Liðsfélagi Gylfa hótar blaðamanni lögsókn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 12:01 James Rodriguez og Gylfi Sigurðsson standa við boltann eftir að Everton fékk aukaspyrnu fyrir utan teig á móti WBA í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Getty/Tony McArdle Þetta var ekki góður landsleikjagluggi fyrir Gylfa okkar Sigurðsson en hann var miklu verri fyrir liðsfélaga hans James Rodriguez. James Rodriguez kom til Everton í sumar og hefur staðið sig vel með liðinu. Hann er líka í stjörnuhlutverki hjá kólumbíska landsliðinu eins og Gylfi Þór Sigurðsson er hjá því íslenska. James Rodriguez og félagar í kólumbíska landsliðinu töpuðu báðum leikjum sínum í undankeppni HM þar af fengu þeir 6-1 skell á móti Ekvador í seinni leiknum. Fyrri leiknum tapaði Kólumbía 3-0 á móti Úrúgvæ. Tapið á móti Úrúgvæ var stærsta tap Kólumbíu á móti Úrúgvæ í 82 ár en skellurinn á móti Ekvardor var samt stóra áfallið. Rodriguez ryktades ha hamnat i bråk med lagkamrat - dementerar och hotar med rättsliga åtgärder.https://t.co/48bq9VVcAB pic.twitter.com/foAfKRxqeM— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) November 20, 2020 Javier Hernandez Bonnet, fjölmiðlamaður hjá Blu Radio, sagði spænska blaðinu Marca frá því að James Rodriguez hafi í framhaldinu af þessum vandræðalegu tapleikjum lent í slagsmálum við liðsfélaga sinn. James Rodriguez og Jefferson Lerma, sem spilar með Bournemouth, áttu að hafa lent í slagsmálum á æfingu kólumbíska landsliðsins. James Rodriguez hefur nú hótað blaðamanninum lögsókn. „Þeir sem búa til þessar fölsku fréttir eru bara að reyna að ljúga upp á mig,“ skrifaði James Rodriguez í yfirlýsingu. „Mín skilaboð til almennings, til fjölmiðla og til okkar stuðningsmanna eru að ég hafna öllum þessum fréttum um ofbeldi, árásir eða deilur sem áttu að hafa orðið á milli okkar leikmanna þar sem ég átti að vera upphafsmaðurinn,“ skrifaði Rodriguez. „Að lokum þá vil ég biðja ykkur um að halda ekki áfram að dreifa þessum fölsku fréttum. Þeir sem bjuggu til þessar fölsku ásakanir eru bara að reyna að dreifa lygasögum og ég mun lögsækja þá ef ég tel þörf á því,“ skrifaði James Rodriguez. Hann segir blaðamanninn vera að sverta orðspor sitt og ætlar mögulega að fara í hart og með málið fyrir dómstóla. Kólumbíska landsliðið hefur aðeins náð í fjögur stig út úr fjórum fyrstu leikjum sínum í undankeppninni. Liðið er því bara í sjöunda sæti af tíu liðum Suðurameríkuriðilsins. Comunicado oficial pic.twitter.com/KJjtxuoqog— James Rodríguez (@jamesdrodriguez) November 19, 2020 Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Þetta var ekki góður landsleikjagluggi fyrir Gylfa okkar Sigurðsson en hann var miklu verri fyrir liðsfélaga hans James Rodriguez. James Rodriguez kom til Everton í sumar og hefur staðið sig vel með liðinu. Hann er líka í stjörnuhlutverki hjá kólumbíska landsliðinu eins og Gylfi Þór Sigurðsson er hjá því íslenska. James Rodriguez og félagar í kólumbíska landsliðinu töpuðu báðum leikjum sínum í undankeppni HM þar af fengu þeir 6-1 skell á móti Ekvador í seinni leiknum. Fyrri leiknum tapaði Kólumbía 3-0 á móti Úrúgvæ. Tapið á móti Úrúgvæ var stærsta tap Kólumbíu á móti Úrúgvæ í 82 ár en skellurinn á móti Ekvardor var samt stóra áfallið. Rodriguez ryktades ha hamnat i bråk med lagkamrat - dementerar och hotar med rättsliga åtgärder.https://t.co/48bq9VVcAB pic.twitter.com/foAfKRxqeM— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) November 20, 2020 Javier Hernandez Bonnet, fjölmiðlamaður hjá Blu Radio, sagði spænska blaðinu Marca frá því að James Rodriguez hafi í framhaldinu af þessum vandræðalegu tapleikjum lent í slagsmálum við liðsfélaga sinn. James Rodriguez og Jefferson Lerma, sem spilar með Bournemouth, áttu að hafa lent í slagsmálum á æfingu kólumbíska landsliðsins. James Rodriguez hefur nú hótað blaðamanninum lögsókn. „Þeir sem búa til þessar fölsku fréttir eru bara að reyna að ljúga upp á mig,“ skrifaði James Rodriguez í yfirlýsingu. „Mín skilaboð til almennings, til fjölmiðla og til okkar stuðningsmanna eru að ég hafna öllum þessum fréttum um ofbeldi, árásir eða deilur sem áttu að hafa orðið á milli okkar leikmanna þar sem ég átti að vera upphafsmaðurinn,“ skrifaði Rodriguez. „Að lokum þá vil ég biðja ykkur um að halda ekki áfram að dreifa þessum fölsku fréttum. Þeir sem bjuggu til þessar fölsku ásakanir eru bara að reyna að dreifa lygasögum og ég mun lögsækja þá ef ég tel þörf á því,“ skrifaði James Rodriguez. Hann segir blaðamanninn vera að sverta orðspor sitt og ætlar mögulega að fara í hart og með málið fyrir dómstóla. Kólumbíska landsliðið hefur aðeins náð í fjögur stig út úr fjórum fyrstu leikjum sínum í undankeppninni. Liðið er því bara í sjöunda sæti af tíu liðum Suðurameríkuriðilsins. Comunicado oficial pic.twitter.com/KJjtxuoqog— James Rodríguez (@jamesdrodriguez) November 19, 2020
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira