Agnar Smári: Erfitt að viðurkenna að maður sé með þennan sjúkdóm Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 26. nóvember 2020 21:00 Agnar Smári í leik með Val. Vísir/Bára Agnar Smári Jónsson var gestur Svövu Kristínar Grétarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar hann sig um átröskun en hann hefur glímt við sjúkdóminn undanfarin sex ár. Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals í Olís deild karla í handbolta, var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar Agnar Smári sig um átröskun sem hann hefur glímt við undanfarin sex ár, segir hann sjúkdóminn „tabú“ karlmönnum. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Floppaði í atvinnmennsku Agnar Smári, er tvöfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍBV ásamt því að fagnað deildarmeistaratitli Olís deildarinnar með bæði ÍBV og Val. Agnar Smári, reyndi fyrir sér í atvinnumennsku árið 2015. Hann skrifaði þá undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Mors-Thy. Stoppaði hann þó stutt við í Danmörku og sneri aftur heim til Vestmannaeyja, á láni til ÍBV. Agnar Smári í leik með ÍBV á sínum tíma.vísir/vilhelm Eftir erfiðan tíma í atvinnumennsku reyndi Agnar Smári að snúa við blaðinu, fór óhefðbundnar leiðir sem leiddu til þess að hann hefur nú glímt við átröskun síðustu sex ár „Ég dett í svona maníur [Innskot: Oflæti] og ætla bara að bomba mér í form. Það eru ótrúlega margir sem spyrja mig út í það af hverju ég sé svona mikið jó-jó.“ „Það er skrítið að segja þetta í sjónvarpi. Kem frá Danmörku, nýbúinn að floppa í atvinnumennsku þar og ég byrja að æla. Síðustu sex ár er ég búinn að vera að berjast við búlimíu [Innskot: Lotugræðgi] mjög mikla búlimíu,“ sagði Agnar Smári, sem var þarna að opna sig um sjúkdóminn opinberlega í fyrsta sinn. „Ég kom heim með skottið á milli lappanna. Ég og þjálfarinn náðum ekki vel saman og ég fór að leita í mat úti. Ég kom aðeins þyngri heim og hef alltaf átt auðvelt með að æla. Svo gerist þetta bara hægt og rólega að ég fór að æla eftir að hafa borðað.“ „Það er erfitt að sannfæra sjálfan sig að maður sé með þennan sjúkdóm, maður hugsar alltaf „svona kemur ekki fyrir mig,“ bætti Agnar við um þennan erfiða sjúkdóm. Þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi „Þegar þú ert í íþróttum er ógeðslega mikið hugsað um líkamlegt ástand, sem ég skil alveg. Auðvitað er pressa að vera í góðu formi en þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi.“ Agnar Smári segir vandamálið algengara en margir gera sér grein fyrir og að umræðan um átröskun hjá karlmönnum sé ekki nægilega hávær. „Það er byggð svo mikil ímynd á karlmenn og kvenmenn í íþróttaheimi að þú eigir að vera svona og svona. Það sem mér finnst vanta er tal um heilbrigt líferni,“ sagði Agnar að endingu. Klippa: Agnar Smári opnar sig um átröskun Íslenski handboltinn Handbolti Valur Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Sjá meira
Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals í Olís deild karla í handbolta, var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar Agnar Smári sig um átröskun sem hann hefur glímt við undanfarin sex ár, segir hann sjúkdóminn „tabú“ karlmönnum. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Floppaði í atvinnmennsku Agnar Smári, er tvöfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍBV ásamt því að fagnað deildarmeistaratitli Olís deildarinnar með bæði ÍBV og Val. Agnar Smári, reyndi fyrir sér í atvinnumennsku árið 2015. Hann skrifaði þá undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Mors-Thy. Stoppaði hann þó stutt við í Danmörku og sneri aftur heim til Vestmannaeyja, á láni til ÍBV. Agnar Smári í leik með ÍBV á sínum tíma.vísir/vilhelm Eftir erfiðan tíma í atvinnumennsku reyndi Agnar Smári að snúa við blaðinu, fór óhefðbundnar leiðir sem leiddu til þess að hann hefur nú glímt við átröskun síðustu sex ár „Ég dett í svona maníur [Innskot: Oflæti] og ætla bara að bomba mér í form. Það eru ótrúlega margir sem spyrja mig út í það af hverju ég sé svona mikið jó-jó.“ „Það er skrítið að segja þetta í sjónvarpi. Kem frá Danmörku, nýbúinn að floppa í atvinnumennsku þar og ég byrja að æla. Síðustu sex ár er ég búinn að vera að berjast við búlimíu [Innskot: Lotugræðgi] mjög mikla búlimíu,“ sagði Agnar Smári, sem var þarna að opna sig um sjúkdóminn opinberlega í fyrsta sinn. „Ég kom heim með skottið á milli lappanna. Ég og þjálfarinn náðum ekki vel saman og ég fór að leita í mat úti. Ég kom aðeins þyngri heim og hef alltaf átt auðvelt með að æla. Svo gerist þetta bara hægt og rólega að ég fór að æla eftir að hafa borðað.“ „Það er erfitt að sannfæra sjálfan sig að maður sé með þennan sjúkdóm, maður hugsar alltaf „svona kemur ekki fyrir mig,“ bætti Agnar við um þennan erfiða sjúkdóm. Þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi „Þegar þú ert í íþróttum er ógeðslega mikið hugsað um líkamlegt ástand, sem ég skil alveg. Auðvitað er pressa að vera í góðu formi en þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi.“ Agnar Smári segir vandamálið algengara en margir gera sér grein fyrir og að umræðan um átröskun hjá karlmönnum sé ekki nægilega hávær. „Það er byggð svo mikil ímynd á karlmenn og kvenmenn í íþróttaheimi að þú eigir að vera svona og svona. Það sem mér finnst vanta er tal um heilbrigt líferni,“ sagði Agnar að endingu. Klippa: Agnar Smári opnar sig um átröskun
Íslenski handboltinn Handbolti Valur Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Sjá meira