Sara vill hafa alla litina á disknum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir þarf að huga mikið um það sem hún borðar. Instagram/@sarasigmunds Matur og næring skiptir alla afreksíþróttamenn miklu máli. Margir höfðu líka áhuga á því að vita það hvar og hvernig íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir finnur sér bensín fyrir allar æfingarnar sínar. Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leyfði fylgjendum sínum að skyggnast inn í sinn matarheim þegar hún svaraði fjölda spurninga í nýju myndbandi á Instagram. Sara fór yfir spurningar frá aðdáendum á Instagram og svaraði þeim á persónulegan og hreinskilinn hátt. „Ég elska að skora á sjálfa mig með því að prófa nýja uppskriftir. Reglan mín er að hafa næstum því alla liti á matardisknum mínum. Ég verð að hafa eitthvað rautt, eitthvað grænt og eitthvað gul á disknum. Með því veit maður að maður er að borða fjölbreyttan mat,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og bætti við: „Ég myndi ráðleggja ykkur að prófa eitthvað nýtt í hverri viku og reyna líka að hafa alla litina á disknum,“ sagði Sara Sigmundsdóttir meðal annars í einu svari sínu. „Ég tek alltaf mat með mér hvert sem ég fer. Ég skipulegg það fyrir fram sem ég ætla að borða yfir daginn en auðvitað verður að vera jafnvægi. Ef þú veist að þú átt afmæli á laugardegi þá er gott að hafa svindldaginn þinn þá. Þá getur þú tekið þátt í því að borða matinn með fjölskyldu þinni,“ sagði Sara og útskýrði það aðeins betur. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Kannski bjóða foreldrar mínir mér í mat og þau hafa líka eftirrétt. Þá myndi ég alltaf taka með mér eitthvað sem gæti verið eftirréttur fyrir mig svo að ég væri ekki bara að horfa á þau að borða sinn eftirrétt. Kannski tek ég þá vínberin og hnetusmjörið með sem eftirrétt fyrir mig. Það er hollari valkostur. Ég er þá að borða eftirrétt eins og þau en bara hollari útgáfu,“ sagði Sara. Sara var líka spurð frekar út í svindldagana sína. „Svindldagarnir fara svolítið eftir hvenær á árinu þetta er. Dæmi um svindldag á sjálfu tímabilinu þá hef ég kannski eina máltíð, sem er heilsusamleg en þar sem ég er kannski ekki að mæla allt sem ég borða,“ sagði Sara og nefndi sem dæmi heilsupizzu. „Svo er ég líka með náttúrulegan eftirrétt um kvöldið. Ég borða samt ekki eftirrétt í hverri viku og hef oft prótein stykki sem nammi þegar tímabilið er í gangi,“ sagði Sara. „Það er allt annað í gangi þegar tímabilið er búið því þá leyfi ég mér meira. Allir ættu líka að leyfa sér að taka af sér allar hömlur í nokkra daga og lifa lífinu. Þrátt fyrir að ég leyfi mér ýmislegt utan tímabilsins þá reyni ég alltaf að borða hollan mat. Ef ég fæ mér eitthvað óhollara þá reyni ég að borða eitthvað hollt á undan,“ sagði Sara. Það má sjá öll svörin hennar hér fyrir neðan en hún segir meðal annars frá því af hverju hún hætti að taka hnetusmjörið með sér í keppnisferðalögin. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Matur og næring skiptir alla afreksíþróttamenn miklu máli. Margir höfðu líka áhuga á því að vita það hvar og hvernig íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir finnur sér bensín fyrir allar æfingarnar sínar. Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leyfði fylgjendum sínum að skyggnast inn í sinn matarheim þegar hún svaraði fjölda spurninga í nýju myndbandi á Instagram. Sara fór yfir spurningar frá aðdáendum á Instagram og svaraði þeim á persónulegan og hreinskilinn hátt. „Ég elska að skora á sjálfa mig með því að prófa nýja uppskriftir. Reglan mín er að hafa næstum því alla liti á matardisknum mínum. Ég verð að hafa eitthvað rautt, eitthvað grænt og eitthvað gul á disknum. Með því veit maður að maður er að borða fjölbreyttan mat,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og bætti við: „Ég myndi ráðleggja ykkur að prófa eitthvað nýtt í hverri viku og reyna líka að hafa alla litina á disknum,“ sagði Sara Sigmundsdóttir meðal annars í einu svari sínu. „Ég tek alltaf mat með mér hvert sem ég fer. Ég skipulegg það fyrir fram sem ég ætla að borða yfir daginn en auðvitað verður að vera jafnvægi. Ef þú veist að þú átt afmæli á laugardegi þá er gott að hafa svindldaginn þinn þá. Þá getur þú tekið þátt í því að borða matinn með fjölskyldu þinni,“ sagði Sara og útskýrði það aðeins betur. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Kannski bjóða foreldrar mínir mér í mat og þau hafa líka eftirrétt. Þá myndi ég alltaf taka með mér eitthvað sem gæti verið eftirréttur fyrir mig svo að ég væri ekki bara að horfa á þau að borða sinn eftirrétt. Kannski tek ég þá vínberin og hnetusmjörið með sem eftirrétt fyrir mig. Það er hollari valkostur. Ég er þá að borða eftirrétt eins og þau en bara hollari útgáfu,“ sagði Sara. Sara var líka spurð frekar út í svindldagana sína. „Svindldagarnir fara svolítið eftir hvenær á árinu þetta er. Dæmi um svindldag á sjálfu tímabilinu þá hef ég kannski eina máltíð, sem er heilsusamleg en þar sem ég er kannski ekki að mæla allt sem ég borða,“ sagði Sara og nefndi sem dæmi heilsupizzu. „Svo er ég líka með náttúrulegan eftirrétt um kvöldið. Ég borða samt ekki eftirrétt í hverri viku og hef oft prótein stykki sem nammi þegar tímabilið er í gangi,“ sagði Sara. „Það er allt annað í gangi þegar tímabilið er búið því þá leyfi ég mér meira. Allir ættu líka að leyfa sér að taka af sér allar hömlur í nokkra daga og lifa lífinu. Þrátt fyrir að ég leyfi mér ýmislegt utan tímabilsins þá reyni ég alltaf að borða hollan mat. Ef ég fæ mér eitthvað óhollara þá reyni ég að borða eitthvað hollt á undan,“ sagði Sara. Það má sjá öll svörin hennar hér fyrir neðan en hún segir meðal annars frá því af hverju hún hætti að taka hnetusmjörið með sér í keppnisferðalögin. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira