Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Íþróttadeild Vísis skrifar 12. nóvember 2020 22:36 Aron Einar Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson sækja að Adam Szalai í leiknum í kvöld. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Íslenska landsliðið var aðeins nokkrum mínútum frá því að komast á annað Evrópumótið í röð í kvöld en tvö ungversk mörk í lokin enduðu vonir íslenska liðsins. Íslenska liðið hafði varist vel fram að því en jöfnunarmarkið kom á 88. mínútu og sigurmarkið í uppbótatíma. Ungverjar unnu þar með 2-1 og verða í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal á Evrópumótinu næsta sumar. Íþróttadeild Vísis fór yfir frammistöðu íslenska liðsins á móti Ungverjum í kvöld og gaf leikmönnum liðsins einkunnir. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og komst yfir á elleftu mínútu leiksins. Ungverjar voru samt mikið með boltann en íslenska liðið ógnaði alltaf með góðum skyndisóknum. Í seinni hálfleik juku Ungverjar pressuna og íslenska vörnin lét undan á grátlegum lokamínútum. Jöfnunarmarkið kom eftir klaufagang í íslensku vörninni sem var svo vel á verði fram að því. Íslensku strákarnir voru búnir að gefa allt sitt í leikinn og voru augljóslega orðnir þreyttir á lokakafla leiksins. Jöfnunarmarkið var mikið áfall fyrir íslensku strákana og sigurmarkið kom eftir mikið einstaklingsframtak hjá vonarstjörnunni Dominik Szoboszlai. Kári Árnason sýndi hetjulega frammistöðu í íslensku vörninni og þá sást hvað vantaði mikið þegar fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli. Þessir leiðtogar voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið beint úr aukaspyrnu og ógnaði nokkrum sinnum með skotum og sendingum sínum. Hér fyrir neðan má sjá frammistöðumat hjá íslensku strákunum á Puskas leikvanginum í kvöld. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Öryggið uppmálað nær allan leikinn og varði vel þegar reyndi á. Þurfti að vera á tánum allan seinni hálfleikinn en gat lítið gert í mörkunum tveimur í lokin. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 7 Nokkuð öruggur í varnarleiknum og sá til þess að Ungverjar sköpuðu sjaldan hættu á vinstri kantinum. Kom stöku sinnum fram kantinn sem hjálpar sóknarleik Íslands mikið en sýndi skynsemi. Hefði ef til vill átt að brjóta á Szoboszlai í aðdraganda sigurmarksins. Kári Árnason, miðvörður 8 Aðgangsharður í vítateig Ungverja í fyrri hálfleik og átti góðan sprett sem munaði litlu að skilaði marki. Sem fyrr firnasterkur í varnarleiknum en óheppinn að boltinn skyldi skoppa af honum til Ungverja í jöfnunarmarkinu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Ekkert sérstaklega áberandi en greip inn í þegar þess þurfti og renndi sér frábærlega fyrir hættulegt skot Ungverja í byrjun seinni hálfleiks. Átti ekki sök á mörkum Ungverja. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Varðist vel en kom lítið fram á við. Sendi boltann skynsamlega frá sér, þó að sumar sendingarnar hafi verið í tómarúm frammi á vellinum, en lét ekki mikið til sín taka. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Gerði vel í að vinna aukaspyrnuna sem Gylfi skoraði úr snemma leiks. Komst einnig í gott færi seint í fyrri hálfleik en skotið var ekki nógu gott. Skilaði sínu í varnarvinnunni og vann vel með Victori. Fór af velli á 73. mínútu. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 7 Staðsetti sig vel og hélt aftur af Szoboszlai stærstan hluta leiksins en var farinn af velli þegar sá skoraði sigurmarkið. Vann vel með Aroni á miðjunni og kunni ágætlega við sig í sinni stöðu á miðri miðjunni, en hefur oft skilað meira fram á við. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Vel hreyfanlegur í fyrri hálfleiknum og lagði sitt að mörkum í sóknarleiknum auk þess að stíga oft inn í sóknir Ungverja. Hreyfði sig mun minna í seinni hálfleik en staðsetti sig vel og batt liðið saman. Fór af velli á 83. Mínútu eftir að hafa fengið tak í nárann skömmu áður en reynt að harka áfram. Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 6 Hafði lítið fram að færa í sóknarleiknum og virkaði fremur kraftlaus en var þó nálægt því að skora um miðjan fyrri hálfleikinn. Vantar leikform og það sást í seinni hálfleiknum en kann leikskipulag liðsins fullkomlega og stóð sína plikt í varnarleiknum. Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 7 Fékk áminningu strax í byrjun leiks en það virtist ekki hafa mikil áhrif. Skoraði úr aukaspyrnu með góðri hjálp Gulacsi. Afar vinnusamur að vanda og átti hættulegt skot í lok fyrri hálfleiks. Sinnti aðallega varnarvinnu í seinni hálfleiknum og skilaði sínu þar en hjálpaði Alfreð lítið fram á við. Alfreð Finnbogason, framherji 6 Átti mikilvæga sendingu í aðdraganda þess að Ísland komst yfir og var nálægt því að leggja upp mark fyrir Birki skömmu síðar. Var frekar einmana í sóknarleiknum og mjög einangraður í seinni hálfleik, þar til hann fór af velli á 73. mínútu. Varamenn: Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 73. mínútu 6 Nokkuð líflegur í fremstu víglínu og afar nálægt því að koma boltanum í markið undir lokin en vantaði sentímetra upp á. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 73. mínútu 6 Vinnusamur og bjó til frábært færi fyrir Albert með fyrirgjöf. Ari Freyr Skúlason kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 83. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Sverrir Ingi Ingason kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 87. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjá meira
