty/Gaston Szermann

504 dagar liðu á mili Evrópudeildarleikja feðganna á Aker Stadion í Molde.

Rúnar Alex Rúnarsson yfirgaf Molde í gærkvöldi með þrjú stig og hreint mark eftir 3-0 sigur Arsenal á Molde í Evrópudeildinni.

Það má segja að Rúnar Alex hafi þarna náð fram smá hefndum fyrir föður sinn sem átti mjög erfiða kvöldstund á sama Aker Stadion fyrir rúmum fimm hundruð dögum síðan.

Rúnar Kristinsson, faðir Rúnars Alex, stýrði KR í Evrópuleik á móti Molde í júlímánuði 2019 og það er óhætt að það hafi verið allt önnur upplifun.

KR-liðið steinlá nefnilega 7-1 á Molde í leiknum eftir að hafa verið 4-0 undir í hálfleik. Þetta var fyrri leikur liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar og seinni leikurinn á Íslandi því aðeins formsatriði.

Rúnar Alex fékk tækifæri 504 dögum síðar til að verja mark Arsenal á móti þessu sama Molde liði og tókst það.

Rúnar Alex hefur nú haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum með Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×