Fær bætur frá WADA sem tók frá honum úrslitaleik með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 09:01 Mamadou Sakho í leik með Liverpool í desember 2016. Getty/David Price Mamadou Sakho, varnarmaður Crystal Palace og fyrrum leikmaður Liverpool, hefur sætt sig við málalok eftir að hafa ranglega verið settur í lyfjabann fyrir rúmum fjórum árum síðan. Mamadou Sakho hefur nú sagt frá því að Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, hafi viðurkennt mistök sín frá því um vorið 2016. Sakho var dæmdur í bann í stuttan tíma eftir að fitubrennsluefnið higenamine fannst í sýni hans. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hreinsaði hann af því broti þegar í ljós kom að efnið var ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Mamadou Sakho has received an apology from - and been paid substantial damages by - the World Anti-Doping Agency after it wrongly asserted that the Crystal Palace defender had failed a drugs test during his time at #LFC.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 4, 2020 Lögmaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins viðurkenndi það í gær að eftirlitið gangist við því að það hafi ekki átt að gefa út þær ærumeiðandi ásakanir gegn Mamadou Sakho sem og það gerði. Þótt bannið hafi ekki verið langt þá kom það engu að síður í veg fyrir að Mamadou Sakho gæti spilað úrslitaleik í Evrópudeildinni með Liverpool. Liverpool mætti þar Sevilla án Sakho og tapaði þar 3-1. Hann fékk heldur ekki að spila undanúrslitaleikina í keppninni eða síðustu fimm leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hinn þrítugi Sakho heldur því einnig fram að bannið hafi komið í veg fyrir það að hann var valinn í EM-hóp Frakka á Evrópumótinu sem fór fram seinna um sumarið. „Ég er ánægður með WADA sé búið að viðurkenna það að ég hafi ekki brotið neinar lyfjareglur UEFA, að ég svindlaði ekki, að ég hafi aldrei ætlaði mér að búa mér til forskot og að ég hafi gert þetta í góðri trú,“ skrifaði Mamadou Sakho í færslu á Twitter sem var bæði á ensku og frönsku. „Ég er einnig ánægður með það að WADA hefur nú beðið mig afsökunar og einnig greitt mér verulegar skaðabætur. Ég lít svo á að ég hafi fengið uppreisn æru og ég horfi nú fram á veginn á mínum ferli,“ skrifaði Sakho. „Það versta sem þú getur verið sakaður um sem íþróttamaður er að nota ólögleg lyf. Þessi dagur er því stór dagur í sögu minni,“ skrifaði Mamadou Sakho eins og sjá má hér fyrir neðan. pic.twitter.com/CfIL4zSNkt— Mamadou Sakho (@mamadousakho) November 4, 2020 Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Mamadou Sakho, varnarmaður Crystal Palace og fyrrum leikmaður Liverpool, hefur sætt sig við málalok eftir að hafa ranglega verið settur í lyfjabann fyrir rúmum fjórum árum síðan. Mamadou Sakho hefur nú sagt frá því að Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, hafi viðurkennt mistök sín frá því um vorið 2016. Sakho var dæmdur í bann í stuttan tíma eftir að fitubrennsluefnið higenamine fannst í sýni hans. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hreinsaði hann af því broti þegar í ljós kom að efnið var ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Mamadou Sakho has received an apology from - and been paid substantial damages by - the World Anti-Doping Agency after it wrongly asserted that the Crystal Palace defender had failed a drugs test during his time at #LFC.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 4, 2020 Lögmaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins viðurkenndi það í gær að eftirlitið gangist við því að það hafi ekki átt að gefa út þær ærumeiðandi ásakanir gegn Mamadou Sakho sem og það gerði. Þótt bannið hafi ekki verið langt þá kom það engu að síður í veg fyrir að Mamadou Sakho gæti spilað úrslitaleik í Evrópudeildinni með Liverpool. Liverpool mætti þar Sevilla án Sakho og tapaði þar 3-1. Hann fékk heldur ekki að spila undanúrslitaleikina í keppninni eða síðustu fimm leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hinn þrítugi Sakho heldur því einnig fram að bannið hafi komið í veg fyrir það að hann var valinn í EM-hóp Frakka á Evrópumótinu sem fór fram seinna um sumarið. „Ég er ánægður með WADA sé búið að viðurkenna það að ég hafi ekki brotið neinar lyfjareglur UEFA, að ég svindlaði ekki, að ég hafi aldrei ætlaði mér að búa mér til forskot og að ég hafi gert þetta í góðri trú,“ skrifaði Mamadou Sakho í færslu á Twitter sem var bæði á ensku og frönsku. „Ég er einnig ánægður með það að WADA hefur nú beðið mig afsökunar og einnig greitt mér verulegar skaðabætur. Ég lít svo á að ég hafi fengið uppreisn æru og ég horfi nú fram á veginn á mínum ferli,“ skrifaði Sakho. „Það versta sem þú getur verið sakaður um sem íþróttamaður er að nota ólögleg lyf. Þessi dagur er því stór dagur í sögu minni,“ skrifaði Mamadou Sakho eins og sjá má hér fyrir neðan. pic.twitter.com/CfIL4zSNkt— Mamadou Sakho (@mamadousakho) November 4, 2020
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira