Hefur skorað sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni en í deildinni heima fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 10:30 Yusuf Yazici fagnar einu af sex mörkum sínum fyrir Lille í Evrópudeildinni. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Tyrkinn Yusuf Yazici skoraði í gær sína aðra þrennu í Evrópudeildinni á tímabilinu og það á móti ítalska stórliðinu AC Milan. Yusuf Yazici skoraði öll þrjú mörk leiksins í gærkvöldi þegar Lille vann 3-0 sigur á AC Milan á San Siro, heimavelli ítalska liðsins. Yazici hafði áður skorað þrennu í 4-1 sigri á Spörtu Prag í fyrsta leik franska liðsins í riðlinum. Báðar þessar þrennur hans komu á útivelli og er hann sá fyrsti sem nær því á einu tímabili í einn af stóru Evrópukeppnunum. Mörkin á San Siro í gær skoraði Yusuf Yazici á 21., 55. og 58. mínútu en fyrsta markið kom úr vítaspyrnu. Yazici var ekki að spila sem fremsti maður heldur í holunni fyrir aftan framherjann. Yusuf Yazici with a hat-trick against Milan at the San Siro pic.twitter.com/TDsrSHIBIG— B/R Football (@brfootball) November 5, 2020 Það sem er athyglisverðast við þessa frammistöðu er að það er ekki eins og Yusuf Yazici hafi verið sjóðandi heitur fyrir framan markið í frönsku deildinni. Vandamálið er reyndar aðallega það að hann fær svo lítið að spila í deildinni heima fyrir. Yusuf Yazici hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu átta leikjum sínum í frönsku deildinni á tímabilinu en Yusuf hefur aldrei fengið að byrja í frönsku deildinni á þessari leiktíð. Yazici er aftur á móti með sex mörk í þremur leikjum í Evrópudeildinni þar sem hann hefur fengið að spila í 242 mínútur og hefur byrjað alla leiki. Yusuf Yazici er því með sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni í ár en í deildinni heima fyrir sem er ótrúleg tölfræði. Hann er líka markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Yusuf Yaz c on MD1 away vs. Sparta Prague: Yusuf Yaz c on MD3 away vs. AC Milan: Oops, he did it again. #UEL https://t.co/fdp2HftrUM— Squawka Football (@Squawka) November 6, 2020 Yusuf Yazici skoraði ekki mikið á síðustu leiktíð eða aðeins 1 mark í 25 leikjum í öllum keppnum. Eina markið hans kom í deildarleik á móti Bordeaux í lok október. Yusuf Yazici varð líka fyrir því að slíta krossband rétt fyrir jól og er því að koma til baka eftir þau erfiðu meiðsli. Það skýrir auðvitað að hluta til af hverju þjálfarar Lille leyfa honum ekki að spila meira. Yusuf Yazici er 23 ára gamall og lék áður með Trabzonspor í Tyrklandi. Hann á að baki 24 landsleiki fyrir Tyrki þar af tvo þeirra á móti Íslandi. Evrópudeild UEFA Franski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Tyrkinn Yusuf Yazici skoraði í gær sína aðra þrennu í Evrópudeildinni á tímabilinu og það á móti ítalska stórliðinu AC Milan. Yusuf Yazici skoraði öll þrjú mörk leiksins í gærkvöldi þegar Lille vann 3-0 sigur á AC Milan á San Siro, heimavelli ítalska liðsins. Yazici hafði áður skorað þrennu í 4-1 sigri á Spörtu Prag í fyrsta leik franska liðsins í riðlinum. Báðar þessar þrennur hans komu á útivelli og er hann sá fyrsti sem nær því á einu tímabili í einn af stóru Evrópukeppnunum. Mörkin á San Siro í gær skoraði Yusuf Yazici á 21., 55. og 58. mínútu en fyrsta markið kom úr vítaspyrnu. Yazici var ekki að spila sem fremsti maður heldur í holunni fyrir aftan framherjann. Yusuf Yazici with a hat-trick against Milan at the San Siro pic.twitter.com/TDsrSHIBIG— B/R Football (@brfootball) November 5, 2020 Það sem er athyglisverðast við þessa frammistöðu er að það er ekki eins og Yusuf Yazici hafi verið sjóðandi heitur fyrir framan markið í frönsku deildinni. Vandamálið er reyndar aðallega það að hann fær svo lítið að spila í deildinni heima fyrir. Yusuf Yazici hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu átta leikjum sínum í frönsku deildinni á tímabilinu en Yusuf hefur aldrei fengið að byrja í frönsku deildinni á þessari leiktíð. Yazici er aftur á móti með sex mörk í þremur leikjum í Evrópudeildinni þar sem hann hefur fengið að spila í 242 mínútur og hefur byrjað alla leiki. Yusuf Yazici er því með sex sinnum fleiri mörk í Evrópudeildinni í ár en í deildinni heima fyrir sem er ótrúleg tölfræði. Hann er líka markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Yusuf Yaz c on MD1 away vs. Sparta Prague: Yusuf Yaz c on MD3 away vs. AC Milan: Oops, he did it again. #UEL https://t.co/fdp2HftrUM— Squawka Football (@Squawka) November 6, 2020 Yusuf Yazici skoraði ekki mikið á síðustu leiktíð eða aðeins 1 mark í 25 leikjum í öllum keppnum. Eina markið hans kom í deildarleik á móti Bordeaux í lok október. Yusuf Yazici varð líka fyrir því að slíta krossband rétt fyrir jól og er því að koma til baka eftir þau erfiðu meiðsli. Það skýrir auðvitað að hluta til af hverju þjálfarar Lille leyfa honum ekki að spila meira. Yusuf Yazici er 23 ára gamall og lék áður með Trabzonspor í Tyrklandi. Hann á að baki 24 landsleiki fyrir Tyrki þar af tvo þeirra á móti Íslandi.
Evrópudeild UEFA Franski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira