Fótbolti

Skoraði ótrúlegt mark eftir tvær háloftaspyrnur á nokkrum sekúndum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicolai Geertsen er fyrirliði Lyngby liðsins. Hann er ekki oft á skotskónum en sýndi í gær að hann getur skorað frábær mörk.
Nicolai Geertsen er fyrirliði Lyngby liðsins. Hann er ekki oft á skotskónum en sýndi í gær að hann getur skorað frábær mörk. Getty/Lars Ronbog

Danski knattspyrnumaðurinn Nicolai Geertsen skoraði ótrúlegt mark fyrir Lyngby í dönsku bikarkeppninni í gær.

Lyngby vann 9-0 sigur á Slagelse í þriðju umferð dönsku bikarkeppninnar en það eru 32 liða úrslit keppninnar.

Frétt kvöldsins var þó sjöunda mark Lyngby liðsins sem varnarmaðurinn Nicolai Geertsen skoraði á 69. mínútu leiksins.

Það þykir gott að skora með hjólhestaspyrnu en það eru ekki margir sem ná tveimur háloftaspyrnum að marki á aðeins nokkrum sekúndum.

Því náði aftur á móti hinn 29 ára gamli Nicolai Geertsen í þessum leik.

Nicolai Geertsen fór fram í sókn þegar Lyngby fékk hornspyrnu frá hægri.

Boltinn barst á Geertsen í miðjum teignum og hann reyndi glæsilega hjólhesta spyrnu sem small í slánni á marki Slagelse.

Geertsen var hins vegar ekki hættur því skotið var fast og boltinn kom aftur til hans. Hann hikaði ekki heldur klippti boltann til baka á markið og að þessu sinni þandi hann netkmöskvanna. Þetta var aðeins annað mark hans á tímabilinu.

Það má sjá þetta magnaða mark hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×