Forseti ASÍ segir SA vera að gíra sig upp gegn launahækkunum um áramót Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2020 12:22 Samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði eiga laun að hækka um áramótin. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambandsins segir Samtök atvinnulífsins greinilega vera að gíra sig upp í að það sé ofrausn að samningsbundnar launahækkanir taki gildi um áramótin. En forstöðumaður efnahagssviðs SA segir laun hér á landi hafa hækkað mest innan allra Norðurlandanna undanfarið ár. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að laun hafi hækkað mest að raunvirði á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin síðustu tólf mánuði. Þetta komi væntanlega mörgum spánskt fyrir sjónir þegar áhrif kórónuveirunnar hafi leitt til mikils tekjufalls og atvinnuleysis. Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA.Mynd/heimasíða SA Anna Hrefna segir aðlaun hafi hækkað um 7,1 prósent hér á landi síðustu tólf mánuðina. Það sémesta ársbreyting á launum fráárinu 2018. Þá segir hún dræmustu hagvaxtarhorfurnar vera hér á landi en Ísland sé í flokki með Luxemburg og Sviss með hæstu launin innan OECD ríkjanna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þetta ótrúlegan málflutning. „Og greinilega verið að gíra sig upp í það að það sé ofrausn að það komi til krónutöluhækkana í janúar. Þetta dregur hins vegar upp þá mynd fyrir okkur að kjarasamingar hafi tekist að því leyti að lægstu laun hækka mest. Það virðist ekki vera almennt launaskrið í kjölfarið á almenna markaðnum,“segir forseti ASÍ Stöð 2/Baldur Hrafnkell Þá sé ekki hægt að hengja sig á launabreytingar í október því ýmislegt ýki áhrifin þar eins og stytting vinnutíma sem ekki feli í sér kostnaðasráhrif fyrir vinnuveitendur. Sá kostnaður sléttist út með minni veikindum starfsfólks og auknum afköstum. Þá séu ýmsar stéttir að fá umsamdar afturvirkar greiðslur. Launaþróun hér hafi verið í samhengi við gerða samninga. Það komi ekki á óvart að laun hér mælist hærri en á hinum Norðurlöndunum. „Ef við skoðum Norðurlöndin þá eru margir að gera kjarasamninga þar þessa dagana og þeir eru svipaðir og okkar kjarasamningar. Það er að segja prinsippið að vera með hækkun lægstu launa og krónutöluhækkanir. Þannig að það er í rauninni viðbrögð við kreppunni. Ef við myndum ganga til samninga núna væru þetta augljóslega okkar áherslur eins og samið var um síðast,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir Samtök atvinnulífsins greinilega vera að gíra sig upp í að það sé ofrausn að samningsbundnar launahækkanir taki gildi um áramótin. En forstöðumaður efnahagssviðs SA segir laun hér á landi hafa hækkað mest innan allra Norðurlandanna undanfarið ár. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að laun hafi hækkað mest að raunvirði á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin síðustu tólf mánuði. Þetta komi væntanlega mörgum spánskt fyrir sjónir þegar áhrif kórónuveirunnar hafi leitt til mikils tekjufalls og atvinnuleysis. Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA.Mynd/heimasíða SA Anna Hrefna segir aðlaun hafi hækkað um 7,1 prósent hér á landi síðustu tólf mánuðina. Það sémesta ársbreyting á launum fráárinu 2018. Þá segir hún dræmustu hagvaxtarhorfurnar vera hér á landi en Ísland sé í flokki með Luxemburg og Sviss með hæstu launin innan OECD ríkjanna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þetta ótrúlegan málflutning. „Og greinilega verið að gíra sig upp í það að það sé ofrausn að það komi til krónutöluhækkana í janúar. Þetta dregur hins vegar upp þá mynd fyrir okkur að kjarasamingar hafi tekist að því leyti að lægstu laun hækka mest. Það virðist ekki vera almennt launaskrið í kjölfarið á almenna markaðnum,“segir forseti ASÍ Stöð 2/Baldur Hrafnkell Þá sé ekki hægt að hengja sig á launabreytingar í október því ýmislegt ýki áhrifin þar eins og stytting vinnutíma sem ekki feli í sér kostnaðasráhrif fyrir vinnuveitendur. Sá kostnaður sléttist út með minni veikindum starfsfólks og auknum afköstum. Þá séu ýmsar stéttir að fá umsamdar afturvirkar greiðslur. Launaþróun hér hafi verið í samhengi við gerða samninga. Það komi ekki á óvart að laun hér mælist hærri en á hinum Norðurlöndunum. „Ef við skoðum Norðurlöndin þá eru margir að gera kjarasamninga þar þessa dagana og þeir eru svipaðir og okkar kjarasamningar. Það er að segja prinsippið að vera með hækkun lægstu launa og krónutöluhækkanir. Þannig að það er í rauninni viðbrögð við kreppunni. Ef við myndum ganga til samninga núna væru þetta augljóslega okkar áherslur eins og samið var um síðast,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira