Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 11:33 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sést hér fara til blaðamannafundar ríkisstjórnarinnar í lok október þar sem hertar aðgerðir voru kynntar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann vill þó ekki fara út í það í hverju tillögur sínar felast þar sem minnisblað hans með tillögunum er enn til skoðunar og umræðu hjá stjórnvöldum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Þar sagði hann að í tillögunum fælust einhverjar tilslakanir frá núverandi aðgerðum sem eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa ráðist í vegna faraldursins. Þær aðgerðir gilda til næsta þriðjudags. Það þyrfti þó að fara afar hægt í sakirnar að aflétta aðgerðum að sögn Þórólfs. „Tillögurnar mínar eru kannski vægari en margir hefðu vonast til en það verður að koma í ljós. Ég vil ekki fara að ræða einstaka tillögur hér,“ sagði Þórólfur. Bólusetning gæti hafist á fyrri hluta næsta árs Aðspurður sagði hann tillögur sínar nú, líkt og áður, gera ráð fyrir því að næstu aðgerðir giltu í tvær til þrjár vikur. Þá ítrekaði hann að hann væri ekki tilbúinn til að ræða einstaka tillögur í minnisblaðinu þegar hann var spurður hvort hann sæi til að mynda ekki fyrir sér að víkja frá tveggja metra reglunni. Varðandi stöðuna á faraldrinum sagði Þórólfur tölurnar undanfarna daga gefa sterkar vísbendingar um að samfélagslegt smit væri á niðurleið. Það væri jákvætt. Fregnir af þróun bóluefnis hjá Pfizer og BioNTech væru einnig jákvæðar og ekki síst væri ánægjulegt að vita að Íslendingar væru með kauprétt á því bóluefni. „Reyndar erum við einnig með kauprétt á öðrum bóluefnum sem eru á lokastigi rannsókna. Ég á von á því að við munum fá nánari fréttir af þeim bóluefnum einnig núna á næstunni. Vonandi verða þær fréttir jafn ánægjulegar og fréttir af bóluefninu frá Pfizer. Ég held að það sé því fyrst núna að mínu mati sem við getum raunverulega fari að eygja til lands hvað varðar bólusetningu gegn Covid-19 þótt margar niðurstöður eigi eftir að koma út úr rannsóknum á öllum þessum bóluefnum sem hugsanlega gætu sett strik í reikninginn,“ sagði Þórólfur. Kvaðst hann telja hugsanlegt að byrjað verði að bólusetja fyrir kórónuveirunni á Íslandi á fyrri hluta næsta árs. Þangað til að hægt væri að hefja bólusetningu væri þó mikilvægt að halda faraldrinum í lágmarki. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann vill þó ekki fara út í það í hverju tillögur sínar felast þar sem minnisblað hans með tillögunum er enn til skoðunar og umræðu hjá stjórnvöldum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Þar sagði hann að í tillögunum fælust einhverjar tilslakanir frá núverandi aðgerðum sem eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa ráðist í vegna faraldursins. Þær aðgerðir gilda til næsta þriðjudags. Það þyrfti þó að fara afar hægt í sakirnar að aflétta aðgerðum að sögn Þórólfs. „Tillögurnar mínar eru kannski vægari en margir hefðu vonast til en það verður að koma í ljós. Ég vil ekki fara að ræða einstaka tillögur hér,“ sagði Þórólfur. Bólusetning gæti hafist á fyrri hluta næsta árs Aðspurður sagði hann tillögur sínar nú, líkt og áður, gera ráð fyrir því að næstu aðgerðir giltu í tvær til þrjár vikur. Þá ítrekaði hann að hann væri ekki tilbúinn til að ræða einstaka tillögur í minnisblaðinu þegar hann var spurður hvort hann sæi til að mynda ekki fyrir sér að víkja frá tveggja metra reglunni. Varðandi stöðuna á faraldrinum sagði Þórólfur tölurnar undanfarna daga gefa sterkar vísbendingar um að samfélagslegt smit væri á niðurleið. Það væri jákvætt. Fregnir af þróun bóluefnis hjá Pfizer og BioNTech væru einnig jákvæðar og ekki síst væri ánægjulegt að vita að Íslendingar væru með kauprétt á því bóluefni. „Reyndar erum við einnig með kauprétt á öðrum bóluefnum sem eru á lokastigi rannsókna. Ég á von á því að við munum fá nánari fréttir af þeim bóluefnum einnig núna á næstunni. Vonandi verða þær fréttir jafn ánægjulegar og fréttir af bóluefninu frá Pfizer. Ég held að það sé því fyrst núna að mínu mati sem við getum raunverulega fari að eygja til lands hvað varðar bólusetningu gegn Covid-19 þótt margar niðurstöður eigi eftir að koma út úr rannsóknum á öllum þessum bóluefnum sem hugsanlega gætu sett strik í reikninginn,“ sagði Þórólfur. Kvaðst hann telja hugsanlegt að byrjað verði að bólusetja fyrir kórónuveirunni á Íslandi á fyrri hluta næsta árs. Þangað til að hægt væri að hefja bólusetningu væri þó mikilvægt að halda faraldrinum í lágmarki. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira