Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2020 12:19 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendingum tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. Þetta kemur fram í minnisblaði um kaup á bóluefni við kórónuveirunni sem heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær. Vinnuhópur undir forystu heilbrigðisráðuneytisins tók til starfa í byrjun september og hefur sinnt undirbúningi og framkvæmd á kaupum á bóluefni gegn Covid-19 sem fer fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Framkvæmdastjórn hefur þegar samið við fjóra framleiðendur, AstraZeneca, Janssen, Sanofi og Pfizer. Hafa þegar sótt um neyðarleyfi AstraZeneca hefur þegar sótt um neyðarleyfi fyrir sitt bóluefni sem gefur til kynna að fyrirtækið hafi nógu mikil gögn sem sýni fram á virkni bóluefnisins gegn kórónuveirunni. Hefur lyfjastofnun Evrópu þegar hafið vinnu við að meta gögnin til að flýta ferlinu. Því hefur verið spá að AstraZeneca verði á meðal þeirra fyrstu til að koma bóluefni á markað. Samningur Íslands við AstraZeneca er metinn á 140 milljónir króna. Verjast fregna af mati á Pfizer Evrópusambandið hefur tryggt sér 200 milljónir skammta af bóluefni frá Pfizer með möguleika á 100 milljónum skammta til viðbótar. Ísland er tryggður kaupréttur að skömmtunum samkvæmt samningi en ekki liggur fyrir fjöldi þeirra. Lyfjastofnun Evrópu hefur lagt mat á gögn frá Pfizer frá því um miðjan október en stofnunin hefur varist allra fregna af gangi mála. Pfizer-fyrirtækið hefur sjálft sagt að bóluefnið veiti vörn í 90 prósentum tilfella, sem er sögð góð vísbending. Fái Pfizer-bóluefnið markaðsleyfi má gera ráð fyrir að bóluefnið verði komið á markað í byrjun árs. Getum keypt 163 þúsund skammta frá Janssen Þá stendur Íslandi til boða að kaupa 163 þúsund skammta frá Janssen framleiðandanum, sem er dótturfyrirtækið Johnson&Johnson. Áætlaður kostnaður vegna samningsins er um 344 milljónir króna. Bóluefnið frá Janssen er í fasa þrjú rannsókna og gert ráð fyrir að það komist í dreifingu um mitt næsta ár, gangi allt eftir. Evrópusambandið gekk einnig til samning við lyfjafyrirtækið Sanofi-GSK um kaup á bóluefni. Sá samningur kveður á um 300 milljónir skammta af bóluefni. Óskað hefur verið eftir því að íslensk stjórnvöld svari í desember hvort þau ætli að nýta sér kaupréttinn samkvæmt samningnum. Að svo stöddu liggur ekki fyrir hvað Íslandi standi til boða margir skammtar. Bóluefnið er ekki enn komið í rannsóknarfasa 3 og verður líklega ekki tilbúið fyrr en um mitt næsta ár, gangi allt eftir. Útbjuggu safn til að hámarka líkur Í ljósi þess að ekki liggur fyrir hvaða bóluefni mun standast kröfur um virkni og öryggi ákvað Evrópusambandið að útbúa safn þar sem tilgreindir eru þeir lyfjaframleiðendur sem ákveðið var að fara í viðræður við um kaup á bóluefni til að hámarka möguleika á því að unnt sé að framleiða og dreifa bóluefni til allra Evrópubúa sem fyrst. Auk AstraZeneca, Janssen, Sanofi og Pfizer hafa viðræður staðið yfir við bandaríska fyrirtækið Moderna sem framleiðir RNA-bóluefni líkt og Pfizer. Anthony Fauci, sem fer fyrir sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, segist búa við jafn góðum niðurstöðum frá Moderna og Pfizer. Þá hefur einnig verið rætt við Novavax, Valneva, Reithera og CureVac. AstraZeneca myndi duga í þriðja forgangshóp Alþjóðheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út leiðbeiningar um forgang í bóluefni, ef það verður af skornum skammti. Forgangnum en skipt upp í þrjú stig, eftir því hversu mikið bóluefni er til. Fyrsti forgangshópurinn miðast við að aðeins sé nægt bóluefni fyrir tæp tíu prósent þjóðarinnar. Annar forgangshópurinn ef bóluefni fæst fyrir tæp tuttugu prósent þjóðar og sá þriðji ef bóluefni fæst fyrir tæp 50 prósent þjóðar. Ljóst er að ef AstraZeneca bóluefnið kemst á markað, myndi það duga fyrir 31 prósent þjóðar eða inn í þriðja forgangshóp. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, sagði í samtali við Vísi að 200 milljónir skammtar frá Pfizer myndu duga fyrir fyrstu forgangshópa í Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendingum tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. Þetta kemur fram í minnisblaði um kaup á bóluefni við kórónuveirunni sem heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær. Vinnuhópur undir forystu heilbrigðisráðuneytisins tók til starfa í byrjun september og hefur sinnt undirbúningi og framkvæmd á kaupum á bóluefni gegn Covid-19 sem fer fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Framkvæmdastjórn hefur þegar samið við fjóra framleiðendur, AstraZeneca, Janssen, Sanofi og Pfizer. Hafa þegar sótt um neyðarleyfi AstraZeneca hefur þegar sótt um neyðarleyfi fyrir sitt bóluefni sem gefur til kynna að fyrirtækið hafi nógu mikil gögn sem sýni fram á virkni bóluefnisins gegn kórónuveirunni. Hefur lyfjastofnun Evrópu þegar hafið vinnu við að meta gögnin til að flýta ferlinu. Því hefur verið spá að AstraZeneca verði á meðal þeirra fyrstu til að koma bóluefni á markað. Samningur Íslands við AstraZeneca er metinn á 140 milljónir króna. Verjast fregna af mati á Pfizer Evrópusambandið hefur tryggt sér 200 milljónir skammta af bóluefni frá Pfizer með möguleika á 100 milljónum skammta til viðbótar. Ísland er tryggður kaupréttur að skömmtunum samkvæmt samningi en ekki liggur fyrir fjöldi þeirra. Lyfjastofnun Evrópu hefur lagt mat á gögn frá Pfizer frá því um miðjan október en stofnunin hefur varist allra fregna af gangi mála. Pfizer-fyrirtækið hefur sjálft sagt að bóluefnið veiti vörn í 90 prósentum tilfella, sem er sögð góð vísbending. Fái Pfizer-bóluefnið markaðsleyfi má gera ráð fyrir að bóluefnið verði komið á markað í byrjun árs. Getum keypt 163 þúsund skammta frá Janssen Þá stendur Íslandi til boða að kaupa 163 þúsund skammta frá Janssen framleiðandanum, sem er dótturfyrirtækið Johnson&Johnson. Áætlaður kostnaður vegna samningsins er um 344 milljónir króna. Bóluefnið frá Janssen er í fasa þrjú rannsókna og gert ráð fyrir að það komist í dreifingu um mitt næsta ár, gangi allt eftir. Evrópusambandið gekk einnig til samning við lyfjafyrirtækið Sanofi-GSK um kaup á bóluefni. Sá samningur kveður á um 300 milljónir skammta af bóluefni. Óskað hefur verið eftir því að íslensk stjórnvöld svari í desember hvort þau ætli að nýta sér kaupréttinn samkvæmt samningnum. Að svo stöddu liggur ekki fyrir hvað Íslandi standi til boða margir skammtar. Bóluefnið er ekki enn komið í rannsóknarfasa 3 og verður líklega ekki tilbúið fyrr en um mitt næsta ár, gangi allt eftir. Útbjuggu safn til að hámarka líkur Í ljósi þess að ekki liggur fyrir hvaða bóluefni mun standast kröfur um virkni og öryggi ákvað Evrópusambandið að útbúa safn þar sem tilgreindir eru þeir lyfjaframleiðendur sem ákveðið var að fara í viðræður við um kaup á bóluefni til að hámarka möguleika á því að unnt sé að framleiða og dreifa bóluefni til allra Evrópubúa sem fyrst. Auk AstraZeneca, Janssen, Sanofi og Pfizer hafa viðræður staðið yfir við bandaríska fyrirtækið Moderna sem framleiðir RNA-bóluefni líkt og Pfizer. Anthony Fauci, sem fer fyrir sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, segist búa við jafn góðum niðurstöðum frá Moderna og Pfizer. Þá hefur einnig verið rætt við Novavax, Valneva, Reithera og CureVac. AstraZeneca myndi duga í þriðja forgangshóp Alþjóðheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út leiðbeiningar um forgang í bóluefni, ef það verður af skornum skammti. Forgangnum en skipt upp í þrjú stig, eftir því hversu mikið bóluefni er til. Fyrsti forgangshópurinn miðast við að aðeins sé nægt bóluefni fyrir tæp tíu prósent þjóðarinnar. Annar forgangshópurinn ef bóluefni fæst fyrir tæp tuttugu prósent þjóðar og sá þriðji ef bóluefni fæst fyrir tæp 50 prósent þjóðar. Ljóst er að ef AstraZeneca bóluefnið kemst á markað, myndi það duga fyrir 31 prósent þjóðar eða inn í þriðja forgangshóp. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, sagði í samtali við Vísi að 200 milljónir skammtar frá Pfizer myndu duga fyrir fyrstu forgangshópa í Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira