Sport

Anníe Mist: Mamma er mín ofurkona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sína Freyju Mist sem er að verða þriggja mánaða. Anníe Mist þakkar móður sinni fyrir sinn þátt í CrossFit ferli hennar en nú er hún sjálf orðin mamma.
Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sína Freyju Mist sem er að verða þriggja mánaða. Anníe Mist þakkar móður sinni fyrir sinn þátt í CrossFit ferli hennar en nú er hún sjálf orðin mamma. Instagram/@anniethorisdottir

Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir hefur margsannað það á CrossFit ferlinum að hún er sannkölluð ofurkona þegar kemur að hreysti og hugarfari. Núna er hún líka komin í réttu skóna.

Anníe Mist sagði frá því í gær að hún væri búin að fá nýja ofurkonuskó. Anníe Mist er á fullu að vinna að því að snúa aftur til baka í CrossFit eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í ágúst.

Anníe Mist sagði frá og sýndi öllum nýju skóna sína á Instagram í gær. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa líkað við færsluna.

„Ég ætla ekki að segja að nýtt skópar geti gefið þér ofurkrafta en ég er ekki að neita því heldur,“ sagði Anníe Mist og bætti við broskarli.

Á myndunum má sjá Anníe Mist í nýju ofurkonuskónum. Það þarf nú ekki að vera mikill spámaður til að sjá fyrir sér að slíkir skór gætu orðið vinsælir hjá CrossFit konum á næstunni og kannski í einhverjum jólapökkum þeirra eftir einn og hálfan mánuð.

Anníe Mist er þó ekki eina ofurkonan í fjölskyldunni.

„Ofurkonan mín er mamma mín. Hún kenndi mér að það eru lausnir við öllu og ég er enn að læra frá því,“ sagði Anníe Mist.

Anníe Mist hefur áður sagt frá því að það var móðir hennar sem byrjaði í CrossFit á undan henni og það einnig mamma hennar sem raka hana af stað á fyrsta CrossFit mótið sem átti eftir að breyta svo miklu fyrir hennar líf.

Anníe Mist hefur sett stefnuna á að vera komin í CrossFit form þegar The Open hefst í febrúarlok og hún hefur því tæpa þrjá mánuði til stefnu. Okkar kona er allta til alls líkleg þegar hún hefur sett sér makrmið og hvað þá í nýju ofurkonuskónum sínum.

Það má sjá færslu hennar hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Mamma Anníe Mistar: Þú sefur bara í bílnum á milli greina

Erfiðleikar Anníe Mistar Þórisdóttur í lokagreininni á fyrstu heimsleikunum sínum í CrossFit kveiktu ást hennar á CrossFit íþróttinni. Anníe Mist vann sér óvænt þátttökurétt á heimsleikunum 2009 eftir sigur í fyrsta CrossFit mótinu á ævinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×