Tónlist

Jóhanna Guðrún lagði blóð, svita og tár í nýja jólaplötu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jóhanna Guðrún sendir frá sér jólaplötu í ár.
Jóhanna Guðrún sendir frá sér jólaplötu í ár. Aðsend mynd

Söngdívan Jóhanna Guðrún var að tilkynna glænýja tíu laga jólaplötu sem er væntanleg þann 19. nóvember. Platan heitir Jól með Jóhönnu og var það Davíð Sigurgeirsson eiginmaður hennar Jóhönnu sem stýrði upptökum.

Fyrsta smáskífa plötunnar kemur út 12. nóvember og ber heitið Löngu liðnir dagar en lagið er samið af söngvaranum Jóni Jónssyni og textann samdi Einar Lövdahl Gunnlaugsson. Lagið verður frumflutt á Bylgjunni á miðvikudaginn 11. nóvember klukkan 10:30.

Á plötunni eru samtals 10 lög og um er að ræða fimm frumsamin lög og fimm tökulög eins og Ave Maria. Sverrir Bergmann og Eyþór Ingi Gunnarsson eru gestasöngvarar á plötunni en báðir hafa unnið með henni í gegnum tíðina. 

Jóhanna Guðrún og Davíð vöktu mikla athygli í þáttunum Í kvöld er gigg á Stöð 2.Vísir/Vilhelm

„Jólatíðin hefur alltaf verið sá tími ársins þar sem hefur verið mest að gera hjá mér enda er ég mikið jólabarn. Alda Music hafði samband við mig fyrr á árinu með þessa hugmynd um samstarf, þannig það var gott spark í rassinn því ég hef lengi verið á leiðinni að gera jólaplötu," segir Jóhanna Guðrún. Hún segir að ekkert annað hafi komið til greina en að biðja eiginmanninn Davíð Sigurgeirsson að gera með henni plötuna.

„Það er búið að vera skemmtilegt og lærdómsríkt ferli að gera plötuna og við hjónin búin að leggja blóð, svita og tár í hana. Ég var líka svo heppin að fá lög frá bestu lagahöfundum þjóðarinnar.“

Smáskífuumslag Jóhönnu Guðrúnar fyrir lagið sem kemur í næstu viku, Löngu liðnir dagarAðsend mynd

Lagalisti plötunnar:

  • Löngu liðnir dagar
  • Mín eina jólaósk
  • Takk fyrir mig
  • Geymdu það ei til jóladags
  • Hjartað lyftir mér hærra (ásamt Eyþóri Inga)
  • Haltu utan um mig (ásamt Sverri Bergmann)
  • Draumur á jólanótt
  • Velkomin jól
  • Vetrarsól
  • Ave María

Tengdar fréttir

Söngdívurnar fjórar slógu í gegn hjá Ingó

Aldrei skal vanmeta mátt tónlistarinnar og sérstaklega ekki á tímum sem þessum. Í gærkvöldi í þættinum Í kvöld er gigg fékk Ingó til sín söngdívurnar fjórar þær Elísabetu Ormslev, Regínu Ósk, Jóhönnu Guðrúnu og Stefaníu Svavars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×