Sjáðu þrennuna sem Orri skoraði fyrir unglingalið FCK Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 11:00 Orri Steinn Óskarsson fagnar marki með FCK. Instagram/@FCKobenhavn Orri Steinn Óskarsson hefur verið á skotskónum með unglingaliði FC Kaupmannahafnar að undanförnu og sautján ára lið danska félagsins er í góðum málum á toppi sinnar deildar. Orri Steinn skoraði á dögunum þrennu í 8-1 sigri FCK á FC Midtjylland í U-17 ára deildinni. Orri Steinn Óskarsson er sextán ára gamall síðan í ágúst en í fyrra hjálpaði hann Gróttu að komast upp í Pepsi Max deildina. Orri Steinn spilaði þó ekkert með Gróttu í Pepsi Max því hann samið við FCK síðasta vetur. Orri Steinn var búinn að spila í meistaraflokki síðan hann var fjórtán ára gamall og það er gaman að sjá að hann er að finna sig vel með unglingaliðinu í Kaupmannahöfn. U19 tabte 0-2 til FC Midtjylland, men U17 åd ulveungerne med 8-1 Fire kasser af Roony Bardghji (#10), tre af Orri Oscarsson (#9) og en enkelt af Noah Nartey (#30) #fcklive pic.twitter.com/9JVAhRuqK6— F.C. København (@FCKobenhavn) November 7, 2020 Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon setti inn myndband af þrennu Orra og sagði frá því að strákurinn hafi skorað 10 mörk í 7 leikjum á tímabilinu. Orri Steinn var reyndar ekki markahæstur á vellinum því liðsfélagi hans Roony Bardghji skoraði fernu. Roony Bardghji spilar á miðjunni og í treyju númer tíu. Orri er frammi og í treyju númer níu. Sautján ára lið FCK hefur fimm stiga forskot á toppi deildarinnar með átta sigra og eitt jafntefli í níu leikjum. Markatalan er 44-16. Það sýnir kannski styrk strákana í sautján ára liðinu að liðið sem þeir unnu 8-1, Midtjylland, situr í öðru til þriðja sæti deildarinnar með sex sigra og tvö jafntefli í níu leikjum en þetta var fyrsta tap liðsins. Hér fyrir neðan má sjá þrennuna hjá Orra Stein. View this post on Instagram A post shared by Magnus Agnar Magnusson (@totalflmagnus) Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Orri Steinn Óskarsson hefur verið á skotskónum með unglingaliði FC Kaupmannahafnar að undanförnu og sautján ára lið danska félagsins er í góðum málum á toppi sinnar deildar. Orri Steinn skoraði á dögunum þrennu í 8-1 sigri FCK á FC Midtjylland í U-17 ára deildinni. Orri Steinn Óskarsson er sextán ára gamall síðan í ágúst en í fyrra hjálpaði hann Gróttu að komast upp í Pepsi Max deildina. Orri Steinn spilaði þó ekkert með Gróttu í Pepsi Max því hann samið við FCK síðasta vetur. Orri Steinn var búinn að spila í meistaraflokki síðan hann var fjórtán ára gamall og það er gaman að sjá að hann er að finna sig vel með unglingaliðinu í Kaupmannahöfn. U19 tabte 0-2 til FC Midtjylland, men U17 åd ulveungerne med 8-1 Fire kasser af Roony Bardghji (#10), tre af Orri Oscarsson (#9) og en enkelt af Noah Nartey (#30) #fcklive pic.twitter.com/9JVAhRuqK6— F.C. København (@FCKobenhavn) November 7, 2020 Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon setti inn myndband af þrennu Orra og sagði frá því að strákurinn hafi skorað 10 mörk í 7 leikjum á tímabilinu. Orri Steinn var reyndar ekki markahæstur á vellinum því liðsfélagi hans Roony Bardghji skoraði fernu. Roony Bardghji spilar á miðjunni og í treyju númer tíu. Orri er frammi og í treyju númer níu. Sautján ára lið FCK hefur fimm stiga forskot á toppi deildarinnar með átta sigra og eitt jafntefli í níu leikjum. Markatalan er 44-16. Það sýnir kannski styrk strákana í sautján ára liðinu að liðið sem þeir unnu 8-1, Midtjylland, situr í öðru til þriðja sæti deildarinnar með sex sigra og tvö jafntefli í níu leikjum en þetta var fyrsta tap liðsins. Hér fyrir neðan má sjá þrennuna hjá Orra Stein. View this post on Instagram A post shared by Magnus Agnar Magnusson (@totalflmagnus)
Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira