Watch Dogs Legion: Áhugaverður og í senn ekki Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2020 08:45 Hver sem er getur verið söguhetjan í Watch Dogs Legion og fólk er alls ekkert feimið við að bera grímur. Ubisoft Það er margt við Watch Dogs Legion sem mér þykir merkilegt og áhugavert. Þar má helst nefna að hægt sé að spila leikinn sem hvaða íbúi London sem er og hvað það er gaman að valda usla í borginni. Sjálf spilun leiksins er þó nánast ekkert breytt frá fyrsta Watch Dogs, sem er í sjálfu sér frekar merkilegt líka. Watch Dogs London gerist í ímyndaðri London í náinni framtíð. Upplýsinga- og tækniheimurinn hefur tekið stakkaskiptum og hefur tæknin í raun verið notuð af fyrirtækinu Albion til að taka völdin í borginni. Illa er komið fram við almenna borgara og fellur það í skaut DedSec, hakkarasamtakanna úr fyrri leikjunum, að brjóta Albion á bak aftur. Þessi útgáfa London er mjög flott. London er svolítið þröng borg og það er mjög gaman að valda þar usla með því að láta bíla keyra fram og til baka yfir aðra bíla og fólk. Tölvufólk. Ekki alvöru fólk. Svo fannst mér einstaklega gaman að ramba á torg eitt, þar sem ég stöðvaði vespuna sem ég var á og horfði vel í kringum mig. Þá var ég á Trafalgartorgi en þar var ég í eigin persónu í fyrra og fann ég hótelið sem ég gisti á þegar ég fór á Game of Thrones blaðamannasjitt. Þetta allt saman þótti mér mjög merkilegt og ég skrifa það hér því ykkur á pottþétt eftir að finnast það líka. Ég myndi segja ykkur meira frá þessari ferð og sérstaklega heimferðinni, sem er frábær saga, en við erum ekki hér til að tala um það. Hin ómerkilegasta söguhetja DedSec lendir í smá vandræðum og það þarf að byggja hópinn upp að nýju. Maður velur sér fyrstu manneskjuna og eftir það getur maður svo stækkað hópinn með manneskjum sem maður hittir út á götu. Allar manneskjur hafa mismunandi hæfileika sem geta nýst DedSec. Einn hæfileiki er til dæmis að eiga bíl. Það er góður hæfileiki en túbið er líka mjög gott í London. Annar er að geta verið með mismunandi byssur, berja fastar, fá afslætti á fötum og margt annað. Það er í raun endalaust. Allar þessar persónur þurfa rödd og talsetning WDL er að mestu leyti hrottaleg. Persónur með sömu raddirnar segja sömu hlutina ítrekað og þetta stuðar mig svolítið. Þrátt fyrir það finnst mér þessi hluti WDL, það að geta spilað sem hver sem er, mjög merkilegur, tæknilega séð. Þegar kemur að sögusköpun og athyglisföngun er þessi hluti WDL ekki áhugaverður. Maður tengir lítið sem ekkert við þessar persónur, þó maður geti klætt þær. Bæði vegna þess að þær skipta engu máli og vegna þess að þær eru ótrúlega flatar. Það er engin persónusköpun í gangi og það kemur verulega niður á sögusköpun leiksins. Skringileg þróun hjá Ubisoft Ég hafði frekar gaman af Watch Dogs 2 þegar ég spilaði hann fyrst. Hann var léttari og ferskari en WD1, þó að sagan væri í raun verri. Ég gerði samt tilraun til að spila hann aftur fyrir ekki svo löngu síðan og átti erfitt með það. Ástæðuna hef ég rakið til þróunar leikja Ubisoft að undanförnu og sérstaklega þess hvað það er ömurlegt og nánast ómögulegt að stýra öllum farartækjum í þessum leikjum. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Ubisoft en finnst þeir hafa verið að feta skringilegar slóðir að undanförnu. Þá sérstaklega með tvær leikjaseríur. Watch Dogs og Ghost Recon. Síðasti Ghost Recon leikurinn hét Badlands, og hann kveikti ekki mikla gleði hjá mér, eins og vinkona mín Marie Kondo myndi orða það. Ég gerði líka tilraun til að spila hann aftur um daginn. Það entist ekki. Leikir Ubisoft eiga það sömuleiðis sameiginlegt að vera oft mjög gallaðir við útgáfu. WDL er ekki undanþeginn þar. Aðalatriði í þessari þróun leikja Ubisoft sem ég er að tala um, er samt það að þeir eru orðnir svo slitróttir. Heimar þeirra eru of opnir, ef svo má að orði komast. Maður er ekki að spila sig í gegnum neina sögu, heldur hleypur maður á milli mismunandi staða á stóru korti til að leysa ýmis verkefni, sem eru oftar en ekki mjög svipuð hverju öðru. Ég á oft erfitt við að halda dampi og hef átt erfitt með að nenna að spila WDL. Það kemur reglulega upp sá tími að ég segi við sjálfan mig að ég nenni ekki að gera það sama enn eina ferðina og hætti. Geggjuð millifyrisögn - Eitthvað um usla - Eða ekki Það sem WDL gerir skemmtilega vel er usli, eins og ég kom að hér að ofan. Það getur verið merkilega gaman að valda honum og í rauninni er það það sem leikurinn snýst um. Að brjóta reglurnar niður og skapa einhverskonar pönk/frelsissamfélag, held ég. Ég er búinn að verja mestum mínum tíma í að láta bíla keyra á fólk og eltast við græna pakka sem gera mér kleift að bæta ómerkilegar söguhetjur mínar. Þær geta nefnilega beitt mörgum og mismunandi leiðum til að ná fram markmiðum sínum. Til dæmis er hægt að nota margskonar dróna. Litla fljúgandi dróna, stóra fljúgandi dróna, sem meður getur staðið á. Það er geggjað. Einnig er hægt að nota litla köngulóardróna sem geta hoppað rosalega hátt og klifrað upp menn og konur til að gefa þeim raflost í andlitið. Það er gaman. Það er hægt að taka yfir myndavélar og nota þær til að hakka hið ýmsa dót til að leggga gildrur fyrir verði, opna hlið og hurðar, slökkva á málmleitartækjum og láta bíla keyra yfir fólk, svo eitthvað sé nefnt. Það er hgæt að beita mörgum leiðum til að ná fram markmiðum sínum.Ubisoft Stundum þarf maður ekki einu sinni inn í byggingar til að ná fram öllum sínum markmiðum í þeim. Maður getur staðið fyrir utan í símanum, sprengt allt í loft upp í gegnum myndavélar og svæft fólk með því að gefa þeim raflost í andlitið með köngulóardrónum. Þetta getur allt verið stórkostlega gaman. Gallinn er hins vegar að maður þarf að gera þetta ansi oft og það verður eiginlega þreytt. „Farðu þangað og hakkaðu þetta,“ segir hin merkilega pirrandi gervigreind, Bagley. „Búinn? Farðu þá þangað og hakkaðu þetta.“ Það sem er sömuleiðis ekki gaman er að keyra faratæki í London. Hvort sem það eru vespur, rútur eða sportbílar, þá er það nánast ómögulegt. Allavega í PC, þar sem beygjur eru merkilega erfiðar. Bardagakerfi WDL er ekki upp á marga fiska.Ubisoft Slappt bardagakerfi Eins og í fyrri Watch Dogs leikjum ver maður miklum tíma í að laumast um og svæfa fólk með hinum ýmsu brögðum. Stundum þarf maður þó að ganga í skrokk á fasistum og þá er best að hlaupa upp að þeim og slá þá í andlitið. Þegar verðir sjá þig og þó þeir séu vopnaðir, eru þeirra fyrstu viðbrögð ekki að skjóta þig. Þeir ákveða fyrst að berja þig, sem er svo sem eðlilegt. Eðlilegra en að skjóta þig allavega. Ég var einmitt að leika mér aðeins í RDR2 í vikunni. Þar reyndu lögregluþjónar að skjóta mig til bana fyrir að ríða hesti mínum í gegnum bakgarð einhvers gaurs. Það er gjörsamlega fáránlegt. Maður getur slegist við verðina og er sömuleiðis sérstök neðanjarðarbardagadeild sem maður getur tekið þátt í. Bardagakerfi WDL er undarlega einfalt ogMaður getur slegið frá sér, varist höggum, brotið upp varnir óvina og skotist undan höggum. Geri maður það á réttum tíma getur maður svo gert öfluga gagnárás. Í bardögum er bara best að bíða, skjóta sér undan árás óvinar og sparka í andlitið á honum. Bíða og gera aftur. Samantekt-ish Ég er ekki að segja að mér þyki Watch Dogs Legion leiðinlegur. Ég á bara erfitt með að átta mig á honum. Ég er að spila leikinn á PC og hann keyrir ekki vel þar. Hefur krassað af og til og frame rate getur verið leiðinlegt. Þá er saga leiksins temmilega slöpp en það getur verið gaman að svífa um götur London á stórum dróna og valda eins miklum usla og hægt er. Það að geta sömuleiðis spilað leikinn sem hvaða íbúi London sem er, er áhugavert en mér finnst það í raun koma niður á leiknum til lengri tíma. Hann fangar mann verr fyrir vikið og sérstaklega með tilliti til hrottalegrar talsetningar leiksins. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Það er margt við Watch Dogs Legion sem mér þykir merkilegt og áhugavert. Þar má helst nefna að hægt sé að spila leikinn sem hvaða íbúi London sem er og hvað það er gaman að valda usla í borginni. Sjálf spilun leiksins er þó nánast ekkert breytt frá fyrsta Watch Dogs, sem er í sjálfu sér frekar merkilegt líka. Watch Dogs London gerist í ímyndaðri London í náinni framtíð. Upplýsinga- og tækniheimurinn hefur tekið stakkaskiptum og hefur tæknin í raun verið notuð af fyrirtækinu Albion til að taka völdin í borginni. Illa er komið fram við almenna borgara og fellur það í skaut DedSec, hakkarasamtakanna úr fyrri leikjunum, að brjóta Albion á bak aftur. Þessi útgáfa London er mjög flott. London er svolítið þröng borg og það er mjög gaman að valda þar usla með því að láta bíla keyra fram og til baka yfir aðra bíla og fólk. Tölvufólk. Ekki alvöru fólk. Svo fannst mér einstaklega gaman að ramba á torg eitt, þar sem ég stöðvaði vespuna sem ég var á og horfði vel í kringum mig. Þá var ég á Trafalgartorgi en þar var ég í eigin persónu í fyrra og fann ég hótelið sem ég gisti á þegar ég fór á Game of Thrones blaðamannasjitt. Þetta allt saman þótti mér mjög merkilegt og ég skrifa það hér því ykkur á pottþétt eftir að finnast það líka. Ég myndi segja ykkur meira frá þessari ferð og sérstaklega heimferðinni, sem er frábær saga, en við erum ekki hér til að tala um það. Hin ómerkilegasta söguhetja DedSec lendir í smá vandræðum og það þarf að byggja hópinn upp að nýju. Maður velur sér fyrstu manneskjuna og eftir það getur maður svo stækkað hópinn með manneskjum sem maður hittir út á götu. Allar manneskjur hafa mismunandi hæfileika sem geta nýst DedSec. Einn hæfileiki er til dæmis að eiga bíl. Það er góður hæfileiki en túbið er líka mjög gott í London. Annar er að geta verið með mismunandi byssur, berja fastar, fá afslætti á fötum og margt annað. Það er í raun endalaust. Allar þessar persónur þurfa rödd og talsetning WDL er að mestu leyti hrottaleg. Persónur með sömu raddirnar segja sömu hlutina ítrekað og þetta stuðar mig svolítið. Þrátt fyrir það finnst mér þessi hluti WDL, það að geta spilað sem hver sem er, mjög merkilegur, tæknilega séð. Þegar kemur að sögusköpun og athyglisföngun er þessi hluti WDL ekki áhugaverður. Maður tengir lítið sem ekkert við þessar persónur, þó maður geti klætt þær. Bæði vegna þess að þær skipta engu máli og vegna þess að þær eru ótrúlega flatar. Það er engin persónusköpun í gangi og það kemur verulega niður á sögusköpun leiksins. Skringileg þróun hjá Ubisoft Ég hafði frekar gaman af Watch Dogs 2 þegar ég spilaði hann fyrst. Hann var léttari og ferskari en WD1, þó að sagan væri í raun verri. Ég gerði samt tilraun til að spila hann aftur fyrir ekki svo löngu síðan og átti erfitt með það. Ástæðuna hef ég rakið til þróunar leikja Ubisoft að undanförnu og sérstaklega þess hvað það er ömurlegt og nánast ómögulegt að stýra öllum farartækjum í þessum leikjum. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Ubisoft en finnst þeir hafa verið að feta skringilegar slóðir að undanförnu. Þá sérstaklega með tvær leikjaseríur. Watch Dogs og Ghost Recon. Síðasti Ghost Recon leikurinn hét Badlands, og hann kveikti ekki mikla gleði hjá mér, eins og vinkona mín Marie Kondo myndi orða það. Ég gerði líka tilraun til að spila hann aftur um daginn. Það entist ekki. Leikir Ubisoft eiga það sömuleiðis sameiginlegt að vera oft mjög gallaðir við útgáfu. WDL er ekki undanþeginn þar. Aðalatriði í þessari þróun leikja Ubisoft sem ég er að tala um, er samt það að þeir eru orðnir svo slitróttir. Heimar þeirra eru of opnir, ef svo má að orði komast. Maður er ekki að spila sig í gegnum neina sögu, heldur hleypur maður á milli mismunandi staða á stóru korti til að leysa ýmis