„Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 13. nóvember 2020 14:09 Margrét Kristín Blöndal segir það vera bæði siðferðislega og borgaralega skyldu þjóðarinnar að segja „hingað og ekki lengra“. Hún hefur ekki glatað voninni um að senegalska fjölskyldan fái að dvelja hér á landi Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. Hjónin frá Senegal hafa búið á Íslandi í hátt í sjö ár og barist fyrir dvalarleyfi allan þann tíma en án árangurs. Dætur þeirra, Marta sem er sex ára og María sem er þriggja ára eru báðar fæddar hér á landi og þekkja ekkert annað en Ísland. Í lok október kom síðasti úrskurður í máli þeirra en að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Margrét Kristín Blöndal, söngkona, hefur talsvert látið sig málið varða. Hún hefur ekki glatað voninni um að fjölskyldan fái að dvelja hér. Í morgun var sótt um ríkisborgararétt fyrir systurnar. „Dómsmálaráðherra hefur sagt opinberlega að henni finnist þetta vera óboðlegur tími, að skapa sér tilveru í sjö ár og bíða jafnframt eftir úrskurði um það hvort maður fái að vera eða fara og ég veit ekki betur en að Bjarni Benediktsson, hafi tjáð sig um málið líka um daginn og sagt að þetta sé óeðlilegt þannig að ég er vongóð, absalútt!“ Margréti sýnist stjórnvöld ekki hafa náð að framfylgja þjóðarvilja. „Þessi misskildi lestur á þjóðarvilja er með ólíkindum. Íslendingar eru ekki þess konar þjóð að hún bjóði fólk svona óvelkomið eins og þessi vinnubrögð virðast sýna. Ég hef verið að undra mig á þessum lestri yfirvaldsins á vilja almennings vegna þess að þessar 21 þúsund undirskriftir komu í einum grænum hvínandi hvelli. Íslensk stjórnvöld verð að fara að hugsa sig verulega um í þessum málaflokki því siðleysið fer út fyrir allan þjófabálk“. Áherslur í innflytjendamálum rími ekki við gildismat íslensku þjóðarinnar sem vilji almennt bjóða fólk velkomið hér á landi og fagnar fjölbreytileika. „Ég tala bara sem húsmóðir í Vesturbænum, þetta bara er ekki til siðs hér. Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt. Þetta er ekki hægt.“ Margréti finnst nógu mikið hafa verið lagt á herðar fjölskyldunnar. Hún hafi mátt búa við réttindaleysi og óöryggi í öll þessi ár. „Það er bara ekki hægt að beita fólk þessu ofbeldi, þetta er ekkert annað en ofbeldi að ætla að fara að svipta fólk öruggri tilveru, sem er í rauninni ekki örugg vegna þess að þau hafa engin réttindi hér og hafa ekki haft nein réttindi í sjö ár, þá myndi ég náttúrulega bara líta á það þannig að yfirvöld skulduðu þessari fjölskyldu, ekki bara afsökunarbeiðni, heldur ættu þau að rigga upp ríkisborgararétti í einum grænum hvelli“. Meðferð yfirvalda á systrunum Maríu og Mörtu hafi sérstaklega farið fyrir brjóstið á henni. „Það er bara einhver lína þarna. Þegar við erum að tala um börn þá er það er okkar borgaralega skilyrðislausa skylda að segja hingað og ekki lengra þegar á að fara að fremja slíkt ofbeldi á börnum“. Senegal Hælisleitendur Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 Enn beini ég orðum að forsætis- og dómsmálaráðherra en það er sannarlega, af gefnu tilefni Eins og rifjað hefur verið upp ítrekað að undanförnu hefur forsætisráðherra vor lýst einu og öðru yfir. 10. nóvember 2020 15:15 „Erum að senda Íslending úr landi“ Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. Hjónin frá Senegal hafa búið á Íslandi í hátt í sjö ár og barist fyrir dvalarleyfi allan þann tíma en án árangurs. Dætur þeirra, Marta sem er sex ára og María sem er þriggja ára eru báðar fæddar hér á landi og þekkja ekkert annað en Ísland. Í lok október kom síðasti úrskurður í máli þeirra en að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Margrét Kristín Blöndal, söngkona, hefur talsvert látið sig málið varða. Hún hefur ekki glatað voninni um að fjölskyldan fái að dvelja hér. Í morgun var sótt um ríkisborgararétt fyrir systurnar. „Dómsmálaráðherra hefur sagt opinberlega að henni finnist þetta vera óboðlegur tími, að skapa sér tilveru í sjö ár og bíða jafnframt eftir úrskurði um það hvort maður fái að vera eða fara og ég veit ekki betur en að Bjarni Benediktsson, hafi tjáð sig um málið líka um daginn og sagt að þetta sé óeðlilegt þannig að ég er vongóð, absalútt!“ Margréti sýnist stjórnvöld ekki hafa náð að framfylgja þjóðarvilja. „Þessi misskildi lestur á þjóðarvilja er með ólíkindum. Íslendingar eru ekki þess konar þjóð að hún bjóði fólk svona óvelkomið eins og þessi vinnubrögð virðast sýna. Ég hef verið að undra mig á þessum lestri yfirvaldsins á vilja almennings vegna þess að þessar 21 þúsund undirskriftir komu í einum grænum hvínandi hvelli. Íslensk stjórnvöld verð að fara að hugsa sig verulega um í þessum málaflokki því siðleysið fer út fyrir allan þjófabálk“. Áherslur í innflytjendamálum rími ekki við gildismat íslensku þjóðarinnar sem vilji almennt bjóða fólk velkomið hér á landi og fagnar fjölbreytileika. „Ég tala bara sem húsmóðir í Vesturbænum, þetta bara er ekki til siðs hér. Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt. Þetta er ekki hægt.“ Margréti finnst nógu mikið hafa verið lagt á herðar fjölskyldunnar. Hún hafi mátt búa við réttindaleysi og óöryggi í öll þessi ár. „Það er bara ekki hægt að beita fólk þessu ofbeldi, þetta er ekkert annað en ofbeldi að ætla að fara að svipta fólk öruggri tilveru, sem er í rauninni ekki örugg vegna þess að þau hafa engin réttindi hér og hafa ekki haft nein réttindi í sjö ár, þá myndi ég náttúrulega bara líta á það þannig að yfirvöld skulduðu þessari fjölskyldu, ekki bara afsökunarbeiðni, heldur ættu þau að rigga upp ríkisborgararétti í einum grænum hvelli“. Meðferð yfirvalda á systrunum Maríu og Mörtu hafi sérstaklega farið fyrir brjóstið á henni. „Það er bara einhver lína þarna. Þegar við erum að tala um börn þá er það er okkar borgaralega skilyrðislausa skylda að segja hingað og ekki lengra þegar á að fara að fremja slíkt ofbeldi á börnum“.
Senegal Hælisleitendur Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 Enn beini ég orðum að forsætis- og dómsmálaráðherra en það er sannarlega, af gefnu tilefni Eins og rifjað hefur verið upp ítrekað að undanförnu hefur forsætisráðherra vor lýst einu og öðru yfir. 10. nóvember 2020 15:15 „Erum að senda Íslending úr landi“ Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13
Enn beini ég orðum að forsætis- og dómsmálaráðherra en það er sannarlega, af gefnu tilefni Eins og rifjað hefur verið upp ítrekað að undanförnu hefur forsætisráðherra vor lýst einu og öðru yfir. 10. nóvember 2020 15:15
„Erum að senda Íslending úr landi“ Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. nóvember 2020 16:50