„Ótrúlegur hraði“ í þróun bóluefna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. nóvember 2020 16:18 Aldrei hefur tekist að búa til bóluefni jafnhratt og nú stefnir í. AP/Ng Han Guan Jákvæðar niðurstöður berast nú í röðum frá framleiðendum bóluefna gegn kórónuveirunni. Aldrei áður hefur tekið jafnskamman tíma að þróa bóluefni. Bandarísku fyrirtækin Pfizer og Moderna tilkynntu á dögunum um að bóluefni sín veiti um 95 prósenta vernd gegn veirunni, samkvæmt niðurstöðum úr þriðja og síðasta stigi tilrauna. Bóluefni Sputnik í Rússlandi var sagt veita álíka mikla vernd en samkvæmt breska ríkisútvarpinu eru skiptar skoðanir um áreiðanleika niðurstaðna Rússanna. Í morgun birtu rannsakendur hjá Oxford svo niðurstöður úr tilraunum á öðru stigi þar sem fram kom að bóluefni Oxford og AstraZeneca myndi sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Það sem skilur Oxford-bóluefnið að frá hinum er hins vegar það að ekki þarf að geyma efnið í miklu frosti. Því gæti orðið auðveldara að dreifa því til fólks. Ugur Sahin, framkvæmdastjóri BioNTech, sem vinnur með Pfizer að bóluefni, segir árangurinn hingað til fordæmalausan. „Þetta hefur verið ótrúlegur hraði og efnið virkar ótrúlega vel.“ Aldrei hefur tekist að búa til bóluefni jafnhratt og nú stefnir í. Fyrra met var sett þegar bóluefni við hettusótt var þróað á um fjórum árum. Ísland fær aðgengi að bóluefni gegn kórónuveirunni í gegnum Evrópusambandið sem hefur þegar samið við nokkur fyrirtæki, meðal annars Pfizer og AstraZeneca, sem framleiðir Oxford-bóluefnið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Jákvæðar niðurstöður berast nú í röðum frá framleiðendum bóluefna gegn kórónuveirunni. Aldrei áður hefur tekið jafnskamman tíma að þróa bóluefni. Bandarísku fyrirtækin Pfizer og Moderna tilkynntu á dögunum um að bóluefni sín veiti um 95 prósenta vernd gegn veirunni, samkvæmt niðurstöðum úr þriðja og síðasta stigi tilrauna. Bóluefni Sputnik í Rússlandi var sagt veita álíka mikla vernd en samkvæmt breska ríkisútvarpinu eru skiptar skoðanir um áreiðanleika niðurstaðna Rússanna. Í morgun birtu rannsakendur hjá Oxford svo niðurstöður úr tilraunum á öðru stigi þar sem fram kom að bóluefni Oxford og AstraZeneca myndi sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Það sem skilur Oxford-bóluefnið að frá hinum er hins vegar það að ekki þarf að geyma efnið í miklu frosti. Því gæti orðið auðveldara að dreifa því til fólks. Ugur Sahin, framkvæmdastjóri BioNTech, sem vinnur með Pfizer að bóluefni, segir árangurinn hingað til fordæmalausan. „Þetta hefur verið ótrúlegur hraði og efnið virkar ótrúlega vel.“ Aldrei hefur tekist að búa til bóluefni jafnhratt og nú stefnir í. Fyrra met var sett þegar bóluefni við hettusótt var þróað á um fjórum árum. Ísland fær aðgengi að bóluefni gegn kórónuveirunni í gegnum Evrópusambandið sem hefur þegar samið við nokkur fyrirtæki, meðal annars Pfizer og AstraZeneca, sem framleiðir Oxford-bóluefnið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira