Sport

Sara: Það er ástæða fyrir því að salurinn minn er kallaður Simmagym

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir er þakklát fyrir allan stuðninginn sem hún hefur fengið frá föður sínum í gegnum tíðina.
Sara Sigmundsdóttir er þakklát fyrir allan stuðninginn sem hún hefur fengið frá föður sínum í gegnum tíðina. Instagram/@sarasigmunds

Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmundsdóttir heiðraði föður sinn á feðradeginum í gær og þakkaði honum fyrir það sem hann hefur gert fyrir hana í gegnum tíðina.

Sara Sigmundsdóttir segist eiga föður sínum mikið að þakka fyrir að ná frábærum árangri sínum í CrossFit íþróttinni.

„Til hamingju með feðradaginn til hins hins eina og sanna Simma kóngs. Ég veit ekki hvar ég væri án þín,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sína og birti einnig fullt af myndum af föður sínum Sigmundi Eyþórssyni.

„Takk fyrir það að vera alltaf til staðar fyrir mig og Mola. Þakka þér fyrir að hjálpa mér með líkamsræktarsalinn sinn. Það er ástæða fyrir því að salurinn er kallaður Simmagym,“ skrifaði Sara.

Sara hefur notið góðs af því að vera sinn eigin sal í kórónuveirufaraldrinum enda hafa allar CrossFit stöðvar þurft að loka nokkrum sinnum á síðustu mánuðum. Þær eru meðal annars lokaðar núna og Sara er byrjuð á fullu að undirbúa sig fyrir komandi tímabil.

Á myndunum sem Sara setti inn má sjá Sigmund og Hafrúnu Jónsdóttur í stúkunni að kveðja sína konu á CrossFit móti. Þau hafa verið mjög duglega að mæta á keppnir stelpunnar sinnar.

„Takk fyrir að vera duglegasti maður sem ég þekki og fyrir að kenna mér það að að þú getur náð öllum markmiðum þínum með vinnusemi og dugnaði,“ skrifaði Sara.

Það má sjá kveðju Söru hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×