Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 06:30 Allar símalínur hafa verið rauðglóandi hjá klippurum og rökurum síðan breytingarnar voru tilkynntar fyrir helgi enda búið að vera lokað á hárgreiðslustofum í margar vikur og það styttist í jólin. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Enn er tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja hana. Helstu breytingarnar eru þær að nú mega hárgreiðslu- og snyrtistofur opna aftur, æfingar, íþróttastarf og æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt inni og úti og í framhaldsskólum mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað tíu áður. Skylt er að nota andlitsgrímur ef ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Takmarkanir á samkomum 18. nóvember til og með 1. desembert 2020.Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Tuesday, November 17, 2020 Þá er þeim sem hafa fengið Covid-19 og þeim sem ekki geta notað grímur, til dæmis af heilsufarsástæðum, veitt undanþága frá grímuskyldu. Að auki verða nemendur í 5.-7. bekk undanþegnir grímuskyldu og tveggja metra nálægðarmörkum, líkt og yngri nemendur í leik- og grunnskólum. Grímuskylda kennara í 1.-7. bekk er einnig afnumin og þá mega nemendahópar blandast á útisvæðum leik-og grunnskóla. Breytingarnar sem tóku gildi á miðnætti eru eftirfarandi: Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns. Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman. Grímuskylda afnumin í 5.-7. bekk grunnskóla sem og tveggja metra nálægðarmörk. Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð. Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis. Þá má lesa nánar um þær reglur sem gilda í leik-og grunnskólum á vef menntamálaráðuneytisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Enn er tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja hana. Helstu breytingarnar eru þær að nú mega hárgreiðslu- og snyrtistofur opna aftur, æfingar, íþróttastarf og æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt inni og úti og í framhaldsskólum mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað tíu áður. Skylt er að nota andlitsgrímur ef ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Takmarkanir á samkomum 18. nóvember til og með 1. desembert 2020.Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Tuesday, November 17, 2020 Þá er þeim sem hafa fengið Covid-19 og þeim sem ekki geta notað grímur, til dæmis af heilsufarsástæðum, veitt undanþága frá grímuskyldu. Að auki verða nemendur í 5.-7. bekk undanþegnir grímuskyldu og tveggja metra nálægðarmörkum, líkt og yngri nemendur í leik- og grunnskólum. Grímuskylda kennara í 1.-7. bekk er einnig afnumin og þá mega nemendahópar blandast á útisvæðum leik-og grunnskóla. Breytingarnar sem tóku gildi á miðnætti eru eftirfarandi: Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns. Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman. Grímuskylda afnumin í 5.-7. bekk grunnskóla sem og tveggja metra nálægðarmörk. Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð. Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis. Þá má lesa nánar um þær reglur sem gilda í leik-og grunnskólum á vef menntamálaráðuneytisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira