Fótbolti

Svona getur þú horft á úrslitaleikinn við Ungverja

Sindri Sverrisson skrifar
Ísland er einum leik frá því að komast á stórmót í þriðja sinn.
Ísland er einum leik frá því að komast á stórmót í þriðja sinn. vísir/vilhelm

Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest kl. 19.45 í hreinum úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Leikið verður til þrautar, sem þýðir að úrslitin gætu ráðist í framlengingu eða vítaspyrnukeppni.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hafa bæði áskrifendur Stöð 2 Sport Ísland og Stöð 2 Sport Erlent hafa aðgang að leiknum. Upphitun hefst klukkutíma fyrir leik eða kl. 18.45.

Þau sem ekki eru með áskrift að Stöð 2 Sport geta keypt sérstakan aðgang að leiknum. Leikurinn kostar 990 krónur í myndlyklum Vodafone og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Einnig er hægt að kaupa leikinn í gegnum kerfi Símans og Nova.

Þau sem vilja horfa á leikinn á netinu geta gert það með því að fara á sjonvarp.stod2.is. Þar þarf að skrá sig inn eða nýskrá sig. Áskrifendur Stöðvar 2 Sport geta horft á leikinn á síðunni (velja þarf „Sjónvarp“ og svo Stöð 2 Sport 2)  og aðrir geta gert það fyrir 990 krónur með því að kaupa leikinn í flokknum Viðburðir.

Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×