Segir Paul Pogba bara hafa búið til vandamál á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 09:46 Paul Pogba hefur ekki fundið sig með Manchester United liðinu á þessari leiktíð. Getty/Visionhaus Það gengur lítið hjá Manchester United þessa dagana og þar hjálpar ekki til að hundrað milljón evra maðurinn Paul Pogba er ekki mikið að hjálpa sínu liði um þessar mundir. Paul Ince talaði beint til Paul Pogba í nýju viðtali og reyndi þar að sannfæra franska miðjumanninn um að hætta að láta sig dreyma um Real Madrid og einbeita sér að því að komast aftur í byrjunarliði Manchester United. Hinn 27 ára gamli Paul Pogba hefur aðeins fimm sinnum komist í byrjunarlið Ole Gunnars Solskjær á leiktíðinni og hefur auk þess aðeins spilað 90 mínútur í tveimur leikjum. Paul Pogba has caused 'nothing but problems' at Manchester United, claims Paul Ince https://t.co/J3tF55TsPf— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Paul Ince sér lítið annað en vandamál tengd Paul Pogba síðan að félagið keypti hann á 105 milljónir evra frá Juventus árið 2016. Hann var þá dýrasti leikmaður heims og ekkert annað enska félag hefur borgað meira fyrir einn leikmann. „Ég elska Pogba. Ég tel að hann sé heimsklassa leikmaður á sínum degi. Við sáum það hjá Juventus. Síðan að hann kom til Manchester United þá hafa bara verið eintóm vandamál í kringum hann,“ sagði Paul Ince í viðtali við Ladbrokes. „Það var alltaf eitthvað í gangi þegar Jose Mourinho var stjóri og vesenið var með umboðsmanninn hans. Frammistaðan hefur síðan ekki verið merkileg og stuðningsmennirnir eru næstum því komnir upp á móti honum,“ sagði Ince. Paul Ince: "I love Pogba. I think he s a world-class player on his day. We saw that at Juventus. But since he s come to Manchester United it s been nothing but problems." [Ladbrokes] pic.twitter.com/RIeqHCjgEu— Goal (@goal) November 5, 2020 „Ef ég væri að spila með honum þá myndi ég segja við hann: Hlustaðu á mig. Farðu bara út á völl og spilaðu. Þegar þú ferð að spila eins og þú getur best þá getur þú farið að tala um að skrifa undir hjá Real Madrid. Eins og er þá kemstu ekki einu sinni í þetta Manchester United lið,“ sagði Ince. „Ef ég væri Paul Poga, þá sæti ég á bekknum og væri að hugsa: Bíddu nú aðeins. Þeir eru með Fred, Scott McTominay og Bruno Fernandes inn á miðjunni og ég er hér á bekknum. Það hlýtur að vera eitthvað í ólagi hjá mér,“ sagði Paul Ince og bætti við: „Manchester United snýst ekki um Paul Poga.“ Paul Ince spilaði með Manchester United frá 1989 til 1995 og hjálpaði liðinu að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum vorið 1993. Hann vann tvo meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla, einn deildabikartitil og Evrópukeppni bikarhafa með félaginu. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Það gengur lítið hjá Manchester United þessa dagana og þar hjálpar ekki til að hundrað milljón evra maðurinn Paul Pogba er ekki mikið að hjálpa sínu liði um þessar mundir. Paul Ince talaði beint til Paul Pogba í nýju viðtali og reyndi þar að sannfæra franska miðjumanninn um að hætta að láta sig dreyma um Real Madrid og einbeita sér að því að komast aftur í byrjunarliði Manchester United. Hinn 27 ára gamli Paul Pogba hefur aðeins fimm sinnum komist í byrjunarlið Ole Gunnars Solskjær á leiktíðinni og hefur auk þess aðeins spilað 90 mínútur í tveimur leikjum. Paul Pogba has caused 'nothing but problems' at Manchester United, claims Paul Ince https://t.co/J3tF55TsPf— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Paul Ince sér lítið annað en vandamál tengd Paul Pogba síðan að félagið keypti hann á 105 milljónir evra frá Juventus árið 2016. Hann var þá dýrasti leikmaður heims og ekkert annað enska félag hefur borgað meira fyrir einn leikmann. „Ég elska Pogba. Ég tel að hann sé heimsklassa leikmaður á sínum degi. Við sáum það hjá Juventus. Síðan að hann kom til Manchester United þá hafa bara verið eintóm vandamál í kringum hann,“ sagði Paul Ince í viðtali við Ladbrokes. „Það var alltaf eitthvað í gangi þegar Jose Mourinho var stjóri og vesenið var með umboðsmanninn hans. Frammistaðan hefur síðan ekki verið merkileg og stuðningsmennirnir eru næstum því komnir upp á móti honum,“ sagði Ince. Paul Ince: "I love Pogba. I think he s a world-class player on his day. We saw that at Juventus. But since he s come to Manchester United it s been nothing but problems." [Ladbrokes] pic.twitter.com/RIeqHCjgEu— Goal (@goal) November 5, 2020 „Ef ég væri að spila með honum þá myndi ég segja við hann: Hlustaðu á mig. Farðu bara út á völl og spilaðu. Þegar þú ferð að spila eins og þú getur best þá getur þú farið að tala um að skrifa undir hjá Real Madrid. Eins og er þá kemstu ekki einu sinni í þetta Manchester United lið,“ sagði Ince. „Ef ég væri Paul Poga, þá sæti ég á bekknum og væri að hugsa: Bíddu nú aðeins. Þeir eru með Fred, Scott McTominay og Bruno Fernandes inn á miðjunni og ég er hér á bekknum. Það hlýtur að vera eitthvað í ólagi hjá mér,“ sagði Paul Ince og bætti við: „Manchester United snýst ekki um Paul Poga.“ Paul Ince spilaði með Manchester United frá 1989 til 1995 og hjálpaði liðinu að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum vorið 1993. Hann vann tvo meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla, einn deildabikartitil og Evrópukeppni bikarhafa með félaginu.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira