Katrín hafnar því að gengið sé of langt í sóttvörnum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. nóvember 2020 10:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Íslendinga ekki hafa gengið of langt í aðgerðum sínum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því að stjórnvöld séu að ganga of langt í sóttvarnaraðgerðum hér á landi. Hún segir að ef litið sé til annarra landa sé ljóst að Íslendingar gangi skemur í sóttvarnarráðstöfunum á mörgum sviðum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann gagnrýndi sóttvarnaðgerðir ríkisstjórnarinnar harðlega og talaði meðal annars um það sem hann kallaði alræði sóttvarna, sem hefði sýnt sig að væri óskilvirkt. Katrín ræddi þessi mál meðfram öðru í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Tökum bara sem dæmi hvernig hefur gengið núna í löndunum í kringum okkur þar sem við erum að sjá vöxt í faraldrinum ennþá. Stundum finnst mér umræðan vera þannig að við séum bara hér, ein í heiminum, að eiga við þennan faraldur. Og að við séum að ganga mjög langt í því að ná honum niður. Það er auðvitað ekki svo. Við erum bara að sjá það að við erum að einhverju leyti að beita sömu aðferðum og ríki sem við berum okkur saman við, og göngum meira að segja heldur skemur í sóttvarnaaðgerðum á mörgum sviðum en kannski lengra á öðrum,“ sagði forsætisráðherra. Einhugur á stjórnarheimilinu Katrín benti á að í aðgerðunum hafi Íslendingar náð að nýta sér smæð landsins. „Til að mynda hefur smitrakning gengið mjög vel á Íslandi.“ Hún ítrekaði einnig að á stjórnarheimilinu sé einhugur um aðgerðirnar. „Það er alltaf mikil umræða um stöðuna, og þó það nú væri. Þetta er auðvitað mikilvægasta verkefni sem við höfum tekist á við sem ríkisstjórn. En það hefur verið einhugur í ríkisstjórninni um niðurstöðuna hverju sinni þó að umræðan hafi verið mikil,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun en viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Hættur meðvirkni með sóttvarnaaðgerðum og segir „alræði sóttvarna“ óskilvirkt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. 10. nóvember 2020 07:15 Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því að stjórnvöld séu að ganga of langt í sóttvarnaraðgerðum hér á landi. Hún segir að ef litið sé til annarra landa sé ljóst að Íslendingar gangi skemur í sóttvarnarráðstöfunum á mörgum sviðum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann gagnrýndi sóttvarnaðgerðir ríkisstjórnarinnar harðlega og talaði meðal annars um það sem hann kallaði alræði sóttvarna, sem hefði sýnt sig að væri óskilvirkt. Katrín ræddi þessi mál meðfram öðru í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Tökum bara sem dæmi hvernig hefur gengið núna í löndunum í kringum okkur þar sem við erum að sjá vöxt í faraldrinum ennþá. Stundum finnst mér umræðan vera þannig að við séum bara hér, ein í heiminum, að eiga við þennan faraldur. Og að við séum að ganga mjög langt í því að ná honum niður. Það er auðvitað ekki svo. Við erum bara að sjá það að við erum að einhverju leyti að beita sömu aðferðum og ríki sem við berum okkur saman við, og göngum meira að segja heldur skemur í sóttvarnaaðgerðum á mörgum sviðum en kannski lengra á öðrum,“ sagði forsætisráðherra. Einhugur á stjórnarheimilinu Katrín benti á að í aðgerðunum hafi Íslendingar náð að nýta sér smæð landsins. „Til að mynda hefur smitrakning gengið mjög vel á Íslandi.“ Hún ítrekaði einnig að á stjórnarheimilinu sé einhugur um aðgerðirnar. „Það er alltaf mikil umræða um stöðuna, og þó það nú væri. Þetta er auðvitað mikilvægasta verkefni sem við höfum tekist á við sem ríkisstjórn. En það hefur verið einhugur í ríkisstjórninni um niðurstöðuna hverju sinni þó að umræðan hafi verið mikil,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun en viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Hættur meðvirkni með sóttvarnaaðgerðum og segir „alræði sóttvarna“ óskilvirkt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. 10. nóvember 2020 07:15 Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Hættur meðvirkni með sóttvarnaaðgerðum og segir „alræði sóttvarna“ óskilvirkt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. 10. nóvember 2020 07:15
Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08