Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 16:48 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir niðurstöður úr rannsóknum Moderna, Phizer og AstraZeneca vera framar vonum. vísir/vilhelm Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. Fyrstu niðurstöður úr prófunum á bóluefni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun veitir um 70 prósent vörn gegn kórónuveirunni en vörnin eykst upp í allt að 90 prósent þegar lyfið er tekið í réttum skömmtum. „Það sem AstraZeneca, og að hluta til Moderna, hefur verið að gera er að gefa þeim bóluefni sem eru fullorðnir og heilbrigðir en líka fólki sem glímir við langvinna sjúkdóma en er þó „stabílt“ og í góðri meðferð og eftirliti. Þarna fáum við í fyrsta skipti innlit í þá áhættuhópa sem við munum beina mest sjónir að í fyrstu umferð bólusetninga. Nýlundan í þessari rannsókn er að hér er verið að bólusetja áhættuhópa að einhverju leyti. Við erum fá fyrstu niðurstöður um að þetta gæti gagnast akkúrat þessum hópum. Það var ekki jafn skýrt í hinum rannsóknunum, nema kannski varðandi aldraða að einhverju leyti. Þetta vekur von í mínu brjósti um að þetta bóluefni geti sannarlega dugað áhættuhópum.“ Þegar Björn Rúnar var beðinn um að leggja mat á þessar nýjustu vendingar í þróun bóluefna sagðist hann telja, með þessu áframhaldi, að nú gætum séð fram á bjartari tíma. 70-90 prósent vörn væri gríðarlega góður árangur. Ekki megi þó gleyma að um frumniðurstöður sé að ræða sem þurfi að ritrýna. „Þær upplýsingar sem við höfum fengið sýna fram á ótrúlega mikla virkni hjá öllum þessum þremur mismunandi bóluefnum sem hafa verið hérna til umfjöllunar og nú síðast hjá AstraZeneca. Bóluefni AstraZeneca veitir 70-90 prósent vörn sem er gríðarlega góður árangur. Almennt viljum við hafa bóluefnin um og yfir 70 prósent. Þá erum við mjög ánægð en það eru mjög fá lyf raunverulega sem hafa svona mikla virkni, þannig að þetta eru ótvírætt gríðarlega góðar niðurstöður varðandi virknina. Í annan stað, sem er mikilvægt, er að það hafa ekki komið í ljós neinar alvarlegar aukaverkanir hjá þessum fyrstu hópum.“ Bóluefni AstraZeneca er einnig mun ódýrara í framleiðslu en hin tvö sem hafa verið í umræðunni. Þá er einnig mun einfaldara að geyma efnið og flytja það heimshorna á milli. AstraZeneca Rannsóknin gaf til kynna að með smávægilegum breytingum ætti að vera hægt að auka virkni efnisins upp í 90 prósent. Þegar sjálfboðaliðunum voru gefnir tveir stórir skammtar af bóluefninu var vörnin 62 prósent en þegar fyrst var gefinn lítill skammtur og mánuði síðar stór nam vörnin 90 prósentum. Björn var spurður hvort hann kynni skýringar á þessu. „Þetta er eins og þegar maður fer í kappleik eða einhvern íþróttaviðburð þá vill maður aðeins hita upp og þá stendur maður sig betur þegar í „aksjón“ er komið og það má kannski segja það sama með ónæmiskerfið. Það þarf að hita sig aðeins upp.“ Björn Rúnar útskýrði hvernig bóluefni AstraZeneca virkar. „Það er hannað þannig að virka efninu, sem við ætlum að mynda ónæmi gegn, þessum svokölluðu „Spike próteinum“ er komið fyrir í trjójuhesti sem er Adenóveiran sem er búið að eyðileggja þannig að hún sýkir okkur ekki því hún getur ekki fjölgað sér. Hún kemst bara inn í líkamann og kveikir í ónæmiskerfinu en það eina sem hún hefur innanborðs er „Spike próteinið“ úr SARS-CoV-2 veirunni. Þannig fáum við gott ónæmissvar.“ Björn Rúnar benti að lokum á að gríðarlega mikilvægt væri að sem flestir fengju bóluefni til að mynda hjarðónæmi. Þetta væri eina leiðin til að ráða niðurlögum veirunnar. „Við þurfum mikla og góða almenna þátttöku allra í landinu þegar þetta verkefni fer af stað og Íslendingar hafa nú alltaf verið góðir í að standa saman þegar mikið liggur við og þarna er óskaplega lítið sem við þurfum að leggja af mörkum til að hugsanlega bjarga lífi ömmu okkar og afa og komandi kynslóða. Ég held að Íslendingar muni gera þetta með miklum glæsibrag eins og ýmislegt annað þegar þeir ætla sér að klára einhverja hluti og gera það vel, enda málstaðurinn góður og kostirnir fyrir okkur sem bólusetjum okkur ótvíræðir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. Fyrstu niðurstöður úr prófunum á bóluefni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun veitir um 70 prósent vörn gegn kórónuveirunni en vörnin eykst upp í allt að 90 prósent þegar lyfið er tekið í réttum skömmtum. „Það sem AstraZeneca, og að hluta til Moderna, hefur verið að gera er að gefa þeim bóluefni sem eru fullorðnir og heilbrigðir en líka fólki sem glímir við langvinna sjúkdóma en er þó „stabílt“ og í góðri meðferð og eftirliti. Þarna fáum við í fyrsta skipti innlit í þá áhættuhópa sem við munum beina mest sjónir að í fyrstu umferð bólusetninga. Nýlundan í þessari rannsókn er að hér er verið að bólusetja áhættuhópa að einhverju leyti. Við erum fá fyrstu niðurstöður um að þetta gæti gagnast akkúrat þessum hópum. Það var ekki jafn skýrt í hinum rannsóknunum, nema kannski varðandi aldraða að einhverju leyti. Þetta vekur von í mínu brjósti um að þetta bóluefni geti sannarlega dugað áhættuhópum.“ Þegar Björn Rúnar var beðinn um að leggja mat á þessar nýjustu vendingar í þróun bóluefna sagðist hann telja, með þessu áframhaldi, að nú gætum séð fram á bjartari tíma. 70-90 prósent vörn væri gríðarlega góður árangur. Ekki megi þó gleyma að um frumniðurstöður sé að ræða sem þurfi að ritrýna. „Þær upplýsingar sem við höfum fengið sýna fram á ótrúlega mikla virkni hjá öllum þessum þremur mismunandi bóluefnum sem hafa verið hérna til umfjöllunar og nú síðast hjá AstraZeneca. Bóluefni AstraZeneca veitir 70-90 prósent vörn sem er gríðarlega góður árangur. Almennt viljum við hafa bóluefnin um og yfir 70 prósent. Þá erum við mjög ánægð en það eru mjög fá lyf raunverulega sem hafa svona mikla virkni, þannig að þetta eru ótvírætt gríðarlega góðar niðurstöður varðandi virknina. Í annan stað, sem er mikilvægt, er að það hafa ekki komið í ljós neinar alvarlegar aukaverkanir hjá þessum fyrstu hópum.“ Bóluefni AstraZeneca er einnig mun ódýrara í framleiðslu en hin tvö sem hafa verið í umræðunni. Þá er einnig mun einfaldara að geyma efnið og flytja það heimshorna á milli. AstraZeneca Rannsóknin gaf til kynna að með smávægilegum breytingum ætti að vera hægt að auka virkni efnisins upp í 90 prósent. Þegar sjálfboðaliðunum voru gefnir tveir stórir skammtar af bóluefninu var vörnin 62 prósent en þegar fyrst var gefinn lítill skammtur og mánuði síðar stór nam vörnin 90 prósentum. Björn var spurður hvort hann kynni skýringar á þessu. „Þetta er eins og þegar maður fer í kappleik eða einhvern íþróttaviðburð þá vill maður aðeins hita upp og þá stendur maður sig betur þegar í „aksjón“ er komið og það má kannski segja það sama með ónæmiskerfið. Það þarf að hita sig aðeins upp.“ Björn Rúnar útskýrði hvernig bóluefni AstraZeneca virkar. „Það er hannað þannig að virka efninu, sem við ætlum að mynda ónæmi gegn, þessum svokölluðu „Spike próteinum“ er komið fyrir í trjójuhesti sem er Adenóveiran sem er búið að eyðileggja þannig að hún sýkir okkur ekki því hún getur ekki fjölgað sér. Hún kemst bara inn í líkamann og kveikir í ónæmiskerfinu en það eina sem hún hefur innanborðs er „Spike próteinið“ úr SARS-CoV-2 veirunni. Þannig fáum við gott ónæmissvar.“ Björn Rúnar benti að lokum á að gríðarlega mikilvægt væri að sem flestir fengju bóluefni til að mynda hjarðónæmi. Þetta væri eina leiðin til að ráða niðurlögum veirunnar. „Við þurfum mikla og góða almenna þátttöku allra í landinu þegar þetta verkefni fer af stað og Íslendingar hafa nú alltaf verið góðir í að standa saman þegar mikið liggur við og þarna er óskaplega lítið sem við þurfum að leggja af mörkum til að hugsanlega bjarga lífi ömmu okkar og afa og komandi kynslóða. Ég held að Íslendingar muni gera þetta með miklum glæsibrag eins og ýmislegt annað þegar þeir ætla sér að klára einhverja hluti og gera það vel, enda málstaðurinn góður og kostirnir fyrir okkur sem bólusetjum okkur ótvíræðir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33
Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56
Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent