Fótbolti

Ragnar vonast „auðvitað“ eftir nýjum samningi hjá FCK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar Sigurðsson á ferðinni í 2-2 jafnteflinu við Velje  fyrr á leiktíðinni.
Ragnar Sigurðsson á ferðinni í 2-2 jafnteflinu við Velje  fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Samningur Ragnars Sigurðssonar hjá FCK rennur út í sumar en Fylkismaðurinn segir að hann vonast eftir því að vera áfram hjá félaginu.

Ragnar kom aftur til FCK í janúar eftir veru í Rússlandi en hann hafði spilað með félaginu frá 2011 til 2014. Hann er í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins.

„Þetta hefur verið erfitt síðan ég kom. Mitt fyrsta markmið er að komast aftur í gang og spila einhverja leiki. Svo munum við sjá til en auðvitað hef ég áhuga á að vera hérna áfram,“ sagði Ragnar.

Eins og áður segir er Ragnar í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins en hann veit ekki hvort að hann búi áfram í Kaupmannahöfn.

„Við höfum ekki ákveðið það. Þetta er smá flókið þar sem ég á rússneska konu en mér hefur alltaf liðið vel í Kaupmannahöfn og FCK. En þetta er ekki mín ákvörðun. Það er félagið sem þarf að vilja þetta líka.“

FCK hefur farið brösuglega af stað í danska boltanum en Ragnar hefur leikið tvo leiki á tímabilinu. Þeira mæta Randers á heimavelli annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×