Körfubolti

Tryggvi og félagar töpuðu fyrir Barcelona

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi í leik með Zaragoza.
Tryggvi í leik með Zaragoza. vísir/getty

Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var á sínum stað í liði Zaragoza þegar liðið fékk stórlið Barcelona í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Jafnræði var með liðunum framan af og leiddi Zaragoza með einu stigi í leikhléi.

Í þriðja leikhluta steig Katalóníuliðið hressilega á bensíngjöfina og eignaði sér leikinn en Barcelona skoraði 29 stig í leikhlutanum gegn 10 stigum gestanna.

Fór að lokum svo að Barcelona vann tólf stiga sigur, 85-97.

Tryggvi Snær lék rúmar 12 mínútur; skoraði sex stig og tók fjögur fráköst. Cory Higgins fór mikinn í liði Börsunga og skilaði 17 stigum á töfluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×