Mögulega búið að finna uppruna eina smitsins á Austurlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 15:48 Skólahald í tveimur skólum á Egilsstöðum féll niður daginn eftir að bílstjórinn greindist. Wikimedia Commons/Debivort Uppruna kórónuveirusmits sem á Austurlandi í síðustu viku, það eina í fjórðungnum, má mögulega rekja til einstaklings sem fann fyrir vægum Covid-einkennum, fór þó ekki í sýnatöku en er nú orðinn frískur. Ekki er þó hægt að slá því föstu og smitið telst enn órakið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi. Sá eini sem nú er með virkt smit á Austurlandi er skólabílstjóri sem greindist með veiruna 17. nóvember. 38 fóru í skimun í kjölfarið, þar af voru flestir skólabörn sem bílstjórinn ók fyrr í mánuðinum, og reyndust öll sýni neikvæð, að því er segir í tilkynningu. Frá upphafi hefur þó verið talið ólíklegt að nokkur annar hafi smitast sökum sóttvarnaráðstafana sem viðhafðar voru af hálfu skóla og fyrirtækisins sem bílstjórinn starfar hjá. Lögregla segir líkur á frekara smiti nú minnka með hverjum deginum – jafnvel þó að uppruni þess sé óþekktur. Þennan uppruna megi þó mögulega rekja til einstaklings sem fann aðeins fyrir vægum einkennum Covid-19, leitaði sér ekki aðstoðar á heilbrigðisstofnun og er nú frískur að nýju. „Það er ein skýring en staðreyndin einfaldlega sú að ekki tekst að rekja öll smit. Sú er raunin að þessu sinni,“ segir í tilkynningu. Í ljósi aðstæðna hvetur aðgerðastjórn íbúa jafnframt til að gæta sérstaklega að sér næstu vikuna. Að henni liðinni er mesta smithættan liðin hjá. Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. 18. nóvember 2020 20:16 Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Uppruna kórónuveirusmits sem á Austurlandi í síðustu viku, það eina í fjórðungnum, má mögulega rekja til einstaklings sem fann fyrir vægum Covid-einkennum, fór þó ekki í sýnatöku en er nú orðinn frískur. Ekki er þó hægt að slá því föstu og smitið telst enn órakið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi. Sá eini sem nú er með virkt smit á Austurlandi er skólabílstjóri sem greindist með veiruna 17. nóvember. 38 fóru í skimun í kjölfarið, þar af voru flestir skólabörn sem bílstjórinn ók fyrr í mánuðinum, og reyndust öll sýni neikvæð, að því er segir í tilkynningu. Frá upphafi hefur þó verið talið ólíklegt að nokkur annar hafi smitast sökum sóttvarnaráðstafana sem viðhafðar voru af hálfu skóla og fyrirtækisins sem bílstjórinn starfar hjá. Lögregla segir líkur á frekara smiti nú minnka með hverjum deginum – jafnvel þó að uppruni þess sé óþekktur. Þennan uppruna megi þó mögulega rekja til einstaklings sem fann aðeins fyrir vægum einkennum Covid-19, leitaði sér ekki aðstoðar á heilbrigðisstofnun og er nú frískur að nýju. „Það er ein skýring en staðreyndin einfaldlega sú að ekki tekst að rekja öll smit. Sú er raunin að þessu sinni,“ segir í tilkynningu. Í ljósi aðstæðna hvetur aðgerðastjórn íbúa jafnframt til að gæta sérstaklega að sér næstu vikuna. Að henni liðinni er mesta smithættan liðin hjá.
Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. 18. nóvember 2020 20:16 Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. 18. nóvember 2020 20:16
Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28
Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28