Íslenska landsliðið var aðeins nokkrum mínútum frá því að komast á annað Evrópumótið í röð í kvöld en tvö ungversk mörk í lokin enduðu vonir íslenska liðsins. Íslenska liðið hafði varist vel fram að því en jöfnunarmarkið kom á 88. mínútu og sigurmarkið í uppbótatíma. Ungverjar unnu þar með 2-1 og verða í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal á Evrópumótinu næsta sumar. Íþróttadeild Vísis fór yfir frammistöðu íslenska liðsins á móti Ungverjum í kvöld og gaf leikmönnum liðsins einkunnir. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og komst yfir á elleftu mínútu leiksins. Ungverjar voru samt mikið með boltann en íslenska liðið ógnaði alltaf með góðum skyndisóknum. Í seinni hálfleik juku Ungverjar pressuna og íslenska vörnin lét undan á grátlegum lokamínútum. Jöfnunarmarkið kom eftir klaufagang í íslensku vörninni sem var svo vel á verði fram að því. Íslensku strákarnir voru búnir að gefa allt sitt í leikinn og voru augljóslega orðnir þreyttir á lokakafla leiksins. Jöfnunarmarkið var mikið áfall fyrir íslensku strákana og sigurmarkið kom eftir mikið einstaklingsframtak hjá vonarstjörnunni Dominik Szoboszlai. Kári Árnason sýndi hetjulega frammistöðu í íslensku vörninni og þá sást hvað vantaði mikið þegar fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli. Þessir leiðtogar voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið beint úr aukaspyrnu og ógnaði nokkrum sinnum með skotum og sendingum sínum. Hér fyrir neðan má sjá frammistöðumat hjá íslensku strákunum á Puskas leikvanginum í kvöld. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Öryggið uppmálað nær allan leikinn og varði vel þegar reyndi á. Þurfti að vera á tánum allan seinni hálfleikinn en gat lítið gert í mörkunum tveimur í lokin. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 7 Nokkuð öruggur í varnarleiknum og sá til þess að Ungverjar sköpuðu sjaldan hættu á vinstri kantinum. Kom stöku sinnum fram kantinn sem hjálpar sóknarleik Íslands mikið en sýndi skynsemi. Hefði ef til vill átt að brjóta á Szoboszlai í aðdraganda sigurmarksins. Kári Árnason, miðvörður 8 Aðgangsharður í vítateig Ungverja í fyrri hálfleik og átti góðan sprett sem munaði litlu að skilaði marki. Sem fyrr firnasterkur í varnarleiknum en óheppinn að boltinn skyldi skoppa af honum til Ungverja í jöfnunarmarkinu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Ekkert sérstaklega áberandi en greip inn í þegar þess þurfti og renndi sér frábærlega fyrir hættulegt skot Ungverja í byrjun seinni hálfleiks. Átti ekki sök á mörkum Ungverja. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Varðist vel en kom lítið fram á við. Sendi boltann skynsamlega frá sér, þó að sumar sendingarnar hafi verið í tómarúm frammi á vellinum, en lét ekki mikið til sín taka. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Gerði vel í að vinna aukaspyrnuna sem Gylfi skoraði úr snemma leiks. Komst einnig í gott færi seint í fyrri hálfleik en skotið var ekki nógu gott. Skilaði sínu í varnarvinnunni og vann vel með Victori. Fór af velli á 73. mínútu. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 7 Staðsetti sig vel og hélt aftur af Szoboszlai stærstan hluta leiksins en var farinn af velli þegar sá skoraði sigurmarkið. Vann vel með Aroni á miðjunni og kunni ágætlega við sig í sinni stöðu á miðri miðjunni, en hefur oft skilað meira fram á við. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Vel hreyfanlegur í fyrri hálfleiknum og lagði sitt að mörkum í sóknarleiknum auk þess að stíga oft inn í sóknir Ungverja. Hreyfði sig mun minna í seinni hálfleik en staðsetti sig vel og batt liðið saman. Fór af velli á 83. Mínútu eftir að hafa fengið tak í nárann skömmu áður en reynt að harka áfram. Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 6 Hafði lítið fram að færa í sóknarleiknum og virkaði fremur kraftlaus en var þó nálægt því að skora um miðjan fyrri hálfleikinn. Vantar leikform og það sást í seinni hálfleiknum en kann leikskipulag liðsins fullkomlega og stóð sína plikt í varnarleiknum. Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 7 Fékk áminningu strax í byrjun leiks en það virtist ekki hafa mikil áhrif. Skoraði úr aukaspyrnu með góðri hjálp Gulacsi. Afar vinnusamur að vanda og átti hættulegt skot í lok fyrri hálfleiks. Sinnti aðallega varnarvinnu í seinni hálfleiknum og skilaði sínu þar en hjálpaði Alfreð lítið fram á við. Alfreð Finnbogason, framherji 6 Átti mikilvæga sendingu í aðdraganda þess að Ísland komst yfir og var nálægt því að leggja upp mark fyrir Birki skömmu síðar. Var frekar einmana í sóknarleiknum og mjög einangraður í seinni hálfleik, þar til hann fór af velli á 73. mínútu. Varamenn: Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 73. mínútu 6 Nokkuð líflegur í fremstu víglínu og afar nálægt því að koma boltanum í markið undir lokin en vantaði sentímetra upp á. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 73. mínútu 6 Vinnusamur og bjó til frábært færi fyrir Albert með fyrirgjöf. Ari Freyr Skúlason kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 83. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Sverrir Ingi Ingason kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 87. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjá meira