Sjáðu hvað Sara valdi sem bestu minninguna sína á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 08:31 Sara Sigmundsdóttir í viðtali eftir þessa frábæru frammistöðu sína. Skjámynd/Youtube/CrossFit Sara Sigmundsdóttir fór yfir feril sinn á dögunum í léttu og skemmtilegu viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness sem var að stela Söru frá Nike á dögunum. Sara Sigmundsdóttir hefur keppt á sex heimsleikum á ferlinum og það er ein minning sem stendur upp úr hjá íslensku CrossFit stjörnunni. Í tilefni af nýjum margra ára samningi Söru og breska íþróttavöruframleiðandans WIT Fitness þá ræddu þau Dan Williams og Sara saman á Instagram. Sara var meðal annars spurð út í það hvað væri hennar besta persónulega minning frá öllum sínum heimsleikum. Sara fór alla leið aftur til fyrstu leikanna og til greinarinnar á leikunum 2015 þar sem hún stimplaði sig inn meðal þeirra bestu í CrossFit íþróttinni. „Ég myndi líklega velja Heavy DT æfinguna frá fyrstu leikunum mínum árið 2015,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og hélt áfram. „Ég var búin að ákveða hvernig ég ætlaði að gera æfinguna og hélt mig við það. Ég var í síðasta riðlinum og ég hugsaði: Þetta er kannski í síðasta skiptið sem þú ert í síðasta riðlinum því þú verður ekki á topp tíu eftir þessa grein,“ rifjaði Sara upp en það má nálgast viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri í hópi þeirra bestu en Sara var í toppbaráttunni allan tímann. Sara endaði að lokum í þriðja sætið á eftir heimsmeistaranum Katrínu Tönju Davíðsdóttur og silfurhafanum Tiu-Clair Toomey. „Ég var því búin að ákveða það að ég ætlaði að njóta þess að vera í síðasta riðlinum og það var svo skemmtilegt að vera að keppa við hliðina á þeim bestu. Svo vann ég æfinguna og ég var bara: Ó,“ sagði Sara hlæjandi. Dan Williams sagðist hafa verið meðal áhorfenda á Tennis vellinum þar sem æfingin fór fram en það var gríðarleg stemning á meðan þessi lokaæfing annars dagsins fór fram. „Þetta var svo gaman. Öll ljósin og svo var fjölskyldan mín beint fyrir framan mig með íslenska fánann. Þetta var svo góð stund fyrir mig,“ sagði Sara. Sara vann ekki bara greinina heldur hreinlega rústaði henni. Hún kláraði æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum og var næstum því einni mínútu á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var númer tvö. Eftir að sigurinn var í höfn þá lýsti lýsandinn yfir: „Það er ný íslensk CrossFit drottning fædd á leikunum.“ Fyrir þá sem vilja rifja upp þessa ótrúlega skemmtilegu stund á ferli Söru þá má sjá þessa frammistöðu hennar í myndbandinu hér fyrir neðan. Karlarnir eru á undan en konurnar byrja eftir 18 mínútur og 24 sekúndur. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir fór yfir feril sinn á dögunum í léttu og skemmtilegu viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness sem var að stela Söru frá Nike á dögunum. Sara Sigmundsdóttir hefur keppt á sex heimsleikum á ferlinum og það er ein minning sem stendur upp úr hjá íslensku CrossFit stjörnunni. Í tilefni af nýjum margra ára samningi Söru og breska íþróttavöruframleiðandans WIT Fitness þá ræddu þau Dan Williams og Sara saman á Instagram. Sara var meðal annars spurð út í það hvað væri hennar besta persónulega minning frá öllum sínum heimsleikum. Sara fór alla leið aftur til fyrstu leikanna og til greinarinnar á leikunum 2015 þar sem hún stimplaði sig inn meðal þeirra bestu í CrossFit íþróttinni. „Ég myndi líklega velja Heavy DT æfinguna frá fyrstu leikunum mínum árið 2015,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og hélt áfram. „Ég var búin að ákveða hvernig ég ætlaði að gera æfinguna og hélt mig við það. Ég var í síðasta riðlinum og ég hugsaði: Þetta er kannski í síðasta skiptið sem þú ert í síðasta riðlinum því þú verður ekki á topp tíu eftir þessa grein,“ rifjaði Sara upp en það má nálgast viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri í hópi þeirra bestu en Sara var í toppbaráttunni allan tímann. Sara endaði að lokum í þriðja sætið á eftir heimsmeistaranum Katrínu Tönju Davíðsdóttur og silfurhafanum Tiu-Clair Toomey. „Ég var því búin að ákveða það að ég ætlaði að njóta þess að vera í síðasta riðlinum og það var svo skemmtilegt að vera að keppa við hliðina á þeim bestu. Svo vann ég æfinguna og ég var bara: Ó,“ sagði Sara hlæjandi. Dan Williams sagðist hafa verið meðal áhorfenda á Tennis vellinum þar sem æfingin fór fram en það var gríðarleg stemning á meðan þessi lokaæfing annars dagsins fór fram. „Þetta var svo gaman. Öll ljósin og svo var fjölskyldan mín beint fyrir framan mig með íslenska fánann. Þetta var svo góð stund fyrir mig,“ sagði Sara. Sara vann ekki bara greinina heldur hreinlega rústaði henni. Hún kláraði æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum og var næstum því einni mínútu á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var númer tvö. Eftir að sigurinn var í höfn þá lýsti lýsandinn yfir: „Það er ný íslensk CrossFit drottning fædd á leikunum.“ Fyrir þá sem vilja rifja upp þessa ótrúlega skemmtilegu stund á ferli Söru þá má sjá þessa frammistöðu hennar í myndbandinu hér fyrir neðan. Karlarnir eru á undan en konurnar byrja eftir 18 mínútur og 24 sekúndur. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Sjá meira