Ungu línumenn Íslands fengu mikið hrós í Seinni bylgjunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2020 18:31 Ýmir Örn og Arnar Freyr gáfu ekkert eftir í leik Íslands og Litáen á dögunum. Vísir/Vilhelm Farið var yfir varnarleik Íslands gegn Litáen í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Ísland vann öruggan 16 marka sigur fyrir tómri Laugardalshöll, lokatölur 36-20. Arnar Freyr Arnarsson, leikmaður Melsungen í Þýskalandi og Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Kiel, voru sérstaklega til umræðu í þættinum. Ásamt Henry Birgi Gunnarssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Rúnar Sigtryggsson og Theodór Ingi Pálmason að þessu sinni. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þeir sem stóðu fyrir miðju varnarinnar voru ungu varnarlínumennirnir okkar, þeir Arnar Freyr og Ýmir Örn, voru þeir mjög öflugir,“ sagði Henry Birgir áður en Rúnar tók við. „Þeir gerðu þetta mjög vel. Litáen komst aldrei á bragðið, fengu aldrei snefil. Voru teknir framarlega og hugmyndafræði á móti þeim [Arnari og Ými] var ekki mikil. Þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir og við leyfðum þeim ekki neitt meira.“ Teddi Ponza tók undir með Henry að Ýmir væri orðinn skynsamari í vörninni. „Hvernig hann spilaði þennan leik, staðsetningar og tímasetningar. Maður var að horfa á leikinn og hugaði eftir fimmtán mínútur að hann er hættur þessum heimskulegum brotum en svo kom eitt í kjölfarið, það hefur samt klárlega minnkað. Hann er fastur fyrir, var að mæta vel og stöðva sóknir í fæðingu. Miðað við þetta hefur hann tekið miklum framförum í Þýskalandi enda er hann að spila helling þar“ sagði Theodór Ingi. „Í byrjun átti hann margar fastar tæklingar án þess að fá tvær mínútur og það skiptir miklu máli. Þetta er þroskamerki. Hann er að spila í toppliði og það sem hefur vantað, nú erum við með stráka sem eru að spila með Magdeburg, Melsungen og Rhein-Neckar Löwen, við eigum að gera kröfur núna, “ bætti Rúnar við að lokum. Klippa: Seinni bylgjan: Varnarleikur Íslands Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Sé enga ástæðu af hverju það mætti ekki leyfa fullar æfingar“ Rúnar Sigtryggsson býst við að farið verði rólega í að leyfa íþróttaæfingar með snertingu á ný. 10. nóvember 2020 16:00 „Nei, það getur ekki verið“ „Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. 10. nóvember 2020 14:59 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Farið var yfir varnarleik Íslands gegn Litáen í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Ísland vann öruggan 16 marka sigur fyrir tómri Laugardalshöll, lokatölur 36-20. Arnar Freyr Arnarsson, leikmaður Melsungen í Þýskalandi og Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Kiel, voru sérstaklega til umræðu í þættinum. Ásamt Henry Birgi Gunnarssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Rúnar Sigtryggsson og Theodór Ingi Pálmason að þessu sinni. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þeir sem stóðu fyrir miðju varnarinnar voru ungu varnarlínumennirnir okkar, þeir Arnar Freyr og Ýmir Örn, voru þeir mjög öflugir,“ sagði Henry Birgir áður en Rúnar tók við. „Þeir gerðu þetta mjög vel. Litáen komst aldrei á bragðið, fengu aldrei snefil. Voru teknir framarlega og hugmyndafræði á móti þeim [Arnari og Ými] var ekki mikil. Þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir og við leyfðum þeim ekki neitt meira.“ Teddi Ponza tók undir með Henry að Ýmir væri orðinn skynsamari í vörninni. „Hvernig hann spilaði þennan leik, staðsetningar og tímasetningar. Maður var að horfa á leikinn og hugaði eftir fimmtán mínútur að hann er hættur þessum heimskulegum brotum en svo kom eitt í kjölfarið, það hefur samt klárlega minnkað. Hann er fastur fyrir, var að mæta vel og stöðva sóknir í fæðingu. Miðað við þetta hefur hann tekið miklum framförum í Þýskalandi enda er hann að spila helling þar“ sagði Theodór Ingi. „Í byrjun átti hann margar fastar tæklingar án þess að fá tvær mínútur og það skiptir miklu máli. Þetta er þroskamerki. Hann er að spila í toppliði og það sem hefur vantað, nú erum við með stráka sem eru að spila með Magdeburg, Melsungen og Rhein-Neckar Löwen, við eigum að gera kröfur núna, “ bætti Rúnar við að lokum. Klippa: Seinni bylgjan: Varnarleikur Íslands
Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Sé enga ástæðu af hverju það mætti ekki leyfa fullar æfingar“ Rúnar Sigtryggsson býst við að farið verði rólega í að leyfa íþróttaæfingar með snertingu á ný. 10. nóvember 2020 16:00 „Nei, það getur ekki verið“ „Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. 10. nóvember 2020 14:59 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
„Sé enga ástæðu af hverju það mætti ekki leyfa fullar æfingar“ Rúnar Sigtryggsson býst við að farið verði rólega í að leyfa íþróttaæfingar með snertingu á ný. 10. nóvember 2020 16:00
„Nei, það getur ekki verið“ „Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. 10. nóvember 2020 14:59