Innlent

Nafn Íslendingsins sem lést í Rússlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Starfsmönnum Skagans 3X var tilkynnt um andlát Áka fyrir helgi.
Starfsmönnum Skagans 3X var tilkynnt um andlát Áka fyrir helgi.

Íslendingurinn sem lést af völdum lungnabólgu vegna Covid-19 í Rússlandi í síðustu viku hét Áki Sigurðsson. Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá en Áki var búsettur í Bolungarvík.

Áki var við störf fyrir hátæknifyrirtækið Skagann 3X í Rússlandi.

Áki varð sextugur þann 1. maí síðastliðinn. Hann fæddist í Súðavík og ólst þar upp. Hann lætur eftir sig tvö uppkomin börn og þrjú barnabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×