Sara Sigmunds elskar Lewis Hamilton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir er mikil aðdáandi Lewis Hamilton. Samsett/Instagram&Getty Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Lewis Hamilton tryggði sér á dögunum sinn sjöunda heimsmeistaratitil í formúlu eitt en hann vann þá titilinn fjórða árið í röð. Hamilton jafnaði með þessu met Michael Schumacher sem vann líka sjö heimsmeistaratitla frá 1994 til 2004. Í viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness á dögunum þá nefndi íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir Lewis Hamilton þegar hún var spurð út í hvaða íþróttamaður í CrossFit eða annarri íþrótti hefði mestu áhrif á hana. „Ég elska Lewis Hamilton og ekki aðeins sem íþróttamann heldur líka fyrir hans gildi og breytingarnar sem hann er að berjast fyrir til að gera heiminn betri,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Hann er eitthvað annað og hann er svo auðmjúkur,“ sagði Sara sem fór að fylgjast með formúlunni eftir að hafa horft á heimildarmyndina um hana. „Ég horfði á formúlu eitt þættina og þeir eru svo góðir. Ég hafði aldrei horft á formúlu eitt og spurði sjálfa mig af hverju ég ætti að horfa á sjónvarpsþátt um hana. Ég prófaði að horfa á hann og ég gat ekki hætt,“ sagði Sara. „Ég held að ég sé búinn að horfa þrisvar sinnum á þættina. Hann sýnir þar alltaf hversu þakklátur hann er fyrir vinnu liðsfélaga sinna. Hann er ekki þessi sjálfumglaði gæi sem heldur að hann eigi heiminn af því að hann er svona stórkostlegur ökumaður. Hann er alltaf að segja að hann gæti ekki gert þetta án liðsins síns,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Þess vegna elska ég hann og hefur þessi réttu gildi. Ég horfi mikið upp til hans og ég elska líka Serenu Williams. Hún er ótrúleg og hún hefur séð til þess ásamt Rondu Rousey að vöðvastæltar íþróttakonur eru viðurkenndar. Með frammistöðu þeirra hafa þær sýnt öllum hinum að vera stoltar af vöðvunum sínum og ekki skamma sín fyrir neitt,“ sagði Sara. „Þegar ég var að byrja að æfa þá sagði ég við vin minn að ef ég fær vöðva á hálsinn þá mun ég hætta því mér fannst það svo ógeðslegt. Svo byrjaði ég í CrossFit og elskaði það að vera komin með vöðva á hálsinn,“ sagði Sara. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Formúla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Sjá meira
Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Lewis Hamilton tryggði sér á dögunum sinn sjöunda heimsmeistaratitil í formúlu eitt en hann vann þá titilinn fjórða árið í röð. Hamilton jafnaði með þessu met Michael Schumacher sem vann líka sjö heimsmeistaratitla frá 1994 til 2004. Í viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness á dögunum þá nefndi íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir Lewis Hamilton þegar hún var spurð út í hvaða íþróttamaður í CrossFit eða annarri íþrótti hefði mestu áhrif á hana. „Ég elska Lewis Hamilton og ekki aðeins sem íþróttamann heldur líka fyrir hans gildi og breytingarnar sem hann er að berjast fyrir til að gera heiminn betri,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Hann er eitthvað annað og hann er svo auðmjúkur,“ sagði Sara sem fór að fylgjast með formúlunni eftir að hafa horft á heimildarmyndina um hana. „Ég horfði á formúlu eitt þættina og þeir eru svo góðir. Ég hafði aldrei horft á formúlu eitt og spurði sjálfa mig af hverju ég ætti að horfa á sjónvarpsþátt um hana. Ég prófaði að horfa á hann og ég gat ekki hætt,“ sagði Sara. „Ég held að ég sé búinn að horfa þrisvar sinnum á þættina. Hann sýnir þar alltaf hversu þakklátur hann er fyrir vinnu liðsfélaga sinna. Hann er ekki þessi sjálfumglaði gæi sem heldur að hann eigi heiminn af því að hann er svona stórkostlegur ökumaður. Hann er alltaf að segja að hann gæti ekki gert þetta án liðsins síns,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Þess vegna elska ég hann og hefur þessi réttu gildi. Ég horfi mikið upp til hans og ég elska líka Serenu Williams. Hún er ótrúleg og hún hefur séð til þess ásamt Rondu Rousey að vöðvastæltar íþróttakonur eru viðurkenndar. Með frammistöðu þeirra hafa þær sýnt öllum hinum að vera stoltar af vöðvunum sínum og ekki skamma sín fyrir neitt,“ sagði Sara. „Þegar ég var að byrja að æfa þá sagði ég við vin minn að ef ég fær vöðva á hálsinn þá mun ég hætta því mér fannst það svo ógeðslegt. Svo byrjaði ég í CrossFit og elskaði það að vera komin með vöðva á hálsinn,“ sagði Sara. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Formúla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Sjá meira