verkefni, sem eru oftar en ekki mjög svipuð hverju öðru. Ég á oft erfitt við að halda dampi og hef átt erfitt með að nenna að spila WDL. Það kemur reglulega upp sá tími að ég segi við sjálfan mig að ég nenni ekki að gera það sama enn eina ferðina og hætti. Geggjuð millifyrisögn - Eitthvað um usla - Eða ekki Það sem WDL gerir skemmtilega vel er usli, eins og ég kom að hér að ofan. Það getur verið merkilega gaman að valda honum og í rauninni er það það sem leikurinn snýst um. Að brjóta reglurnar niður og skapa einhverskonar pönk/frelsissamfélag, held ég. Ég er búinn að verja mestum mínum tíma í að láta bíla keyra á fólk og eltast við græna pakka sem gera mér kleift að bæta ómerkilegar söguhetjur mínar. Þær geta nefnilega beitt mörgum og mismunandi leiðum til að ná fram markmiðum sínum. Til dæmis er hægt að nota margskonar dróna. Litla fljúgandi dróna, stóra fljúgandi dróna, sem meður getur staðið á. Það er geggjað. Einnig er hægt að nota litla köngulóardróna sem geta hoppað rosalega hátt og klifrað upp menn og konur til að gefa þeim raflost í andlitið. Það er gaman. Það er hægt að taka yfir myndavélar og nota þær til að hakka hið ýmsa dót til að leggga gildrur fyrir verði, opna hlið og hurðar, slökkva á málmleitartækjum og láta bíla keyra yfir fólk, svo eitthvað sé nefnt. Það er hgæt að beita mörgum leiðum til að ná fram markmiðum sínum.Ubisoft Stundum þarf maður ekki einu sinni inn í byggingar til að ná fram öllum sínum markmiðum í þeim. Maður getur staðið fyrir utan í símanum, sprengt allt í loft upp í gegnum myndavélar og svæft fólk með því að gefa þeim raflost í andlitið með köngulóardrónum. Þetta getur allt verið stórkostlega gaman. Gallinn er hins vegar að maður þarf að gera þetta ansi oft og það verður eiginlega þreytt. „Farðu þangað og hakkaðu þetta,“ segir hin merkilega pirrandi gervigreind, Bagley. „Búinn? Farðu þá þangað og hakkaðu þetta.“ Það sem er sömuleiðis ekki gaman er að keyra faratæki í London. Hvort sem það eru vespur, rútur eða sportbílar, þá er það nánast ómögulegt. Allavega í PC, þar sem beygjur eru merkilega erfiðar. Bardagakerfi WDL er ekki upp á marga fiska.Ubisoft Slappt bardagakerfi Eins og í fyrri Watch Dogs leikjum ver maður miklum tíma í að laumast um og svæfa fólk með hinum ýmsu brögðum. Stundum þarf maður þó að ganga í skrokk á fasistum og þá er best að hlaupa upp að þeim og slá þá í andlitið. Þegar verðir sjá þig og þó þeir séu vopnaðir, eru þeirra fyrstu viðbrögð ekki að skjóta þig. Þeir ákveða fyrst að berja þig, sem er svo sem eðlilegt. Eðlilegra en að skjóta þig allavega. Ég var einmitt að leika mér aðeins í RDR2 í vikunni. Þar reyndu lögregluþjónar að skjóta mig til bana fyrir að ríða hesti mínum í gegnum bakgarð einhvers gaurs. Það er gjörsamlega fáránlegt. Maður getur slegist við verðina og er sömuleiðis sérstök neðanjarðarbardagadeild sem maður getur tekið þátt í. Bardagakerfi WDL er undarlega einfalt ogMaður getur slegið frá sér, varist höggum, brotið upp varnir óvina og skotist undan höggum. Geri maður það á réttum tíma getur maður svo gert öfluga gagnárás. Í bardögum er bara best að bíða, skjóta sér undan árás óvinar og sparka í andlitið á honum. Bíða og gera aftur. Samantekt-ish Ég er ekki að segja að mér þyki Watch Dogs Legion leiðinlegur. Ég á bara erfitt með að átta mig á honum. Ég er að spila leikinn á PC og hann keyrir ekki vel þar. Hefur krassað af og til og frame rate getur verið leiðinlegt. Þá er saga leiksins temmilega slöpp en það getur verið gaman að svífa um götur London á stórum dróna og valda eins miklum usla og hægt er. Það að geta sömuleiðis spilað leikinn sem hvaða íbúi London sem er, er áhugavert en mér finnst það í raun koma niður á leiknum til lengri tíma. Hann fangar mann verr fyrir vikið og sérstaklega með tilliti til hrottalegrar talsetningar leiksins.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira