Spænsku stórliðin, Real Madrid og Barcelona, eru talin horfa hýru auga til Marcus Thuram sem leikur með Borussia Mönchengladbach.
Hingað til er Marcus einna þekktastur fyrir að vera sonur varnarmannsins Lillian Thuram sem var m.a. í sigurliði Frakka á HM.
Thuram hefur leikið vel með Mönchengladbach. Hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp önnur fimm í upphafi tímabilsins
Hann var svo valinn í franska landsliðshópinn í fyrsta sinn fyrr í þessum mánuði en Mundo Deportivo greinir frá áhuga Barca og Real.
Lilian Thuram lék í tvö ár með Barcelona en hann var einnig samherji Zinedine Zidane, stjóra Real, hjá franska landsliðinu.
Marcus skoraði tvö mörk í 2-2 jafnteflinu gegn Real í Meistaradeildinni í síðasta mánuði svo Real ætti að vita hvað hann getur.
Real Madrid and Barcelona 'are both monitoring Marcus Thuram' ahead of potential move for French legend's son https://t.co/CvRYQdXJc5
— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020