Einhleypan: „Góður kostur þegar menn eru handlagnir“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2020 19:57 Maddý sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna segir einmannalegt að vera einhleyp á tímum Covid. Hún heillast að húmor, góðu hjartalagi og svo skemmir það ekki ef menn eru handlagnir. Aðsend mynd „Það er frekar einmanalegt að vera single á tímum Covid. Ég hef ekki farið á eitt einasta stefnumót,“ segir Magndís Waage sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Magndís, eða Maddý eins og hún er alltaf kölluð, starfar sem verslunarstjóri Extraloppunnar í Smáralind. Hún er fatahönnuður að mennt og hefur starfað við það í ein 15 ár. Ég hef saumað og hannað óendanlega mikið af fallegum kjólum sem hefur verið æði. En það er fínt að breyta aðeins til. Er svo einnig í fullu starfi við að reyna að ala upp unglingsskvísu sem getur verið ögrandi, hvað þá núna á tímum Covid. Magndís, sem oftast er kölluð Maddý, segir það einmanalegt að vera einhleyp á tímum Covid faraldursins og ekkert um stefnumót. Aðsend mynd. Fáum að kynnast Einhleypu Makamála betur. Nafn? Magndís A. Waage. Gælunafn eða hliðarsjálf? Maddý. Aldur í árum? 42 ára. Aldur í anda? 25 ára. Menntun? Stúdentspróf úr FG, mynd- og handíðabraut. Ég lærði fatahönnun í Fort Lauderdale, Florída. Einnig er ég með diploma í förðunarfræði úr Make up studio Hörpu Kára. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Í megrun. Guilty pleasure kvikmynd? Rock Of Ages. Varstu skotin/n í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, ég var sjúklega skotin í Leonardo DiCaprio og Tupac. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei. Eftir 15 ára starfsferil sem fatahönnuður ákvað Maddý að breyta til og byrjaði að starfa sem verslunarstjóri Extraloppunnar í janúar 2020. Maddý segir það gott að breyta stundum til. Aðsend mynd Syngur þú í sturtu? Nei, alls ekki með hræðilega söngrödd. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Ertu á Tinder? Já, ég er á Tinder en er ekki mjög aktíf þar en ég er pínu feimin þarna inni. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Samviskusöm, hlédræg og listræn. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Óþolandi stundvís, þægileg og traust. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor og gott hjartalag. Mér finnst líka mjög góður kostur þegar menn eru handlagnir. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Hroki, óheiðarleiki, óstundvísi og berservisserar. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Fíll! Það er uppáhaldsdýrið mitt. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Coco Chanel, Marilyn Monroe og ömmu Guðrúnu. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég hef alltaf getað farið í splitt, veit ekki afhverju. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Allt sem tengist bílnum mínum, skipta um dekk, taka bensín, skipta um olíu og þrífa hann. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Finnst mjög gaman að vinna og vera með vinkonum mínum. Ef ég næ að draga unglinginn til að leika við mig þá er ekkert betra en gott kósí kvöld með einkadótturinni. Maddý með einkadóttur sinni. Aðsend mynd Ertu A eða B týpa? Er svona frekar B týpa. Ég get vakað endalaust en vakna samt yfirleitt snemma. Hvernig viltu eggin þín? Steikt. Hvernig viltu kaffið þitt? Með mjólk. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég fer mjög sjaldan út. Finnst skemmtilegast að fara út að borða með góðum vinkonum og spjalla. En ég væri alveg til í einhvern stað sem er hægt að fara á og dansa. Mér finnst alveg vanta þannig skemmtistað fyrir eldra liðið. Ef einhver kallar þig sjomli/sjomla? Ertu að tala við mig? Draumastefnumótið? Ekkert flókið, bara gott spjall með góðum mat. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Söng alltaf Smash My Picture með Prodigy í staðinn fyrir Smash My Bitch Up. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix? Horfði á Emily in Paris. Ég er mjög hrifin af París og get ekki beðið eftir að geta ferðast. Hvaða bók lastu síðast? Hef ekki lesið bók lengi en hlusta mikið á hlaðvarpsþætti. Hvað er Ást? Ást getur verið yndisleg en getur líka verið krefjandi og mikil vinna, en er alltaf þess virði. Maddý starfaði hjá fatahönnuðinum Andreu um margra ára skeið. Hér eru þær saman á góðri stund. Aðsend mynd Við þökkum Maddý kærlega fyrir spjallið. Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59 Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01 Flestir forvitnir um fyrri ástir og ævintýr maka Það er í eðli okkar flestra að vera forvitin og vilja kynnast mökunum okkar vel. En hvað með fyrri ástir og ævintýr? Hversu mikið viljum við vita? 6. nóvember 2020 16:30 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Makamál Handjárna-tímabilið er hafið Makamál Bréfið: Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Það er frekar einmanalegt að vera single á tímum Covid. Ég hef ekki farið á eitt einasta stefnumót,“ segir Magndís Waage sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Magndís, eða Maddý eins og hún er alltaf kölluð, starfar sem verslunarstjóri Extraloppunnar í Smáralind. Hún er fatahönnuður að mennt og hefur starfað við það í ein 15 ár. Ég hef saumað og hannað óendanlega mikið af fallegum kjólum sem hefur verið æði. En það er fínt að breyta aðeins til. Er svo einnig í fullu starfi við að reyna að ala upp unglingsskvísu sem getur verið ögrandi, hvað þá núna á tímum Covid. Magndís, sem oftast er kölluð Maddý, segir það einmanalegt að vera einhleyp á tímum Covid faraldursins og ekkert um stefnumót. Aðsend mynd. Fáum að kynnast Einhleypu Makamála betur. Nafn? Magndís A. Waage. Gælunafn eða hliðarsjálf? Maddý. Aldur í árum? 42 ára. Aldur í anda? 25 ára. Menntun? Stúdentspróf úr FG, mynd- og handíðabraut. Ég lærði fatahönnun í Fort Lauderdale, Florída. Einnig er ég með diploma í förðunarfræði úr Make up studio Hörpu Kára. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Í megrun. Guilty pleasure kvikmynd? Rock Of Ages. Varstu skotin/n í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, ég var sjúklega skotin í Leonardo DiCaprio og Tupac. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei. Eftir 15 ára starfsferil sem fatahönnuður ákvað Maddý að breyta til og byrjaði að starfa sem verslunarstjóri Extraloppunnar í janúar 2020. Maddý segir það gott að breyta stundum til. Aðsend mynd Syngur þú í sturtu? Nei, alls ekki með hræðilega söngrödd. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Ertu á Tinder? Já, ég er á Tinder en er ekki mjög aktíf þar en ég er pínu feimin þarna inni. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Samviskusöm, hlédræg og listræn. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Óþolandi stundvís, þægileg og traust. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor og gott hjartalag. Mér finnst líka mjög góður kostur þegar menn eru handlagnir. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Hroki, óheiðarleiki, óstundvísi og berservisserar. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Fíll! Það er uppáhaldsdýrið mitt. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Coco Chanel, Marilyn Monroe og ömmu Guðrúnu. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég hef alltaf getað farið í splitt, veit ekki afhverju. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Allt sem tengist bílnum mínum, skipta um dekk, taka bensín, skipta um olíu og þrífa hann. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Finnst mjög gaman að vinna og vera með vinkonum mínum. Ef ég næ að draga unglinginn til að leika við mig þá er ekkert betra en gott kósí kvöld með einkadótturinni. Maddý með einkadóttur sinni. Aðsend mynd Ertu A eða B týpa? Er svona frekar B týpa. Ég get vakað endalaust en vakna samt yfirleitt snemma. Hvernig viltu eggin þín? Steikt. Hvernig viltu kaffið þitt? Með mjólk. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég fer mjög sjaldan út. Finnst skemmtilegast að fara út að borða með góðum vinkonum og spjalla. En ég væri alveg til í einhvern stað sem er hægt að fara á og dansa. Mér finnst alveg vanta þannig skemmtistað fyrir eldra liðið. Ef einhver kallar þig sjomli/sjomla? Ertu að tala við mig? Draumastefnumótið? Ekkert flókið, bara gott spjall með góðum mat. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Söng alltaf Smash My Picture með Prodigy í staðinn fyrir Smash My Bitch Up. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix? Horfði á Emily in Paris. Ég er mjög hrifin af París og get ekki beðið eftir að geta ferðast. Hvaða bók lastu síðast? Hef ekki lesið bók lengi en hlusta mikið á hlaðvarpsþætti. Hvað er Ást? Ást getur verið yndisleg en getur líka verið krefjandi og mikil vinna, en er alltaf þess virði. Maddý starfaði hjá fatahönnuðinum Andreu um margra ára skeið. Hér eru þær saman á góðri stund. Aðsend mynd Við þökkum Maddý kærlega fyrir spjallið. Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59 Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01 Flestir forvitnir um fyrri ástir og ævintýr maka Það er í eðli okkar flestra að vera forvitin og vilja kynnast mökunum okkar vel. En hvað með fyrri ástir og ævintýr? Hversu mikið viljum við vita? 6. nóvember 2020 16:30 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Makamál Handjárna-tímabilið er hafið Makamál Bréfið: Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59
Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01
Flestir forvitnir um fyrri ástir og ævintýr maka Það er í eðli okkar flestra að vera forvitin og vilja kynnast mökunum okkar vel. En hvað með fyrri ástir og ævintýr? Hversu mikið viljum við vita? 6. nóvember 2020 16:30