Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2020 16:00 Freyr Alexandersson kunni vel við sig í þjálfarateyminu sem nú hefur hætt störfum hjá íslenska landsliðinu. vísir/daníel Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Guðni Bergsson og hans fólk í stjórn KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað að nýjum þjálfara A-landsliðs karla: „Ef ég væri besti kosturinn í stöðunni að þeirra mati þá held ég að það væri búið að klára málið fyrir löngu síðan,“ segir Freyr í viðtali við Vísi en hluta af því má sjá hér að neðan. Sagði Guðna að ég vildi landsliðinu allt það besta Freyr var aðstoðarlandsliðsþjálfari í þjálfaratíð Eriks Hamrén sem lauk með leik við Englending á Wembley í síðustu viku. Freyr sinnti starfinu í tvö ár, var áður leikgreinandi fyrir landsliðið og þjálfari kvennalandsliðsins. Eftir sjö ára starf hjá Knattspyrnusambandi Íslands er Freyr nú kominn aftur í félagsliðaþjálfun, sem aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar. Freyr vill hins vegar hag landsliðsins sem mestan og útilokar ekkert í framtíðinni: „Það sem ég er búinn að segja við Guðna [Bergsson, formann KSÍ] er fyrst og fremst það að ég vil landsliðinu allt það besta. Ég vil að ákvörðunin sem verður tekin fyrir landsliðið verði góð og vel ígrunduð, og að besta fólkið sem kostur er á komi inn. Það skiptir mig öllu máli. Ef ég væri besti kosturinn í stöðunni að þeirra mati þá held ég að það væri búið að klára málið fyrir löngu síðan. En svo getur það verið algjör vitleysa í mér,“ segir Freyr, sem hefði vísast farið með landsliðinu á EM næsta sumar ef það takmark hefði náðast, en þá hefði Hamrén haldið áfram með liðið fram yfir mótið. Freyr Alexandersson fer yfir málin með Erik Hamrén á síðustu æfingunni sem þeir stýrðu saman á Laugardalsvelli.vísir/vilhelm „Ég vona bara að lendingin verði góð. Að það komi inn gott þjálfarateymi. Íslenska þjóðin á það skilið og leikmennirnir eiga skilið að fá góða umgjörð áfram. Við Guðni erum góðir félagar og ég mun alltaf veita þeim alla þá aðstoð sem ég get veitt hverju sinni, hvort sem það er í formi einhverrar ráðgjafar eða sem þjálfari liðsins,“ segir Freyr, en almenn ánægja virðist hafa ríkt meðal leikmanna með störf þeirra Hamréns: „Varðandi hug leikmanna og starfsmanna til mín þá er það í rauninni það sem skiptir mig mestu máli. Leikmenn hafa komið að máli við mig, beðið mig um að gefa fram starfskrafta mína, og mér þykir ótrúlega vænt um það. Það veitir mér sjálfstraust og ánægju, að finna fyrir trausti leikmanna og samstarfsmanna.“ Hefði skrifað undir samning í júní Spurður hreint út, hvort að hann vilji ekki enn taka við sem aðalþjálfari landsliðsins, segir Freyr: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja varðandi framhaldið, hvort ég vilji það akkúrat núna. Ef að ég hefði verið beðinn um það í júní að skrifa undir fjögurra ára samning og taka næsta skref þá hefði ég gert það, það er klárt mál. En svo er tíminn búinn að líða og ég er búinn að hugsa mín mál, og eins og staðan er núna þá er ég kominn á það að kannski sé bara best fyrir alla að ég fari bara að gera eitthvað annað. Svo gæti það breyst á morgun, maður er svo klikkaður.“ Freyr Alexandersson hughreystir Ara Frey Skúlason eftir tapið gegn Englandi í síðustu viku.Getty/Carl Recine Freyr segist hins vegar ekki telja mögulegt að sinna áfram því starfi sem hann sé að taka við hjá Al Arabi, samhliða því að þjálfa A-landsliðið: „Það hefði verið allt öðruvísi ef við Erik og sama teymi hefði haldið áfram. Ég hefði alveg treyst mér til að vera aðstoðarþjálfari áfram í þeirri mynd. En það sem er framundan hjá nýjum landsliðsþjálfara… ef ég tæki við þá þarf nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara og markmannsþjálfara, og byggja upp nýja vinnuferla. Þetta var allt komið í frábært horf hjá gamla teyminu og ég hefði örugglega talið ekkert mál að vera aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og hérna úti. En að taka við liðinu og gera hvoru tveggja myndi ég ekki vilja gera landsliðsins vegna, Al Arabi vegna eða fjölskyldu minnar vegna. Þetta er þannig starf, að vera þjálfari A-landsliðs karla, að þú þarft að gefa þig allan í það.“ Klippa: Freyr Alexanders um landsliðsþjálfarastarfið EM 2020 í fótbolta KSÍ Katarski boltinn Tengdar fréttir Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30 Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Guðni Bergsson og hans fólk í stjórn KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað að nýjum þjálfara A-landsliðs karla: „Ef ég væri besti kosturinn í stöðunni að þeirra mati þá held ég að það væri búið að klára málið fyrir löngu síðan,“ segir Freyr í viðtali við Vísi en hluta af því má sjá hér að neðan. Sagði Guðna að ég vildi landsliðinu allt það besta Freyr var aðstoðarlandsliðsþjálfari í þjálfaratíð Eriks Hamrén sem lauk með leik við Englending á Wembley í síðustu viku. Freyr sinnti starfinu í tvö ár, var áður leikgreinandi fyrir landsliðið og þjálfari kvennalandsliðsins. Eftir sjö ára starf hjá Knattspyrnusambandi Íslands er Freyr nú kominn aftur í félagsliðaþjálfun, sem aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar. Freyr vill hins vegar hag landsliðsins sem mestan og útilokar ekkert í framtíðinni: „Það sem ég er búinn að segja við Guðna [Bergsson, formann KSÍ] er fyrst og fremst það að ég vil landsliðinu allt það besta. Ég vil að ákvörðunin sem verður tekin fyrir landsliðið verði góð og vel ígrunduð, og að besta fólkið sem kostur er á komi inn. Það skiptir mig öllu máli. Ef ég væri besti kosturinn í stöðunni að þeirra mati þá held ég að það væri búið að klára málið fyrir löngu síðan. En svo getur það verið algjör vitleysa í mér,“ segir Freyr, sem hefði vísast farið með landsliðinu á EM næsta sumar ef það takmark hefði náðast, en þá hefði Hamrén haldið áfram með liðið fram yfir mótið. Freyr Alexandersson fer yfir málin með Erik Hamrén á síðustu æfingunni sem þeir stýrðu saman á Laugardalsvelli.vísir/vilhelm „Ég vona bara að lendingin verði góð. Að það komi inn gott þjálfarateymi. Íslenska þjóðin á það skilið og leikmennirnir eiga skilið að fá góða umgjörð áfram. Við Guðni erum góðir félagar og ég mun alltaf veita þeim alla þá aðstoð sem ég get veitt hverju sinni, hvort sem það er í formi einhverrar ráðgjafar eða sem þjálfari liðsins,“ segir Freyr, en almenn ánægja virðist hafa ríkt meðal leikmanna með störf þeirra Hamréns: „Varðandi hug leikmanna og starfsmanna til mín þá er það í rauninni það sem skiptir mig mestu máli. Leikmenn hafa komið að máli við mig, beðið mig um að gefa fram starfskrafta mína, og mér þykir ótrúlega vænt um það. Það veitir mér sjálfstraust og ánægju, að finna fyrir trausti leikmanna og samstarfsmanna.“ Hefði skrifað undir samning í júní Spurður hreint út, hvort að hann vilji ekki enn taka við sem aðalþjálfari landsliðsins, segir Freyr: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja varðandi framhaldið, hvort ég vilji það akkúrat núna. Ef að ég hefði verið beðinn um það í júní að skrifa undir fjögurra ára samning og taka næsta skref þá hefði ég gert það, það er klárt mál. En svo er tíminn búinn að líða og ég er búinn að hugsa mín mál, og eins og staðan er núna þá er ég kominn á það að kannski sé bara best fyrir alla að ég fari bara að gera eitthvað annað. Svo gæti það breyst á morgun, maður er svo klikkaður.“ Freyr Alexandersson hughreystir Ara Frey Skúlason eftir tapið gegn Englandi í síðustu viku.Getty/Carl Recine Freyr segist hins vegar ekki telja mögulegt að sinna áfram því starfi sem hann sé að taka við hjá Al Arabi, samhliða því að þjálfa A-landsliðið: „Það hefði verið allt öðruvísi ef við Erik og sama teymi hefði haldið áfram. Ég hefði alveg treyst mér til að vera aðstoðarþjálfari áfram í þeirri mynd. En það sem er framundan hjá nýjum landsliðsþjálfara… ef ég tæki við þá þarf nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara og markmannsþjálfara, og byggja upp nýja vinnuferla. Þetta var allt komið í frábært horf hjá gamla teyminu og ég hefði örugglega talið ekkert mál að vera aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og hérna úti. En að taka við liðinu og gera hvoru tveggja myndi ég ekki vilja gera landsliðsins vegna, Al Arabi vegna eða fjölskyldu minnar vegna. Þetta er þannig starf, að vera þjálfari A-landsliðs karla, að þú þarft að gefa þig allan í það.“ Klippa: Freyr Alexanders um landsliðsþjálfarastarfið
EM 2020 í fótbolta KSÍ Katarski boltinn Tengdar fréttir Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30 Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30
Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30