Stuðningsmenn Bodø/Glimt mæta með risastóra gula tannbursta á leiki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 13:30 Hressir stuðningsmenn Bodø/Glimt smella kossi á risavaxna gula tannburstann sem er eins konar tákn liðsins. copa90 Á leikjum nýkrýndra Noregsmeistara Bodø/Glimt tíðkast að stuðningsmenn liðsins mæti með risavaxna gula tannbursta á leiki þess. But then again perhaps nothing should come as a surprise at a club as special as Bodø/Glimt (Glimt being Norwegian for flash) where supporters bring novelty sized toothbrushes to matches as a running joke since the 70 s and at time boasted a giant salmon in their stadium. pic.twitter.com/EcJ9eVzryt— COPA90 (@Copa90) November 21, 2020 Alfons Sampsted leikur með Bodø/Glimt en viðurkennir að hann viti ekki mikið um tannburstana og söguna í kringum þá. „Ég er búinn að vera að pæla í þessu sjálfur. Ég hef ekki hugmynd,“ sagði Alfons hlæjandi í samtali við Vísi. „Ég er búinn að spyrja nokkra en held ég sé búinn að spyrja vitlausu mennina. Þeir vita ekkert heldur. Ég þarf að spyrja einhvern sem er annað hvort uppalinn hérna eða hefur verið lengi hjá félaginu. Þeir eru að selja gula tannbursta hægri vinstri. Þegar við keyrðum í rútunni í gegnum bæinn var fullt af fólki sitt hvorum megin við götuna með tannbursta á lofti.“ Samkvæmt frétt NRK hófst þessi tannburstahefð á heimaleik Bodø/Glimt um miðjan 8. áratug síðustu aldar. Stuðningsmaður liðsins, Arnulf Bendixen, reyndi þá að fá aðra stuðningsmenn til að syngja með sér en var ekki nógu sáttur með útkomuna. Vinur hans rétti Bendixen þá tannbursta sem hann var með í vasanum og hann notaði tannburstann til að stýra hópsöng eins og hljómsveitarstjóri notar tónsprota. Fulltrúi tannburstafyrirtækisins Jordan var á leiknum og sá sér leik á borði. Jordan bjó til nokkra risastóra gula tannbursta sem hafa verið hluti af ásýnd Bodø/Glimt, tákn stuðningsmanna liðsins, síðan þá. Fyrir um áratug bjó Jordan svo til sérstaka Bodø/Glimt tannbursta sem voru öllu handhægari en risaburstarnir. Bodø/Glimt tannburstarnir voru framleiddir í takmörkuðu upplagi. Klippa: Alfons um tannburstahefð Bodø/Glimt Norski boltinn Tengdar fréttir Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt Alfons Sampsted segir að leikstíll Bodø/Glimt sé mjög skemmtilegur og hann njóti sín vel í honum. 24. nóvember 2020 11:00 Hugarþjálfari Alfons og félaga var herflugmaður og veit ekkert um fótbolta Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt njóta liðssinnis hugarþjálfarans Bjorns Mannsverk sem er fyrrverandi herflugmaður. 24. nóvember 2020 09:01 Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30 KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Á leikjum nýkrýndra Noregsmeistara Bodø/Glimt tíðkast að stuðningsmenn liðsins mæti með risavaxna gula tannbursta á leiki þess. But then again perhaps nothing should come as a surprise at a club as special as Bodø/Glimt (Glimt being Norwegian for flash) where supporters bring novelty sized toothbrushes to matches as a running joke since the 70 s and at time boasted a giant salmon in their stadium. pic.twitter.com/EcJ9eVzryt— COPA90 (@Copa90) November 21, 2020 Alfons Sampsted leikur með Bodø/Glimt en viðurkennir að hann viti ekki mikið um tannburstana og söguna í kringum þá. „Ég er búinn að vera að pæla í þessu sjálfur. Ég hef ekki hugmynd,“ sagði Alfons hlæjandi í samtali við Vísi. „Ég er búinn að spyrja nokkra en held ég sé búinn að spyrja vitlausu mennina. Þeir vita ekkert heldur. Ég þarf að spyrja einhvern sem er annað hvort uppalinn hérna eða hefur verið lengi hjá félaginu. Þeir eru að selja gula tannbursta hægri vinstri. Þegar við keyrðum í rútunni í gegnum bæinn var fullt af fólki sitt hvorum megin við götuna með tannbursta á lofti.“ Samkvæmt frétt NRK hófst þessi tannburstahefð á heimaleik Bodø/Glimt um miðjan 8. áratug síðustu aldar. Stuðningsmaður liðsins, Arnulf Bendixen, reyndi þá að fá aðra stuðningsmenn til að syngja með sér en var ekki nógu sáttur með útkomuna. Vinur hans rétti Bendixen þá tannbursta sem hann var með í vasanum og hann notaði tannburstann til að stýra hópsöng eins og hljómsveitarstjóri notar tónsprota. Fulltrúi tannburstafyrirtækisins Jordan var á leiknum og sá sér leik á borði. Jordan bjó til nokkra risastóra gula tannbursta sem hafa verið hluti af ásýnd Bodø/Glimt, tákn stuðningsmanna liðsins, síðan þá. Fyrir um áratug bjó Jordan svo til sérstaka Bodø/Glimt tannbursta sem voru öllu handhægari en risaburstarnir. Bodø/Glimt tannburstarnir voru framleiddir í takmörkuðu upplagi. Klippa: Alfons um tannburstahefð Bodø/Glimt
Norski boltinn Tengdar fréttir Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt Alfons Sampsted segir að leikstíll Bodø/Glimt sé mjög skemmtilegur og hann njóti sín vel í honum. 24. nóvember 2020 11:00 Hugarþjálfari Alfons og félaga var herflugmaður og veit ekkert um fótbolta Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt njóta liðssinnis hugarþjálfarans Bjorns Mannsverk sem er fyrrverandi herflugmaður. 24. nóvember 2020 09:01 Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30 KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt Alfons Sampsted segir að leikstíll Bodø/Glimt sé mjög skemmtilegur og hann njóti sín vel í honum. 24. nóvember 2020 11:00
Hugarþjálfari Alfons og félaga var herflugmaður og veit ekkert um fótbolta Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt njóta liðssinnis hugarþjálfarans Bjorns Mannsverk sem er fyrrverandi herflugmaður. 24. nóvember 2020 09:01
Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01