„Manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2020 12:30 Björg Magnúsdóttir ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í dágóða stund og fóru þau um víðan völl. vísir/vilhelm Björg Magnúsdóttir er fjölmiðlakona og handritshöfundur. Hún er ein af þremur höfunda Ráðherrans, átta þátta þáttaröð sem lauk göngu sinni á RÚV um síðustu helgi. Hún er alin upp á trúuðu heimili í Hafnarfirði en trúin átti ekki við hana þegar fram liðu stundir. Björg ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og fóru þau meðan annars í gegnum trúna og hvernig það var fyrir hana að segja sig úr Þjóðkirkjunni. „Ég er alin upp á rosalega trúuðu heimili og foreldrar mínir voru um tíma í einhverjum söfnuðum og svona. Ég elska foreldra mína út af lífinu en við erum bara svolítið ólík,“ segir Björg í spjallinu við Snæbjörn. „Við fórum alltaf í messu á laugardögum hjá aðventistasöfnuðinum á Íslandi og ég var snemma farin að lesa mikið og það var yfirleitt mikilli rammi í kringum mig. En þegar kemur að trúnni þá fór í ég í smá leiðangur með það og það er ekki fyrir mig og ég gekk til liðs við Siðmennt fyrir nokkrum árum síðan og skráði mig úr Þjóðkirkjunni.“ Björg segist hafa fengið mjög trúað uppeldi. „Þetta hefur haft mjög mótandi áhrif á minn karakter og kennt mér rosalega margt og sýnt mér rosalega margt þó ég hafi kannski aðeins valið aðra leiði varðandi þessi mál. Þó ég sé ekki sjálf í Þjóðkirkjunni þá ber ég mjög mikla virðingu fyrir boðskap kristinnar trúar, það er ekki annað hægt. En að fara úr þessu er ferðalag og manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt, sérstaklega ef maður er alin svona upp. En á einhverjum tímapunkti þarf þú að átta þig á því hver er ég og hvað er ég að tengja við. Ég er ekki að tengja við þessar messur,“ segir Björg og bætir við að henni hafi oft þótt fólk varpa of mikilli ábyrgð yfir á guð í stað þess að axla sjálf ábyrgð og takast á við hlutina. „Þegar þú elst upp við eitthvað þá heldur maður bara að það sé málið. En þegar líður á er eitthvað bank innra með manni þar sem maður er ekki að tengja við þetta.“ Dv greinir frá því í morgun að Björg sé gengin út og sé komin í samband með Tryggva Þór Hilmarssyni auglýsingahönnuði hjá Aton JL. Trúmál Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira
Björg Magnúsdóttir er fjölmiðlakona og handritshöfundur. Hún er ein af þremur höfunda Ráðherrans, átta þátta þáttaröð sem lauk göngu sinni á RÚV um síðustu helgi. Hún er alin upp á trúuðu heimili í Hafnarfirði en trúin átti ekki við hana þegar fram liðu stundir. Björg ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og fóru þau meðan annars í gegnum trúna og hvernig það var fyrir hana að segja sig úr Þjóðkirkjunni. „Ég er alin upp á rosalega trúuðu heimili og foreldrar mínir voru um tíma í einhverjum söfnuðum og svona. Ég elska foreldra mína út af lífinu en við erum bara svolítið ólík,“ segir Björg í spjallinu við Snæbjörn. „Við fórum alltaf í messu á laugardögum hjá aðventistasöfnuðinum á Íslandi og ég var snemma farin að lesa mikið og það var yfirleitt mikilli rammi í kringum mig. En þegar kemur að trúnni þá fór í ég í smá leiðangur með það og það er ekki fyrir mig og ég gekk til liðs við Siðmennt fyrir nokkrum árum síðan og skráði mig úr Þjóðkirkjunni.“ Björg segist hafa fengið mjög trúað uppeldi. „Þetta hefur haft mjög mótandi áhrif á minn karakter og kennt mér rosalega margt og sýnt mér rosalega margt þó ég hafi kannski aðeins valið aðra leiði varðandi þessi mál. Þó ég sé ekki sjálf í Þjóðkirkjunni þá ber ég mjög mikla virðingu fyrir boðskap kristinnar trúar, það er ekki annað hægt. En að fara úr þessu er ferðalag og manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt, sérstaklega ef maður er alin svona upp. En á einhverjum tímapunkti þarf þú að átta þig á því hver er ég og hvað er ég að tengja við. Ég er ekki að tengja við þessar messur,“ segir Björg og bætir við að henni hafi oft þótt fólk varpa of mikilli ábyrgð yfir á guð í stað þess að axla sjálf ábyrgð og takast á við hlutina. „Þegar þú elst upp við eitthvað þá heldur maður bara að það sé málið. En þegar líður á er eitthvað bank innra með manni þar sem maður er ekki að tengja við þetta.“ Dv greinir frá því í morgun að Björg sé gengin út og sé komin í samband með Tryggva Þór Hilmarssyni auglýsingahönnuði hjá Aton JL.
Trúmál Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira