Deschamps: Pogba getur ekki verið ánægður hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 10:00 Paul Pogba hefur bara verið fimm sinnum í byrjunarliði Manchester United á leiktíðinni. EPA-EFE/Oli Scarff Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, tjáði sig um stöðu Paul Pogba hjá Manchester United á blaðamannafundi í gær en franska liðið er nú að undirbúa sig fyrir komandi landsleiki. Paul Pogba hefur oftar en ekki þurft að byrja á varamannabekknum í leikjum Manchester United liðsins í vetur og svo var einnig á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Pogba hefur spilað ellefu leiki með United á leiktíðinni en aðeins byrjað fimm þeirra. Pogba kom ekki inn á völlinn fyrr en á 82. mínútu í 3-1 sigri á Everton á Goodison Park um helgina en Manchester United þurfti nauðsynlega á þeim sigri að halda. Átta mínútur er vandræðalega lítið fyrir leikmann eins og Pogba sem oftar en ekki hefur þótt tilheyra hópi bestu miðjumanna heims. "He is in a situation with his club where he cannot be happy."France manager Didier Deschamps is concerned about Paul Pogba's career at Man Utd https://t.co/RBvEr5fuHZ pic.twitter.com/YXpGFtnt6I— BBC Sport (@BBCSport) November 10, 2020 Hann er fastamaður hjá franska landsliðinu og landsliðsþjálfarinn ræddi sinn mann við fjölmiðla í gær. „Hann er í aðstöðu hjá félaginu sínu þar sem hann getur ekki verið ánægður, hvorki með spilatíma eða hvar hann er að spila á vellinum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. „Hann er ekki í sínu besta formi, hefur verið óheppinn með meiðsli og fékk síðan kórónuveiruna sem tók mjög á hann. Hann þarf að finna taktinn sinn,“ sagði Deschamps. „Ég hef ekki áhyggjur af honum. Þegar leikmanni líður illa hjá félaginu sínu þá er hann vanalega mjög ánægður með að spila fyrir landsliðið sitt. Hann segir mér frá tilfinningum sínum og ég þekki hann mjög vel. Þetta mun fara í jákvæða átt,“ sagði Deschamps. Manchester United borgaði Juventus 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. United nýtti sér klásúlu í samningnum hans og framlengdi hann til ársins 2022. Þá verður hann 29 ára gamall. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, tjáði sig um stöðu Paul Pogba hjá Manchester United á blaðamannafundi í gær en franska liðið er nú að undirbúa sig fyrir komandi landsleiki. Paul Pogba hefur oftar en ekki þurft að byrja á varamannabekknum í leikjum Manchester United liðsins í vetur og svo var einnig á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Pogba hefur spilað ellefu leiki með United á leiktíðinni en aðeins byrjað fimm þeirra. Pogba kom ekki inn á völlinn fyrr en á 82. mínútu í 3-1 sigri á Everton á Goodison Park um helgina en Manchester United þurfti nauðsynlega á þeim sigri að halda. Átta mínútur er vandræðalega lítið fyrir leikmann eins og Pogba sem oftar en ekki hefur þótt tilheyra hópi bestu miðjumanna heims. "He is in a situation with his club where he cannot be happy."France manager Didier Deschamps is concerned about Paul Pogba's career at Man Utd https://t.co/RBvEr5fuHZ pic.twitter.com/YXpGFtnt6I— BBC Sport (@BBCSport) November 10, 2020 Hann er fastamaður hjá franska landsliðinu og landsliðsþjálfarinn ræddi sinn mann við fjölmiðla í gær. „Hann er í aðstöðu hjá félaginu sínu þar sem hann getur ekki verið ánægður, hvorki með spilatíma eða hvar hann er að spila á vellinum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. „Hann er ekki í sínu besta formi, hefur verið óheppinn með meiðsli og fékk síðan kórónuveiruna sem tók mjög á hann. Hann þarf að finna taktinn sinn,“ sagði Deschamps. „Ég hef ekki áhyggjur af honum. Þegar leikmanni líður illa hjá félaginu sínu þá er hann vanalega mjög ánægður með að spila fyrir landsliðið sitt. Hann segir mér frá tilfinningum sínum og ég þekki hann mjög vel. Þetta mun fara í jákvæða átt,“ sagði Deschamps. Manchester United borgaði Juventus 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. United nýtti sér klásúlu í samningnum hans og framlengdi hann til ársins 2022. Þá verður hann 29 ára gamall.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira