Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 12:33 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. Þá hefði hann viljað sjá meiri virkni í bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca, sem tilkynnti um niðurstöður rannsóknar sinnar í dag. Greint var frá því í dag að bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla veiti 70 prósenta vörn gegn kórónuveirunni, sé ódýrara í framleiðslu en önnur bóluefni sem komin eru langt í þróun og einnig sé auðveldara að flytja það. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hver eða hverjir þessara eiginleika væru mikilvægir og kæmu til með að nýtast best hér á Íslandi. Hann sagðist eiga eftir að sjá betri niðurstöður úr rannsókninni en hefði þó viljað sjá hærri virkni en 70 prósent. „[…] sérstaklega í ljósi tilkynninga um hin bóluefnin þar sem virknin átti að vera 90 til 95 prósent. En við þurfum líka að sjá, er virknin mismunandi milli hópa, aldurshópa, sjúklingahópa? Þannig að við gætum þurft að nota bóluefnin mismunandi. Þetta bóluefni virkar kannski best hjá þessum hópi og önnur hjá öðrum og svo framvegis. Þannig að það er kannski ekki mikið meira um það að segja en vissulega hefði ég viljað sjá, almennt séð, hærri virkni,“ sagði Þórólfur. Áhyggjuefni ef fólk líti á bóluefni sem hættulegt Ný skoðanakönnun í Svíþjóð sýnir að fjórði hver Svíi vilji ekki láta bólusetja sig gegn veirunni, einkum af ótta við mögulegar aukaverkanir. Þá var einnig bent á að hér á landi þekktist að fólk vildi ekki bólusetningu, til dæmis hefði Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagt í viðtali í síðustu viku að hann ætlaði ekki að láta bólusetja sig gegn veirunni. Þórólfur sagði að hann teldi það skipta „gríðarlega miklu máli“ að fólk færi í bólusetningu og vísaði í nýlega skoðanakönnun hér á landi, þar sem fram kom að yfir 90 prósent landsmanna væru jákvæðir gagnvart bólusetningum við veirunni. „En samt sem áður er það ákveðið áhyggjuefni ef það kemur allt í einu upp að menn fara að líta á þetta bóluefni sem eitthvert stórhættulegt bóluefni,“ sagði Þórólfur. Áhættan af bólusetningu margfalt minni en af sýkingu Hafinn væri undirbúningur að upplýsingum um bólusetningu handa almenningi. Í því samhengi skipti máli að bera saman afleiðingar af Covid-19 og hugsanlegar afleiðingar af bólusetningu. „Ef við erum með upplýsingar um rannsóknir á bóluefni á tugum þúsunda manna, og getum borið það saman við afleiðingar af Covid-sýkingunni, þá held ég að menn munu sjá örugglega mjög fljótt að áhættan af bólusetningu er sennilega margfalt, margfalt minni en áhættan af völdum Covid-sýkingarinnar. Af því að við erum líka að tala um langtímaafleiðingar, jafnvel hjá fólki sem hefur ekki veikst alvarlega,“ sagði Þórólfur. „Ég held að þetta verði í raun lykillinn að því að koma okkur út úr þessum Covid-faraldri algjörlega. Þess vegna held ég að það verði mjög mikilvægt að við fáum góða þátttöku hér á Íslandi til að koma okkur út úr þessu þannig að við getum farið að hefja aftur eðlilegt líf. Við þurfum að ná hér hjarðónæmi, sem er 60 prósent. Ef bóluefni er bara 70 prósent virkt, hjá AstraZeneca til dæmis, þá þýðir það að ef við ætluðum bara að nota það bóluefni þyrftum við að bólusetja alla til að ná 70 prósent ónæmi.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala.Vísir/vilhelm Almenn bólusetning öllum til hagsbóta Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala tók undir með Þórólfi og benti á að Covid-19 væri lífshættuleg veirusýking. „Og í öðru lagi er ýmislegt sem bendir til þess að fólk fái langtímaafleiðingar. Við höfum bæði séð það á miðlunum en það má segja það að það séu vísbendingar um það í rannsóknum að þetta hafi langtímaafleiðingar umfram það sem talist getur eðlilegt. Þannig að það er mjög brýnt að ef ekki koma fram nein vandkvæði varðandi bólusetningarnar, að hér verði almenn bólusetning öllum til hagsbóta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Kári varar við væntanlegum tilslökunum Víðis og Þórólfs Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir ekki langt í að hægt verði að fara í frekari afléttingar á aðgerðum hér á landi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ekki sjá neinar breytingar hér á landi fyrir jólin. 22. nóvember 2020 22:47 Mögulegt að bólusetning hefjist 11. desember í Bandaríkjunum Maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19 hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar þann 11. desember næstkomandi. 22. nóvember 2020 16:42 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. Þá hefði hann viljað sjá meiri virkni í bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca, sem tilkynnti um niðurstöður rannsóknar sinnar í dag. Greint var frá því í dag að bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla veiti 70 prósenta vörn gegn kórónuveirunni, sé ódýrara í framleiðslu en önnur bóluefni sem komin eru langt í þróun og einnig sé auðveldara að flytja það. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hver eða hverjir þessara eiginleika væru mikilvægir og kæmu til með að nýtast best hér á Íslandi. Hann sagðist eiga eftir að sjá betri niðurstöður úr rannsókninni en hefði þó viljað sjá hærri virkni en 70 prósent. „[…] sérstaklega í ljósi tilkynninga um hin bóluefnin þar sem virknin átti að vera 90 til 95 prósent. En við þurfum líka að sjá, er virknin mismunandi milli hópa, aldurshópa, sjúklingahópa? Þannig að við gætum þurft að nota bóluefnin mismunandi. Þetta bóluefni virkar kannski best hjá þessum hópi og önnur hjá öðrum og svo framvegis. Þannig að það er kannski ekki mikið meira um það að segja en vissulega hefði ég viljað sjá, almennt séð, hærri virkni,“ sagði Þórólfur. Áhyggjuefni ef fólk líti á bóluefni sem hættulegt Ný skoðanakönnun í Svíþjóð sýnir að fjórði hver Svíi vilji ekki láta bólusetja sig gegn veirunni, einkum af ótta við mögulegar aukaverkanir. Þá var einnig bent á að hér á landi þekktist að fólk vildi ekki bólusetningu, til dæmis hefði Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagt í viðtali í síðustu viku að hann ætlaði ekki að láta bólusetja sig gegn veirunni. Þórólfur sagði að hann teldi það skipta „gríðarlega miklu máli“ að fólk færi í bólusetningu og vísaði í nýlega skoðanakönnun hér á landi, þar sem fram kom að yfir 90 prósent landsmanna væru jákvæðir gagnvart bólusetningum við veirunni. „En samt sem áður er það ákveðið áhyggjuefni ef það kemur allt í einu upp að menn fara að líta á þetta bóluefni sem eitthvert stórhættulegt bóluefni,“ sagði Þórólfur. Áhættan af bólusetningu margfalt minni en af sýkingu Hafinn væri undirbúningur að upplýsingum um bólusetningu handa almenningi. Í því samhengi skipti máli að bera saman afleiðingar af Covid-19 og hugsanlegar afleiðingar af bólusetningu. „Ef við erum með upplýsingar um rannsóknir á bóluefni á tugum þúsunda manna, og getum borið það saman við afleiðingar af Covid-sýkingunni, þá held ég að menn munu sjá örugglega mjög fljótt að áhættan af bólusetningu er sennilega margfalt, margfalt minni en áhættan af völdum Covid-sýkingarinnar. Af því að við erum líka að tala um langtímaafleiðingar, jafnvel hjá fólki sem hefur ekki veikst alvarlega,“ sagði Þórólfur. „Ég held að þetta verði í raun lykillinn að því að koma okkur út úr þessum Covid-faraldri algjörlega. Þess vegna held ég að það verði mjög mikilvægt að við fáum góða þátttöku hér á Íslandi til að koma okkur út úr þessu þannig að við getum farið að hefja aftur eðlilegt líf. Við þurfum að ná hér hjarðónæmi, sem er 60 prósent. Ef bóluefni er bara 70 prósent virkt, hjá AstraZeneca til dæmis, þá þýðir það að ef við ætluðum bara að nota það bóluefni þyrftum við að bólusetja alla til að ná 70 prósent ónæmi.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala.Vísir/vilhelm Almenn bólusetning öllum til hagsbóta Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala tók undir með Þórólfi og benti á að Covid-19 væri lífshættuleg veirusýking. „Og í öðru lagi er ýmislegt sem bendir til þess að fólk fái langtímaafleiðingar. Við höfum bæði séð það á miðlunum en það má segja það að það séu vísbendingar um það í rannsóknum að þetta hafi langtímaafleiðingar umfram það sem talist getur eðlilegt. Þannig að það er mjög brýnt að ef ekki koma fram nein vandkvæði varðandi bólusetningarnar, að hér verði almenn bólusetning öllum til hagsbóta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Kári varar við væntanlegum tilslökunum Víðis og Þórólfs Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir ekki langt í að hægt verði að fara í frekari afléttingar á aðgerðum hér á landi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ekki sjá neinar breytingar hér á landi fyrir jólin. 22. nóvember 2020 22:47 Mögulegt að bólusetning hefjist 11. desember í Bandaríkjunum Maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19 hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar þann 11. desember næstkomandi. 22. nóvember 2020 16:42 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56
Kári varar við væntanlegum tilslökunum Víðis og Þórólfs Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir ekki langt í að hægt verði að fara í frekari afléttingar á aðgerðum hér á landi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ekki sjá neinar breytingar hér á landi fyrir jólin. 22. nóvember 2020 22:47
Mögulegt að bólusetning hefjist 11. desember í Bandaríkjunum Maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19 hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar þann 11. desember næstkomandi. 22. nóvember 2020 16:42